Okrarasvipan - 03.02.1933, Side 1

Okrarasvipan - 03.02.1933, Side 1
OKRARASVIPAIf Blað um okur, íjárdrátt og vlðsklita-meinföng af ýmsu tœgl. Útgefandi og ábyrgðarmaður Ari ÞórðarBon. 2. tölublað. Föstudaginn 3. febrúar 1933. 1. árgangur. ' .I III I— S v a r til Pétnrs Jakobssonar rit- stjöra „Svmdlarasvipnnnar". Kæri vin! — Þá ert þú nú loka búinn að klófeata þá vírðingaratöðu í lífinu, að vera orð- inn ritstjóri — já, aðalritstjóri »Svindlarasvip- unnar«, sem Metúsalem Jóhannsson er útgerðar- maður að, en Ólafur gamli á Lækjarbotnum ábyrgðarmaður að. — Jeg óska til hamingju! Þú hefur löngum launheppinn verið. — Að vísu er alt þitt umfangsmikla og vísindalega rit- stjórastarf við blaðið undir ströngu eftirliti rit- skoðunarnefndar, sem Metúsalem og Co. er aðal- forustan í. En þér finst nú kannske, að það varpi ekki risaskugga á ritgáfu þína. — Og ég er alveg hárviss um það, að Ritstjórafélagið hjerna i bænum tekur slíkum riddara í andans ríki opnum örmum, þegar hann sækir um upp- töku í þann félagsskap með annað eins rit- snildarplagg upp á vasann sem »Svindlara- svipuna«. — í fyrsta tölublaði hennar gerir þú þér þann grikk, að senda mér orðsend- ingu. Ekki finst mjer hún þó skrifuð af eld- móði andlegs máttar — heldur hreint og klárt af hundslegri daðurshneigð, — því þar ert þú allur sikvikandi, með dinglandi skottið í hring- dansi kringum gullkálfinn þinn — si-sleikjandi alla útlimu Metúsalems. — Þar ert þú auðvitað að basla við að sýna fram á þann »sann- leik«, að þú vinnir engin skítverk fyrir þann stórvandaða og viðskiftafróma fjárafla- mann. — Auraingja Pétur! Finst þér það virkilega fegurðarverk, að æla því utan í aðra, sem Metúsalem spýtir ofan i þig? »Svindlara- svipan« er ósvikið sýnishorn af þessum hroða. — En verði þjer að góðu. Líklega erum við fundnir en ekki skildir. — En heyrðu! Hvað heldurðu að þeir séu margir hérna i Reykja- vík og grend, sem leggja trúnað á þau orð þln, að þú sért að vinna sauðfróm miskunnar- og mannkærleiks-verk fyrir hann Metúsalem Jóhannsson? — Þú munt ekki finna eina ein- ustu sál. Ekki eina, segi jeg! — Og nú skaltu fá meira að heyra. Jeg fullyrði óhykandi, að í öllum íslenBkum bygðarlögum er hverjum manni, hverri konu, orðið gjörkunnugt um það, hversu aðstaða þin, í rassvasanum hans Metú- salems, er aum og í alla staði óheilnæm. Enda gengur nú-orðið — síðan fyrirmyndar- ritstjórn þín birtist — enginn upplýstur náungi svo fram hjá þér undir beru lofti — jafnvel ekki í hvassviðri á strætum og torgum úti — að hanii ekki finni af þjer fýluna langar leiðir, f ý 1 u n a, sem af því stafar, að Metúsalem notar þig eins og þræl — lætur þig vinna fyrir sig öll kámugustu skítverkin á fjárafla- sviðinu alræmda, og hefur þig stöðugt undir tortunni hvar svo sem hann tyllir henni. Og taktu eftir — þess verður ekki svo ýkjalangt að bíða, að hann skilur þig eftir örmagna í salerniskollunni heima hjá sjer. — Það liggur við að jeg vorkenni þjer. — Eins og þú veist sjálfur allra manna best, Pétur minn, hefur þú gengið með þá von, eða öllu heldur brjálsemis- firru, í kollinum undanfarin ár, að þú mundir geta fengið inngöngu í Lögfræðingafjelagíð. En jeg hef nú góðar heimildir fyrir því, að þangað kemst þú aldrei. Lögfræðingarnir vilja

x

Okrarasvipan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.