Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 3

Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 3
OKRARASVIPAN greiða upphæð þessa aftur, 150 krónur, auk vaxta og málskostnaðar, eða alls rúmar 200 krónur. Þetta er eitt af störfum þeim, sem unnin hafa verið á hinni lögfræðilegu skrífstofu Pét- urs Jakobssonar, er hann sjálfur kallar »hina virðulegustu og nauðsynlegustuc. Pietnr Jakobsson! Er það satt, að þú hafir aðstoðað Metúsalem Jóhann8Son við það, að lýsa upploginni skulda- kröfu I bú, en svo hefðuð þið ekki þorað ann- að en afturkalla kröfulýsinguna, þegar þess var krafist af ykkur, að færa fullar sannanir fyrir réttmæti skuldarinnar? Skora jeg á þig, Pétur, að hreinsa þig af þessu ámæli, og ætti þér að vera það auðvelt, ef ósatt væri. A. Þ. S vindlar asvipan. Ekki treystir Metúsalem Jóhannsson sér til að bera af sér þær sakir, sem vér hér í þessu blaði höfum gert að umtalsefni, í sambandi við okrarastarfsemi hans hér í bænum með aðstoð Péturs Jakobssonar. En hann hefur tekið það óhapparáð, að láta Óiaf greyið Þorsteinsson, óiæsan, og óskrifandi karltusku, gerast ábyrgð- armann að blaðsneypu, sem aðeins fjallar um mina persónu með lognum svívirðingum í minn garð, án þess að koma nærri því að afsanna þær sakir, sem blað vort hefur borið á Metú- salem og aðstoðarmann haus, Pétur Jakobsson. Kemur þetta ekkert blaði mínu eða efni þess við. Verður því Metúsalem og hans fríða fylk- ing, sem hann hefur safnað í kringum sig, að sætta sig við, að jeg sýni blaðsneypu þessari verðskuldaða fyrírlitningu og svari þvi af mjög skornum skamti. En útgáfa blaðsneypu þess- arar sýnir mér og öllum almenningi, að sann- leikanum verður hver sárreiðastur. Er þeim kumpánum frjálst mín vegna, að leyfa Ólafi greyinu að rifja upp æfiferil sinn, bústýrunnar og bleika klársins, og safna saman svo mörg- um lognum svívirðingum á mig, sem þeim þóknast, á prenti. En út" af ýmsum lognum á- kærum, sem Ólafur Þorsteinsson,Grettisgötu 20 A, hefur borið upp á mig í blaðsneypunni, er hann kallar »Svindlarasvipan« og hann er ábyrgðar- maður að, hefi jeg sent lögreglustjóra svohljóð- andi bréf: Herra lögreglustjóri! í blaði, sem kallað er »Svindlarasvipan« og selt hefur verið hér á götunum undanfarið, hef- ur Ólafur Þorsteinsson, til heimilis á Grettis- götu 20 A hér í bæ, borið mér á brýn ýmsar svívirðingar, sem jeg vil ekki iiggja undir, þar Bem þær eru að öllu leyti ósannar, en ef sann- ar væru eru þess eðlis, að mig yrði að telja meðal stórglæpamanna. Vil jeg sérstaklega benda á eftirfarandi atriði, sem í grein í blað- inu, sem út er géfið 3. febrúar síðastl., með yfirskriftinni »Fjárprettir og fólskuverk Ara Þórðarsonar*, og undirskrifuð er af Ólafi Þor- steinssyni, og læt jeg eintak af blaðinu fylgja hér með: 1. Að jeg hafi stolið frá Ólafi 1100 kr. í pen- ingum. 2. Að jeg hafi stolið frá honum reiðhesti, er hann metur 800 kr. virði. 3. Að jeg hafi gefið út 5000 kr. skuldabréf og stolið nafni hans undir. 4. Að jeg hafi samtals svikið út úr honum, stolið af honum og reynt að falsa út á hans nafn kr. 9700.00. Þessar sakir eru þess eðlis, að jeg álít, að full ástæða só til, að hið opinbera lögregluvald taki þær til rannsóknar, svo að í Ijós komi, hve sannar þær eru. Verð jeg því, herra lög- reglustjóri, að snúa mér til yðar og krefjast þess, heiðurs míns vegna, að þér takið mál þetta til meðferðar, og reynist sakirnar á eng- um rökum bygðar, að Ólafur þá verði látinn sæta þeirrar ábyrgðar, er hegningarlögin kveða á um, er slikt og þvílíkt er borið á saklausa menn. í þessu sambandi vil jeg benda á, að Ólafur getur þess í nefndri grein, að sér hafi boðist fjárstyrkur og aðstoð til að gera mig

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.