Okrarasvipan - 03.02.1933, Blaðsíða 4

Okrarasvipan - 03.02.1933, Blaðsíða 4
OKRARASVIPANI Besta þorskalýsiö í bænum selur Verslunin BJ0RNINN, Bergstaðastræti 35. Sími 4091. "Wi Sköfatnaðar-'flatnlngarmn. Fjrirapurn. í blaði þvl, sem út er komið af »Okrarasvipunni« sje jeg, að Metú- salem Jóhannsson hefur látið flytja heim til sin á bilum heilmikið af skófatnaði úr skófatnaðar- verBlun þeirri við Óðinstorg, er Sigmundnr Jóhannsson veitti forstöðu, og það nokkrum dögum áður en sú verBlun gaf sig upp sem gjaldþrota. Nú er spurningin, sem þjer, herra ritstjóri, ef til vill, getið upplýst mig um: Hafa skuldheimtumenn í búi skófatnaðar- verslunarinnar gert nokkrar ráðstafanir til þess að grenslast eftir, hvernig á þessum flutningi Metúsalems stóð. Eða kannske Metú- salem sé búinn að borga allan brúsann? Kaupsýslumaður. S v a r. Mér er ókunnugt um, hvort nokkuð hefur verið aðhafst í þessu máli. R i t s t j. Metúsalem og Co. Enginn þeirra manna, sem að »Svindlara- svipunní* stendur í raun og veru, hefur þóttst geta verið þektur fyrir það, að koma hreint til dyraogbera ábyrgð á blaðinu. — Heldur hefur þetta þokkalega kompaní narrað örvasa gamal- menni, slituppgefið, og lamað á sál og líkama, Ólaf Þorsteinsson, Grettisgötu 20 A, til þess að bera ábyrgð á innihaldi blaðsins, sem mun vera alveg einBtakt í sinni röð að mislukkuð- um frágangi. — Þar er alstaðar beinst að minni lítilfjörlegu persónu, og þeim »maunkostum«, sem mig eíga að prýða — með tilhlýðilegum tilvitnunum i heilaga ritningu og önnur helgirit. — Rit8tjórinn, Pétur Jakobsson, varast sem af tekur að minnast nokkuð á svindilmál þau, er jeg, í »Okrarasvipunni«, gerði að íhugunarefni, og sem hann svo mjög er viðriðinn. Þar er ekkert minst á Skófatnaðarflutninginn frá Bkó- búðinni við Óðinstorg eða víxlabrask þeirra fjelaganna, Péturs og Metúsalems, eða önnur svindilmál, sem jeg mintist á. — Þeim kump- ánum er auðsjáanlega ekki Ijúft, að rótað sé upp i viðskiftamála-ýldunni, Bem þeir leika sér i. — En jeg mun samt reyna að halda mjer við málefnið, — reyna að draga fram I dags- ljósið ýms óþokkaviðskifti þeirra, sem almenn- ingur til þessa hefur litið fregnað af. — Þeim tekst ekki til lengdar að láta svindlarabrögð Bín kafna í skömmum og svívirðingum um mig. Jegj mun Bjá um það. — En að þeir hafa fengið Ólaf karlinn auma til þess að ábyrgjast ritmensku sína og mentunarskort, ber leiðin- lega mikinn vott um fádæma varmensku þeirra og kjarkleysi. — A. Þ. Okrarasvlpan er til sölu á þessum stöðum: 1 bókabúðunum á Laugavegi 68 og Laugavegi 10. — Á Bergstaðastræti 19 (skó- smíðaverkstæðinu) og á Baldursgötu 16 (uppi). Enn fremur hjá blaðasölunum á Lækjartorgi. Prentsmiðjan á BergstaðaBtræti 19. Akraness-kartöflur, mv þær bestu á íslandi, fást í VERSLUNINNI á ÖÐINSG0TU 30. Slml 4548.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.