Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Síða 2

Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Síða 2
2 NÝJA STÚDENTAULAÐlt) einkenni. Það liefir það. »Ritdómurinn« er áfellisdómur yfir Jóhannesi úr Kötlum, svo áfellisdómur yfir sama, aftur áfellisdómnr yfir sama og að síðustu ldjúg og göf- ugmannleg yfirlýsing þess efnis, að »svo dæmum vér þá ekki höfundinn heldur«. Þróunarferill Jóhannesar er skýrgreindur með þessum skilningsríku orðum: »Það var mikið af þessu ljósi í kvæðum Jóliannesar úr Kötlum — ljósi kærleiks, trúar og vonar. En svo hljóp í hann írafár kommúnismans og þá er eins og skyndilega reki á kolsvartan norðanbyl«. Og nú fer maður að átta sig betur á, hvers vegna »rit- dómurinn* er skrifaður. Jóliannes er hættur að vera listamaður, síðan hann jók reynslu sína og skarpslcyggni og gerðist róttækari. Það er af því, að hann er hættur að yrkja »guði vígða sálma«, en farinn að horfa framan í veruleikann óhjúpaðan, far- inn að leita orsaka þeirra hindrana, sem verða einföld- um, trúuðum, reynslulitlum og rómantískum sáluin að fótakefli — liættur að yrkja um »livelin blá« og »mæra mildi hins máttuga himins«, en farinn að fást við jörð- ina og það, sem hennar er. Þetta breytta viðhorf, sem »ritdómarinn« kallar »kommúnista ofstækishyggju«, er sú stóra synd Jóhannesar, sem »er á góðum vegi með að eyðileggja hann sein skáld«. Þetta er sú »úthverfing eða umhverfing listarinnar, sem hætt er að leita hins fagra, heldur hreiðrar um sig á flatlendi hversdagsleik- ans og gaumgæfir allt, sem er andstyggilegast«. Og manni, sem sinnir slíkum hlutum sem »volæði mannlegs lífs« svo mjög, að »hvert tár, sem fellur, hvert sár, sem svíð- ur« leitar inn í sál lians og það grefur undan, fer eins og þeim, »sem hefir etið einhvern óhroða og hlýtur að gubba honum aftur«. (Þetta fagurfræðilega orðtak er lík- lega eitt af því »fagra«, sein »ritdómarinn« kvartar und- an, að Jóhannes úr Kötlum sé hættur að sjá). Þegar hér er komið, fer maður að spyrja sjálfan sig, hvað muni vera skáldskapur og hver geti skáld talizt, að áliti bókmenntafræðingsins, síra B. K. Og svarið ligg- ur fyrir í ritdóminum beint og óbeint. Bölsýnt skáld er trauðla skáld. Efnisval og skoðun höf. á efninu ákveður, hvort bók sé skáldskapur. Ef efnið er »ljós kærleiks, trúar og vonar« í formi sálms, þá er það skáldskapur. Ef það er um »ömurleik« lífsins, þá getur eigi verið um skáldskap að ræða, nema stórspilltan, svo að ástæða er til umkvörtunar. Trúað skáld er skáld. Hafi það »gengið af trúnni«, fer skáldheitið að verða vafasamt. En hafi Jiað gengið »undir rauða fánann, eggjandi til baráttunnar gegn guði almátt- ugum«, Jiá er úti um skáldið í skáldinu. Það eyðileggst. Og bækur, sem slíkur maður skril’ar, er ekki skáldskap- ur. Bara róttækar bókrnenntir, með fáum en ijótum að- aleinkennum, sem við komum bráðum að. Jóhannes úr Kötlurn fer flatt fyrir vikið. Skáldspill- ing lians kemur meðal annars fram í Jiví, að »í stað Jiess að leita í sólarátt, tekur liann að grúfa sig niður að volæði mannlegs lífs og fyllast af ömurleik J)ess«, og »tekur smám sainan að gerast bölsýnn og ganga af trúnni«. Og ofan á allt Jietta lætur hann böl og sárindi annarra halda vöku fyrir sér og setjast að í sál sinni. Svona mega skáld eigi liaga sér, ef þeim á að vera óhætt sem skáldum. Þau eiga að sjá liið fagra, húa til sólskins- björt ljóð. Þá er þeim óliætt. Þá »staðnæmumst vér í ríki hinna björtu nátta og hlustum« á skáldskap. Og saga um annað eins og búskaparbasl, skuldir, lior- felli og liórdóm og allskonar hrellingar, sem ganga yfir dauðlegar manneskjur, »getur eigi talizt fullgildur skáld- skapur, lieldur útliverfing eða umhverfing listar«. Slíkt er »allt,- sem er andstyggilegt«. Slíkt er að »gaumgæfa allt, sein linnst argvítugast«, »ömurleiki vonleysisins um mannlegt líf«, »undarlega sjúklegur hringsnúningur« í hugsanalífinu, »propaganda vissra stjórnmálaskoðana« og sitthvað fleira svipað. Það er töluvert, sem við liggur. Auðheyrt er Jiað. Enda er eigi nein smáræðis hætta á ferðinni, þar sem skáld- saga Jóliannesar er. »Ritdómarinn« gerir sem sé ráð fyrir því, að þarna sé á ferðinni bók, sem muni »eiga að til- lieyra Jieirri grein bókmennta, sem kallaðar eru róttæk- ar bókmenntir«. En róttækar bókmenntir eru heldur en eigi ófétislegar ritsmíðar, að dómi síra B. K. Því að »aðaleinkenni þessarar xitiðju virðist vera að gera gabl) að trúarbrögðum og senrja sein berorðastar lýsingar á kynferðismálum. Með þessu á að frelsa heiminn nú á tímum«. En Jiar sem nú róttækar bókmenntir fela eigi í sér fleiri aðalvandamál en þessi tvö, sem bæði eru náttúrlega ósköp ljót, Jtá er víst eigi »hið skáldlega« fyrirferðarmikið 1 þessari »grein bókmennta«, enda lýsir síra B. K. því yfir, að svo sé ekki, heldur liafi »þessi stefna (J). e. róttækar bókmenntir) beinlínis andúð á öllu skáldlegu viðhorfi á lífinu« og »veður í andlegum sóða- skap«. Þetta segir síra B. K., sem leggur fyrir sig, ásamt öðru, að ritdæma bækur í blöðum og tímaritum. Hvað skortir hann? Þekkinguna? Viljann til að skilja? Sann- girnina? Kannske allt saman? Kannske eitthvað fleira? Þetta er kallað skrif um bókmenntir og borið á borð fyrir íslendinga sem slíkt. Róttækar bókmenntir. Ójá. Þorsteinn Erlingsson, Stephan G. Stephanson, Þórberg- ur Þórðarson. ICiljan Laxness, svona eruð Jiið J)á innan- brjósts, Jæssir róttæku rithöfundar, sem maður hélt í einfeldni sinni, að væruð skáld og listamenn, svo sem hezt gerðist á íslandi. Eða Jiið róttæku herrar, sem fyrir- lítið skáldleg viðhorf og skrifið helzt berorðar kynferð- ismála-lýsingar og trúarbragðagabb: Sinclair, Barbusse, Gladkov, Rolland, Anatole France, Scholokoff, överland, Gorki, Andersen-Nexö, Bernhard Shaw. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þessi stel’na »veður í andlegum sóðaskap«. Það var þó lán, að loksins kom fram á mcðal vor svo skarpsýnn og sannsýnn maður, að hann kann l'ull

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.