Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 4

Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 4
0 K R A E A S V I P A N óskaðlegan. Yerð jeg að krefjast þess, að þér, herra lögreglustjóri, yilduð grenslast eftir, hvers- konar aðstoð og frá hverjum sá fjárstyrkur er, Bem Ólafi hefir boðist til þessa verks, og á hvern hátt og með hverjum vopnum ætlast er til, að gera mig óskaðlegan. Get jeg ekki bet- ur skilið en að Ólafi hafi boðist fjárstyrkur og aðstoð til þess að sýna mér það ofbeldi, að jeg hér eftir yrði óskaðlegur, og tel þvi lifi minu og heilsu getað stafað hætta af slíku. Jeg vona, að þér, herra lögreglustjóri, snúist vel við þess- ari málaleitun minni. Reykjavik 15. febrúar 1933. Virðingarfylst. Ari Þórðarson. Til lögreglustjóran8 i Reykjavik. SkúfatnaðarflDtningnrmn úf skó verslu nlnnl vlð Óðlnstorg. Það er þegar sýnt og sannað, að Metúsalem Jóhannssyni er það alt annað en Ijúft, að gera skófatnaðarflutninginn mikla, úr skóversluninni við Óðinstorg, haustið 1931, að alvarlegu at- hugunarmáli. — Hann lætur gera grín að þess- um skóflutningi í síðustu »Svindlarasvipu*. En þess ber vel að gæta, að í eðli sínu mun þetta vera stórvaxið svindilmál, sem ekki verður hlegið í hel af ritfíflum Metúsalems Jóhanns- sonar. — Eins og þegar er kunnugt orðið, læt- ur Metúsalem framkvæma þennan skófatnaðar- brottflutning, úr nefndri skóverslun, daglega ímarga daga, rjett áður en hún gefur sig upp sem gjaldþrota. — Flutningur þessi hafði á sjer þann blæ og snið, að nann hlaut að vekja mjög einkennilega at- hygli með mönnum, er eftir honum tóku, og var í rauninni vel til þess fallinn, að ýta af stað ýmiskonar hugsunum um það, að þarna væru grunsamlegir viðskiftaleikar á ferðinni. -— Billinn, sem skófatnaðinn flutti burtu, var lokaður. Hann kemur, hann er bíind- fyltur, og hann fer. — Aðeins ein svona ferð á dag, í marga, marga d a g a! — Alt fer þetta fram með óvenju- legri kyrð og ró. — Það er eins og lognþögul. lævísin svífi yfir bílnum á meðan hann er fyltur af skófatnaði, — og svo, þegar hann er kominn á ferðina, þá er honum ekið hægt og rólega úr einni götu í aðra, austur um bæ,. suður um bæ og vestur í bæ — og loks, eftir óskiljanlega hringrás, hafnar hann sig heima í hlaðvarpanum bjá Metúsalem Jóhannssyni,. Ipgólfsstsæti 16, — og þaðan flýgur farmurinn á svipstundu út úr bilnUm og inn í geymslu- Skála einn mikinn — alt undir handleiðslu »trúrra og þögulla* aðstoðarmanna. — Eru nú ekki þetta næsta undarlegir hlutir! — Og er stiltum og skynugum áhorfendum láandi, þótt þeir hugsi sitt af hverju út i svona vaxið við- Bkifta-ráðlag. — Er ekki von að þeir álykti eitthvað á þessa leið: Var ekki fjáraflaklóin ráðvanda, i Ingólfs- stræti 16, að bjarga þarna spikfeitum bagga,. sjer i stórhag, á ð u r en síðustu gjaldþrota- kippirnir settu áðurnefnda skóverslun á haus- inn ? — Og skyldu þeir, sem harðast urðu' úti,. við gjaldþrot þessarar stofnunar, hafa athugað nógsamlega þau viðsjálu viðskiftabrögð, sem þarna voru leikin? Drengir og telpnr, sem yilja selja OKRARÁSVIPUNA á götunum,. skulu koma á skósmíðavinnustofuna á Berg- Btaðastræti 19. Sölulaun eru 5 aurar af blaði. Okrarasvlpan er til sölu á þessum stöðum: í bókabúðunum á Laugavegi 68 og Laugavegi 10. — Á Bergstaðastræti 19 (skó- smíðaverkstæðinu) og á Baldursgötu 16 (uppi).. Enn fremur hjá blaðasölunum á Lækjartorgi. Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.