Okrarasvipan - 03.02.1933, Page 3

Okrarasvipan - 03.02.1933, Page 3
OKRARASVIPAN og er kaupanda það kunnugt. Seljandi svarar til vanheimildar. Afsal þetta. er i þremur samhljóða frumritum. Rísi mál hér af, skal það rekið fyrir gesta- rétti Reykjavíkur. Til staðfestu eru nöfn aðilja og vitundarvottar. Reykjavík, 18. maí 1931. M. Jóhannsson. Jóhanna A. Jónsdóttir. ■Vitundarvottar: Pétur Jakobsson. Jón Helgason. Eigendaskifta er getið. Lóðarskrárritarinn í Reykjavík 20/n ’31. Gjald kr. 2.00. Greitt. Halldór Pálsson. Móttekið 21. maí 1931 kl. 15. Lesið á bæjarþingi í Reykjavik 28. maí 1931 og lagt i möppu Ltr. X2 No. 33. Þinglestrargjald kr. 28 — tuttugu og átta krónur. Greitt. Björn Þórðarson. Svona lítur þá þetta afaalsbréf út: Metúsalem Jóhannsson selur Jóhönnu A. Jónsdóttur hús- eignina nr. 161 við Laugaveg fyrir umsamið kaupverð, eins og afsalsbréfið sýnir, kr. 26,776,56, og greiðir hún það, eftir því sem skrifað er, með því að taka að sér áhvilandi skuldir, sam- tals að upphæð kr. 10,776,56, og með skulda- bréfi, er hún gefur út til handhafa (Metúsal- ems), að upphæð 16,000 kr. Þetta er nú alt gott og blessað og litur fjarskalega vel og sakleys- islega út á pappírnum, og ber ekki á öðru en að hér hafi stakir heiðursmenn verið að verki, sjálfur höfuðpaurinn Metúsalem með Pétri Jak- obssyni sem aðstoðarmanni og votti. En alt er nú þetta Bamt svindl, prettir og uppdráttur, því að auk þessa, sem skrifað er í afsalsbréfinu, borgaði Jóhanna, eins og yfirlýsing hennar hér að framan sýnir, við undirskrift afsalsbréfsins *5500 kr. í peningum og áttu þar af kr. 297,75 að ganga til greiðslu á stimpilgjaldi, þinglestri og til að geta eigendaskifta á hinni seldu eign, en hvað hefir orðið af þessum kr. 6,202,25, sem Mn greiddi Metúsalem við afsalsundirskrift upp i kaupverð húseignarinnar? Stakk Metúsalem því í vasa sinn með aðstoð Péturs Jakobssonar eða skiftu þeir því á milli sín? Um þetta gef- ur afsalsbréfið engar upplýsingar og er því eðli- legt, að sá spyrji, sem ekki veit. Annars getur hver lesandi sem vill myndað sér þá skoðun á máli þessu, sem honum virðist sennilegust. En frá voru sjónarmiði er þetta alt svindl, prettir og fjárdráttur, annaðhvort gagnvart auðtrúa og meinlausri ekkju, sem engan forsvarsmann hefir, eða þá gagnvart ríkissjóði og nálgast mjög hug- takið, sem alment er kallað — þjófnaður. — Og enn er ekki alt búið. Þegar aumingja ekkj- an ekki getur staðið i skilum á réttum gjald- daga með afborgun á þessu 16 þús. króna skuldabréfi til Metúsalems, þá lætur Metúsalem, með aðstoð Péturs Jakobssonar, miskunnarlaust selja húsið ofan af henni, samkvæmt eftirfar- andi tilkynningu, þvi þegar Metúsalem tekur húsið af konunni, er skuldabréf hans jafnhátt og upphaflega: Hér með tilkynnist yður, að húseignin nr. 161 víð Laugaveg hér í bænum, þinglesin eign yð- ar, verður eftir kröfu Metúsalems Jóhannsson- ar seld á opinberu uppboði, sem haldið verður á eigninni sjálfri föstudaginn 15. júli næstkom- andi kl. 6 e. h. til lúkningar veðskuld að upp- hæð kr. 16000,00 auk vaxta og kostnaðar. Lögmaðurinn i Reykjavík l/6 1932. ísleifur Árnason, ftr. Frú Jóhanna A. Jónsdóttir. Reykjavík. Pétuj* Jakobsson I Þú sem ert altaf, leynt og ljóst, að reyna til að sleikja óþrifin af sjálfum þjer, og vini þínum, Metúsalem, — viltu nú ekki fara afsíðia litla stund, leggja hendina á hjartað og athuga það, á ráðvandan og skynugan hátt, hvers konar verk þú varet að vinna, fyrir göfug- mennið hann Metúsalem, þegar þú hjálpaðir honum til þess, að koma framanskráðum kaup- skaparviðskiftum i verk. — Jeg efast ekkert um, að þú komist að réttri niðurstöðu — að þarna hafir þú unnið eitt af þínum mörgu sklt- mennskuverkum fyrir Metúsalem. — A. Þ,

x

Okrarasvipan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.