Nýja stúdentablaðið - 20.04.1933, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 20.04.1933, Blaðsíða 3
1933 NÝJASTÚDENTABLAÐIÐ 3 „Vantraust nær eigi til þess fulltrúa, sem kosinn hefir verið af stúdentaráði, en vilji liann eigi sitja, skal hið nýja ráð sjálft kjósa sér oddamann“. Meiri hluti stúdentaráðsins byggði lögskýring sína á „analogiu“ út frá þessu ákvæði, án þess að taka tillit til, að liér er um algert sérákvæði að ræða i sambandi við vantraust, sem almennar ályktanir með engu móti verða dregnar af. Þetta sérákvæði cr sett með það fyrir augum að varðveita samhengið í starfi stúdentaráðsins sem stofnunar, og ákvæðinu verður ekki l)eitt út frá öðrum forsendum. Við, sem ógilda vildum sjálfskosningu stúdentaráðs- ins á oddamanninum, fengum þó framgengt kröfu okkar um almennan stúdentafund, og bárum við fram á þeim fundi tillögu um að ónýta kosninguna, en kjósa odda- manninn með almennum kosningum allra háskólastú- denta. Setjum þó svo, að þessi tillaga hefði brotið í bág við stúdentaráðslögin, eins og meiri hluti stúdentaráðs- ins með formann ráðsins i broddi fylkingar hélt fram. Því í ósköpunum hrást þá formaður stúdentaráðsins þeirri sjálfsögðu formannsskyldu sinni að vísa tillög- unni frá út frá þessum forsendum? Sú var þó skilyrðis- laus skylda lians að gera. En formaður stúdentaráðsins hafði ekki þá trú á málstað sínum og félaga sinna, að hann þyrði að taka á sig þá ábyrgð að vísa tillögu okkar frá, og tillagan var samþykkt með 36:28 atkvæðum. Stúdentaráðið var skyldugt til að framkvæma þessa tillögu samkvæmt skilyrðislausum ákvæðum stúdenta- ráðslaganna, sem jnæla svo fyrir: „Stúdentaráði er skylt að fara eftir fyrirmælum al- menns stúdentafundar um málefni, sem auglýst hafa verið í fundarboði“. í stað þess að beygja sig undir þetta skilvrðislausa á- kvæði stúdentaráðslaganna leggur meiri hlúti stúdenta- ráðsins fram eftirfarandi ályktun á næsta ráðsfundi: „Almennur fundur háskólastúdenta 14. marz 1933 á- lyktaði að ónýta kosningu oddamanns í stúdentaráðið í stað ..., sem kosinn var af fráfarandi stúdentaráði. Þar sem meiri hluti stúdentaráðsins lítur svo á, að kosningaraðferð þess sé sú eina lögmæta, en er liins- vegar skylt að hlýða fyrirmælum almenns fundar, tel- ur meiri lilutinn það rétt, að ráðið segi af sér og efnt verði til nýrra kosninga (með því og að ráðið Utur á samþykkt almenns fnndar háskólastúdenta sem óbeint vantraust á meiri hluta ráðsins). Það er og vitanlegl, að skoðanir stúdenta á þessu máli eru mjög skiptar, og má ætla, að almennur vilji þeirra komi sannast í Ijós við nýjar kosningar Hugsanagangurinn í þessum fráfararboðskap meiri hluta stúdentaráðsins er alveg dásamlegur. Meiri hluti stúdentaráðsins viðurkennir skilyrðislaust, að stúdentaráðinu beri að framkvæma samþykkt stu- dentafundarins um kosningu oddamannsins, og leggur til af þeim ástæðum, að ráðið segi af sér, ekki þó til þéss að ]>vo sig sjálfa hreina og eftirláta öðrum að framkvæma „lögleysuna", — nei, ónei, heldur til þess að „hinn sanni vilji“ stúdenta komi í Ijós við nýjar kosningar Hevreka! Ég hef fundið ])að! Spaddelíuna stingur þó enginn! En svo að maður taki á þessu, — hvað kemur „liinn sanni vilji“ stúdenta þessu við, úr þvi að stúdcntaráð- ið eftir sem áður var bundið við að framkvæma vilja slúdentafundarins? Nýjar kosningar til stúdentaráðs- ins gátu auðvitað ekki breytt neinu í þessu efni, hvernig sem þær fóru. Kosningar til stúdentaráðsins eru eins og allar aðrar kosningar aðeins sérstök aðferð til að velja fulltrúa, og í kosningarniðurstöðu getur að sjálfsögðu ekki falizt nein niðurstaða um lögskýringaratriði, nema að því leyti, sem slikt verður, þegar nm er að ræða kosningar á fulltrúum kosnum í sliku augnamiði. Svigasetningin, sem er i fráfararboðskap meiri hluta stúdentaráðsins, er runnin frá minni hluta ráðsins, sem að vísu gat fallizt á það, út frá almennum demokrat- iskum ástæðum, að verða við þeim tilmælum meiri lilut- ans, að ráðið segði af sér og efnt yrði til nýrra kosninga, en auðvitað alls ekki gat fallizt á að láta nýjar kosn- ingar skera úr því, hvort stúdentaráðið ætti að fram- kvæma vilja almenns stúdentafundar, þar sem ráðið var skyldað til þess með beinum fyrirmælum stúdenta- ráðslaganna. Hinsvegar, út frá því sjónarmiði, að í samþvkkt stúdentafundarins befði falizt óbeint van- traust á meiri hluta stúdentaráðsins, sem meiri hlutinn gjarnan vildi hreinsa sig af með nýjum kosningum, ef takast mætti, gat minni hluti stúdentaráðsins fallizt á að verða við tilmælum meiri hlutans um það, að ráðið segði af sér, enda hafði meiri lilutinn þar með viður- kennt samþykkt stúdentafundarins sem hindandi fram- lcvæmdaratriði fyrir ráðið. Þessi skilningur á sámþykkt stúdéntafundarins virtist lika liggja nokkuð nærri fyrir meiri hluta stúdentaráðsins. Auðvitað lilaut í þvi að felast óbeint vantraust á meiri hluta stúdentaráðs- ins, þegar almennur stúdentafundur ályktaði að ónýta þær gerðir, sem meiri hlnti stúdentaráðsins hafði sett á oddinn, að ekki yrði hróflað við, og eina heiðarlega svarið, sem meiri hluti stúdentaráðsins átti til við slíkri ofanígjöf, hlaut einmitt að verða þetta, að meiri hlutinn segði af sér og leitaði sér trausts með nýjum kosning- um. llt frá þessum forsendum gat minni hluti stúdenta- ráðsins orðið við þeini tilmælum meiri hlutans að segja af sér líka, svo að nýjar kosningar gætu farið fram á þeim grundvelli að skera úr um skipun stú- dentaráðsins i lieild. Meiri liluti stúdentaráðsins gekk inn á þessar forsendur minni hlutans fyrir nýjum kosn- ingum, og var þar með orðið samkomulag um það milli minni og mciri lilutans, að ráðið segði allt af sér. Stúdentaráðið boðar nú lil almenns stúdentafundar til þess þar að standa stúdentum reikningsskap af gerð- um sinum á líðmuu staH'stima. Hér er ekki staður til

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.