Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 2

Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 2
OKRARASVIPAN Bamninginn til Metiisalema. Hafi þar þá verið fyrir Lúðvik Áagrímsaon og Jóhanna A. Jóns- dóttir. Var kaupsamningurinn lesinn og at- hugaður nákvæmlega, játaður að vera I fullu samræmi við það, Bem um hefði verið talað, og síðan undirskrifaður. Lúðvík og Pjetur voru bvo vitundarvottar að þessu. Svo í Maímánuði sama ár kemur Metúsalem til Pjeturs og biður hann að skrifa afsal fyrir nefndrí hús- eign og veðskuldabrjef, alt samkvæmt nefnd- um kaupsamningi, og átti þar í engu að breyta, en þó tjáði Metúsalem honum, að sjer hefði dottið i hug, til sparnaðar fyrir kaupanda, að afsala húsinu fyrir þeim skuldum, sem hvíla ættu á þvi, en ekki eins og i kaupsamningnum stóð. Átti nú að afsala húsinu fyrir kr. 26,776,56 — tuttugu og 8ex þúsund sjö hundruð sjötíu og sex krónur °S 56/100. en ekki eins og í kaupsamningnum Btóð — 33 þúsund krónur. — Við þetta sjer Pjetur ekki neitt að athuga — nei, e k k e r t athugunarvert — þó. að í opinberu skjali sje logiö, svikið og falsað: Logið um kaupverðið, rikissjóður snuðaður um stimpil- og þinglesturs-gjöld, og afsalið falsað. — En vjer köllum nú svona vaxinn viðskiftaleik ÓBvikið skítverk, og þeir, sem að því standa, og breiða »blessun« sína ofan á ósómann, eru til raargháttaðra fólskuverka liklegir. Svo kemur Pjetur i grein sinni með all- langan lestur og lögskýringar um kaupsamn- inga, afsalsbrjef, og stimpilgjöld, og er auð- 8jeð, að þar er maður, sem k a n n s í n f r æ ð i, og er ekki glöggari á sjálfsprófun sinnar eigin samviskuglóru en það, að hann telur sig vera saklausa sál — strang-heiðar- legan »Júrista« fram í fingurgóma. — Og fræðslan, sem maður fær eftir allan þenn- an lestur er sú, að það má Ijúga, svíkja og falsa öll afsöl og alla kaupsamninga, þegja um hið raunverulega verð eigna, að eins að gæta þess, að í þeim skjölum, Bem til þing- lesturs eiga að koma, má kaupverðið ekki teljast 1 æ g r a en fasteignamat eignarinnar, þó að kaupverðið sje í raun og veru meira en helmingi hærra. Þið, góðir hálsar, sem viljið ljúgja, svíkja og falsa þegar um afsöl er að ræða — farið þið til Pjeturs Jakobs- sonar, Kárastig 12, heima á hverjum virkum degi kl. 1—3 e. h. — Hann veitir ykkur hina einu rjettu lögfræðilegu aðstoð. Það er mað- urinn, sem kann sín fræði. — Fj árprettir. Hefar Metúsalem Jóhannsson, með aðstoð Pjeturs Jakobs- sonar, lnnheimt með mál- sókn grolddan víxil ? Maður að nafni Ámundi Kristjánsson, bóndi í Hjarðarholti við Eskihlið hér i bænum, saun- sögull maður og áreiðanlegur í viðskiftum, mörg- um Reykvíkingum að góðu kunnur, skýrir svo frá: Að hann hafi selt Metúsalem Jóhannssyni víxil, að upphæð 300 kr., er útgefinn hafi verið 1. júlí 1931, og samþyktur af sér, með gjald- daga 1. október sama ár. Víxil þennan kveðst Ámundi hafa greitt þannig: Fyrst með 50 kr. í peningum, svo hafi hann skömmu siðar átt tal við Metúsalem í sima og tilkynt honum, að sonur sinn væri á leið til hans með 150 kr., og hafi Metúsalem tekið því vel og lofað að færa það inn á vixilinn. Nokkru síðar segist Ámundi aftur senda son sinn með þær 100 kr., er eftir stóðu ógreiddar af vixlinum, og tók Metúsalem við þeim, eins og hinum fyrri greiðsl- um. Bjóst Ámundi við, að sonur sinn mundi koma með vixilinn til baka, þar sem hann þar með var að fullu greiddur. En Metúsalem, sem tók við peningunum, mintist ekkert á það, að afhenda víxilinn og gerði það ekki. Með stefnu, útgefinni 16. janúar 1932, höfðar Metúsalem mál gegn Ámunda til greiðslu 150 kr., er hann taldi standa eftir ógreiddar af nefndum víxli (þeim 150 kr., er sonur Ámunda fór með til Metú- salem). Flutti Pétur Jakobsson mál þetta f. h. Metúsalems og krafðist vaxta af upphæðinni og málskostnaðar. Máli þessu lauk þannig: Að Ámundi varð að

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.