Okrarasvipan - 15.12.1932, Page 1

Okrarasvipan - 15.12.1932, Page 1
OKRARASVIPAN Blað um okur, íjárdrátt og vlðsklita-meinföug af ýmsu tœgl. Útgefandi og ábyrgðarmaður Ari Þórðarson. 1. tölublað. Fimtudaginn 15. desember 1932. 1. árgangur. ■■III... .. Inngangsorð. JE G skrifaðí fyrir nokkru greinarkorn í Alþýðublaðið, er jeg nefndi »Okrararnir og kreppan*. Var í grein þeirri meðal annars með fullum rökum og hógværum orðum getið um okurstarfaemi þeirra kunningjanna Metúsalems Jóhannsaonar og Pjeturs Jakobsaonar aðstoðarmanns hans við ýms óþrifaverk hjer í bæ. Var auðsjeð, að þá sveið illilega þegar komið var við kaunin, því að Metúsalem svaraði í sama blaði, ekki með því að afsanna ummæli mín, heldur með rótarskömmuui og svívirðingum í minn garð. Og svo kom Pjetur karlinn Jakobsson á eftir með eittþvað, sem átti að heita afsökun, en I raun og veru staðfesti í einu og öllu það, að ummæli mín voru rjettmæt. Jeg ritaði þegar svargreinar gegn kunningjunum og lofaði ritstjóri AlþýðublaðsinB mjer því, að hann skyldi láta greinar þessar koma út í Alþýðu- blaðinu, en gat þess um leið, að með því að þing Alþýðusambandsins stæði þá yfir, yrðu grein* arnar að bíða fyrst um sinn, hann hefði svo mikið að birta vegna þingsins, en blaðið lítið og rúm takmarkað. En svo þegar þingfrjettirnar voru um garð gengnar, komu þessir ólukkans »hvítliðar« með kylfurnar og annað leikfang milli handa, og þá var um að gera fyrir Alþýðu- blaðið að reyna að kveða þá niður og koma þeirri ráðstöfun ríkisstjórnarinnar fyrir kattarnef. — Alt þetta varð þess valdandi, að dregist hefur að birta svör mín til þeirra Metúsalems og Pjeturs. En nú get jeg ekki beðið lengur og ræðst því í að gefa þetta blað út, þó af litlum fjárhlut sje að taka, til þess að andsvör mín geti hið fyrsta komið fyrir almennings sjónir. Getur þá almenningur dæmt um, hvort það er að ástæðulausu, að jeg hefi hreyft þessu máli. — Býst jeg við að þurfa að skrifa meira um þessi mál, og þessvegna er það, að jég læt þetta birtast i blað-formi, og mun jeg síðar láta fleiri slik blöð birtast, þegar ástæða þykir til. Ari Þórðarson. InhtriD ddírast 00 best 1 liUldlI Jdj „Fortúaa", Testorgotn 52. verslaoiQDi Sími 2355.

x

Okrarasvipan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.