Dagblað - 07.06.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ
3
Með þessu blaði Ðagblaðsins
hœttir það fyrst um sinn að
koma út á hverjum degi. — Til
siendur að útgáfuréttur þess,
verði kegptur af félagi, sem œtl-
ar að gefa það út i stœrra formi
og þarafleiðandi með fjölbregttara
efni en hingað til hefir verið
kostur á vegna rúmtegsis. —
Par sem samniugar eru ekki
fullkomlega um garð gengnir,
verður það aðeins gefið út einu-
sinni i viku, á sunnudög-
u m , það sem eftir er af þess-
um mánuði, og fá fastir og skil-
visir kaupendur það ókegpis gf-
ir þann tíma. Útg.
Slg. Eggerz hefir ritað eftirtektar-
verða grein í Vísi á laugardaginn,
um bankamálið og næstu kosningar.
Telur hann fyrirkomulag seðlaútgáf-
unnar stærsta þjóðmálið sem nú sé á
dagskrá og heldur fram að um það
eigi næstu kosningar að snúast. Tel-
ur hann þessvegna æskilegt að listi
íhaldsflokksins falli nú við kosging-
arnar.
Silfnrbrúðkaup eiga 1 dag, frú
Halldóra Björnsdóttir og Þórður
Sigurðsson prentari og gjaldkeri í
Gutenberg.
Esja var á Bakkafirði i morgun.
Henry Erichsen heldur siðustu
harmonikuhljómleika sína á mið-
mikudagskvöldið. Aðsókn að þeim
hljómleikum sem hann hefir haldið
bæði hér og í Hafnarfirði, hefir altaf
verið jafn mikið. Héðan mun hann
fara umhverfis land.
Fiskafli sídan nm áramót. Talið er
að i. þ. m. hafi fiskafli á öllu land-
inu 173,269 skpd., en á sama tíma 1
fyrra, var aflinn 183,238 skpd.
Þýzka hljómsveitin.
Kirkjuhljómleikarnir í gær-
kvöld voru svo vel sóttir að
dómkirkan var meira en full-
skipuð. Meðferð hlutverkanna
var ágætt og er sízt ofsögum
sagt af snild þessarar hljóm-
sveitar.
Næstu hljómleikar sveitarinn-
ar verða haldnir í Iðnó, annað-
kvöld og mun þar m. a. Albert
Döscher leika hornkonsert eftir
Mozart. Er Döscher álitinn ein-
hver bezti hornleikari Þýzka-
lands.
(„Hið andlega eitt er ekki nægi-
legt. Það þarf einnig að vera eðlílegt").
(„Fremskridt*).
Tíðsjá.
Bílslys í Færeyjum. Um
hvítasunnnleytið vildi til fyrsta
bílslysið í Færeyjum. t*að var
fermingahátið, og bílstjóri var
vá sprettinum« allan daginn.
Seint um kvöldið misti hann
stjórn á bílnum í vegbugðu
einni, og rakst billinn á klett
og mölbrotnaði. Meiddust far-
þegar og bílstjóri mikið, en
lét þó enginn lífið.
Látinn byskup. Böckmann
fyrv. byskup i Niðarósi (Þránd-
heimi) er nýlátinn, 75 ára að
aldri. Hann var merkur maður
og framúrskarandi vel látinn.
Konungskoman.
Konungshjónin lögðu af stað
á þriðjudag kl. 11 f. h. með
»Niels Juel«. Fjöldi manna var
viðstaddur, bæði embættismenn
af ýmsum stigum og almenning-
ur. Voru þar og margir íslend-
ingar, meðal annara sendih. tsl.
i Khöfn. — »Geysir« er í fylgd
með konungsskipinu.
Fcðranna fold.
maí byrjun. Fað hafði verið rigning, er hann
fór úr höfuðborginni, en í Savoya fann hann
sólina aftur, nýslegna og glóbjarta sól, er stakk
höfðinu upp úr vetrarþokunni, og var þegar
farinn að hlýja. Hann var dálítið stirður eftir
járnbrautarferðina, þar eð hann hafði verið á
ferð alla nóttina, og nú teygði hann úr sjer í
sólskininu og fann innilega vellíðan streyma um
sig allan.
Broshýr náttúran, sem bauð hann velkominn,
fylti hug hans og hjarta gleði, og hann þráði
að koma heim aftur til sveitalífsins.
Er hann steig upp í vagninn, rann honum í
hug, hve alt var dimt og ömurlegt, þegar hann
kom til Annecy í fyrra.
»En hvað maður breytistl hugsaði hann með
sér. Þá kærði ég mig skollann og ekkert um
átthaga mína. Ég var þreyttur og leiður á slæp-
ingslifi minu, en ætlaði samt að halda því á-
fram. Föðurleyfð mína ætlaði ég að selja, og ég
hafði ekki stigið þar fæti í mörg ár. En ég hætti
samt við það, og nú kann ég vel við mig hérna.
Og mér geðjast vel að borgarstjóratitlinum, sem
þeir hafa sett á mig og ávarpa mig með hérna.
Það fylgir honum virðingarvottur.
Ferðakisturnar voru nú komnar á vagninn, og
þeir ætluðu að aka á stað. Þá kom hár maður og
gráskeggjaður, andlitið eins og skorið í tré, stik-
andi slórum og kallaði:
— Herra Halandel herra Halandi!
— Eruð það þér, herra Brenaz.
— Málið er unnið frá upphafi til enda. Fa-
veraz sagði mér, að þér munduð koma með
morgunlestinni, og svo langaði mig til að segja
yður þessar gleðilegu fréttir, undir eins og þér
kæmuð út úr klefanum.
— Þakka yður fyrir. Og hvenær féll dóm-
urinn?
— í gær. Þetta er alveg spánýtt.
— Ég óska yður til hamingju, herra lögmað-
ur. Menthon-hjeraðið á yður að þakka vatns-
leiðslu sína. Sýslunefndin mun færa yður þakk-
ir sínar.
Hinn gamli lögmaður hristi höfuðið. Hann
var ekkert gefinn fyrir hólið, og hann var of
ærlegur til að 'reikna sér meira en það, sem
honum bar.
— Mikill hluti þessa heppilega árangurs er
yður að þakka, herra Halande. Ég bygði vörn
mfna á hinúm ágætu og skýru upplýsingum,
er þér höfðuð gefið mér af málinu.
Þeir afréðu að mætast, þegar dómurinn yrði
lesinn upp, og svo seig gamli vagninn á stað,
svo marraði í hjólunum.
— Hefir héraðið unnið málið? spurði Faveraz