Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Page 1
rrsKTA
SIUDENTABIAÐIÐ
16. d e s . 1934
GITIÐ ÚT AF "FÉIAGI RÓTTÆKRA HÁSKÓIASTÚDENTA"
Eiríkur Magnú§son:
Um bókmenntii* og bókmenntamat.
j.
Jóhannes úr Kötlum var sveitadrengur, mildur og
mjúkur, rímhneigður og rómantískur. Hann gerþekkir
hugarheim unglingsins í sveitinni, eins og lífskjörin og
menningarskilyrðin tjalda hann og skrýða. Sveitin, með
sín sérstöku bæjarhús og fjarlægðir milli manna, skapar
eigi síður sinn *mann* en hin hraðfleygu borgarstræti
með sína íburðarmiklu vöruglugga og vafásömu veit-
ingastaði.
En leið Jóhannesar liggur að lieiman, úr sveitinni, og
í miðstöð nútímamenningarinnar á íslandi, Reykjavík.
Nú mætir liann henni með fullorðins manns orku og
athygli. Hann fer af alvöru að fást nið ný viðhorf, sem
eru viðliorf liins virka dags, en eigi draumanna. Nú fær
hann l’yrir alvöru borið saman. Huldurnar í klettunum
vestra syngja nú eigi lengur einar í eyru hans. Þangað
herst líka niður af rastaföllum sjálfrar heimsmenningar-
innar. Jóhannes hlustar, Jóliannes túlkar, Jóhannes þrosk-
ast. Gagnsýrður eldri skoðunum, mótaður af þeim frá
barnæsku, mætir hann nú fyrir alvöru nýjum. Nýr og
gamall tími hefja sinn sífellda kappleik um stefnu og
starfsorku lifandi manna. Þessi kappleikur fjölþættir
hugsanalíf Jóhannesar, skerpir athygli hans og dóm-
greind, lætur í té annað mat en áður var. Og leiknum
liallar á gamla tímann. Jóhannes liefir víkkað sjónhring
sinn og aukið við andlega liæð sína. Hann hefír vaxið
við aukna reynslu og aukna útsýn og aukin viðfangsefni.
Hann er orðinn sannari, raunsærri. Hanii lætnr sig eigi
lengur dreyma um liinn ahsoluta sannleik eða hinn óstað-
bundna, óumræðilega góðleik. Hann er farinn að leita
sannleikans og góðleikans á vinnuborði daganna og ástæð-
anna. Hann gerist socialistiskur. Hann ræðst í að skrifa
skáldsögu til þess að »gera upp« við hina óræðu róm-
antík æskuáranna og sýna livílíka stoð hún eigi í raun-
verulegum menningarskilyrðum íslenzkrar sveitar. Hann
kynnir okkur fyrst rómantíkina, sýnir svo afdrif liennar
í lífsbaráttu ungs, íslenzks l)ónda og smávaknandi skiln-
ing hans á samhenginu í lííi sínu.
Sagan liefir eigi heppnast fyllilega. Hún er af tveim-
ur heimum og verður nokkuð laus í böndunum. Bar-
áttunni milli liins gamla og nýja um liöf. er ekki enn
fyllilega lokið, þótt vafalausar séu endalyktir. Og þessi
mikli bragsnillingur er ekki eins öruggur á hinum víða
velfi liins óhundna máls sem á einstigi hrynjandinnar.
En »prohlem« sögunnar er »up to date«. Þetta er
menningarhræring, sem er að gerast einmitt núna og
liefir þegar gerzt með mörgum einstaklingum. Yiðfangs-
efnið eru ástæðurnar, sem valda lífskjörum og örlögum
íslenzks sveitahónda, sem lifa vill eftir hugsjónum sveita-
menningarinnar, og sá liugsanaheimur, sem samsvarar
þeim ástæðum, stafar af þeim, verkar á þær aftur. Upp-
eldisáhrif: siðskoðun, trúarlíf. Viðfangsefnið er einnig
hin eðlilega og rökræna upplausn þessa hugsanaheims
og leit eftir raunverulegri fótfestu. Hugsanaheimur og
andlegur þroskaferill söguhetjunnar er, að nokkru leyti,
skáldsins sjáli's, eins og við þekkjum það.
II.
Sagan kom út í liaust. »0g hjörgin klofnuðu«. Og 9.
okt. birtist fyrsti ritdómurinn, nær því heil »Morgun-
hlaðs«-síða. Maður skyldi nú ætla, að í jafn löngum
dómi væri gerð grein þeirra breytinga, sem fram hafa
farið hjá liöf., og þær raklar til róta sinna, þeirrar menn-
ingarharáttu, sem fram fer nú í íslenzku þjóðlífi sem
annars staðar 1 heiminum — og síðan dómur. Slík skipti
milli skýrgreiningar og dóms liefðu getað orðið sam-
vizkusamleg vinnubrögð og íarið vel þeim, er leggur orð
í helg um bókmenntir af áhuga á þeirri fögru list. En
við fyrstu athugun kemur í Jjós, að öðrum aðferðum er
beitt en þeim, að reyna að skilja og skýra, og kemur
það lieldur engum á óvart, og eigi heldur liitt, þótt skrif-
að kunni að vera um bókmenntir frá öðrum sjónarmið-
um en áhuga og virðingu fyrir listgreininni og skilningi
á henni. Höf. »ritdómsins« er sem sé síra Benjamín
Kristjánsson, prestur í Grundarþingum.
Og bókmenntaskrif þetta liefir vissulega sín prestlegu