Okrarasvipan - 03.02.1933, Qupperneq 2

Okrarasvipan - 03.02.1933, Qupperneq 2
OKBAEASVIPAN ekkert samneyti hafa við »Júristann hans Medda«. — Ritleikni þín í »Svindlarasvip- unni« er heldur ekki vel til þess fallin, að þurka af þjer skítinn og skarnið. — Að svo mæltu má jeg ekkí missa af meira rúmi i þínar þarfir í þetta Binn. En jeg skal hafa þig í huga Beinna, vertu viss, því það skal aldrei um mig epyrjast, að mig skorti málfæri gegn illþýði því, sem safnast hefur utanum Metúsalem Jó- hannsson, sem aðstoðarlið, gegn mjer, við eaurblaðsútgáfu þá, er það nefnir »Svindlara- svipuna«. Ari Þórðarson. Fj árdráttnr. Hefur Metiisalem Jóhannsson, með aðstoð Péturs Jakobssonar, féflett fátœka ekk|u? í Aprílmánuði 1931 var jeg á ferð hjer í Reykjavík í þeim erindum að kaupa hús, því jeg hafði í hyggju, að flytja hingað til bæjar- ins þá um vorið. Jeg hitti fyrir mjer mann, sem ég þekti og benti hann mér á húseignina nr. 161 við Laugaveg, og taldi mig á að tala við eiganda hússins, Metúsalem Jóhannsson, Ingólfs- stræti 16. — Við Metúsalem áttum tal um kaup á húsinu, og tók hann það fram, að þegar kaupin yrðu gerð, skyldi jeg greiða sér í peningum 6500 krónur til greiðslu upp í kaupverð húss- ins, og til að greiða stimpilgjald og þinglestur á afsalsbréfinu. — Þann 18. máí 1931 kom jeg heim til Metúsalems. Var þá Pétur Jakobsson þar staddur. Metúsalem kvað afsalíð vera tilbúið, og ekkert annað eftir en að ég bórgaði, og að skrifað yrði undir afsalsbréfið. Afhenti ég þá Metúsalem, að Pétri áhorfandi, 6500 krónur í peningum, eins og umtalað var að ég greiddi honum, þegar kaupin færu fram. Tók Metú- salem við þessum peningum, taldi þá og Ijet þá niður. Skrifuðum við svo undir afsalsbréfið og var Pétur annar vitundarvotturinn. Stóð þá Metúsalem npp, fór fram i forstofuna og kall- aði til manns af götunni, og var hann annar vitundarvotturinn á afsalsbréfinu. Að þessu loknu kvaðst Metúsalem ætla að sjá um þing- lestur á afsalsbréfinu, og varð það eftir hjá honum. Standsetning á húsi þessu kostaði mig alt að 3000 krónum, og var þá aleiga mín komin í húsið. Reykjavík, í Janúar 1933. Jóhanna A. Jónsdóttir. Frumrit. Stimpilgjald kr. 267,75. AFSALSBRÉF. Ég, Metúsalem Jóhannsson, Ingólfsstræti 16 hér í bænum, viðurkenni hér með, að ég sel og afsala til Jóhönnu A. Jónsdóttur, Sundstræti 35 á ísafirði, eignarrétti mínum yfir húseigninni nr. 161 við Laugaveg hér i bænum, ásamt öllu múr- og naglföstu, sem eigninni fylgir og fylgja ber, og áBamt eignarlóð, er húsi þessu fylgir, og öllum mannvirkjum á henni, alt fyrir um- samið kaupverð, kr. 26,776,56 — tuttugu og sex þúsund sjö hundruð Bjötíu og sex — krón- ur og 56/ioo °g hefir kaupandinn greitt mér and- virði hinnar seldu eignar eins og hér segir: Kaupandinn hefir tekið að sér að greiða sem sína skuld skuld til veðdeildar Landsbankans f Reykjavík, upphaflega að upphæð kr. 10,400,00 — tíu þúsund og f jögur hundruð — krónur, nti að eftirstöðvum kr. 9776,56 — níu þúsund sjö hundruð sjötiu og sex — krónur og 5B/ioo áhvíl- andi 1. veðrétti hinnar seldu eignar. Kaupandinn hefir tekið að sér að greiða, sem sína eigin skuld, víxilskuld til Landsbankans i Reykjavík, upphaflega að upphæð kr. 2200,00 — tvö þúsund og tvö hundruð — krónur, nú að eftirstöðvum kr. 1000,00 — eitt þúsund — krónur, áhvilandi 2. veðrétti hinnar seldu eignar. Kaupandinn hefir greitt eftirstöðvar kaup- verðsins, kr. 16,000,00 — sextán þúsund — krónur með veðbréfi útgefnu til handhafa. Frá 14. þ. m. fær kaupandi allan arð hinnar seldu eignar, enda greiði hún af eigninni allar skyldur og skatta frá sama tima og vexti af lánunum áhvilandi 1. og 2. veðrétti. Eignin afsalast i því ástandi, sem hún nú er

x

Okrarasvipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.