Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Síða 10
10
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
• Efnishyggjan er að tærast upp í björtu skini nýrrar
þekkingar, sem verkar á hana sem magnaðir eiturgeislar".
Hvílíkar dásemdir hafa þér eigi hlotnazt, vinur. Hví-
lík sannindi flytur þú eigi mannkyninu í þessum fáu,
hógværu orðum, enda þótt líffræðingarnir, lífeðlisfræð-
ingarnir og eðlisfræðingarnir hafi ómögulega getað álpazt
til að reka í þau augun.
Ég vil gerast samverkamaður þinn. Við*) skulum ryðja
hrott öllu þessu dóti, sem í daglegu tali er nefnt þæg-
indi, og við skulum fyrst og fremst kasta vélunum, svo
að vér séum ekki atvinnulausir. Við skulum bannfæra
efnishyggjuna, sem reynir að troða því upp á oss, að vér
séum aðeins »einkennilegt, ósjálfrátt efnasamsull, sem
blindir náttúrukraftar liafi einhverju sinni hrúgað sam-
an af seinheppni sinni«. Síðan skulum við leita frum-
skóganna. Þar skulum við lifa naktir í heilögu, fjálglegu
sambandi við náttúruna. Þar skulum við tigna okkar
ódauðlegu sál, sem er gerð af engu. Þar skulum við
hefja í æðra veldi siðgæðisþroska og mannkærleik. Þar
skulum við vera »rödd hrópandans í eyðimörkinni«, sem
flytur öllum lýðum þennan boðskap: »Varpið frá yður
»tötrunum, sem lykta af efnishyggjufýlunni, sem næst-
»um hefir kæft alla veraldarinnar menningu. Sækið fram
»og notið hverja þá hugsjón, hvert það afl og alla sanna
»þekkingu**) í baráttunni fyrir guðsríki á jörðu.
Friður sé með þér. Sœmundur trúboði.
*) Það skal tekið fram, að hér eru persónufornöfn notuð að fornum
hætti. **) Lbr. vor.
Frá félaginu.
Nýja stúdentablaðið hefur nú göngu sína á þessum
vetri. Var horfið frá því, að gefa það út 1. des., þar sem
sá dagur er almennur fjársöfnunardagur stúdenta.
Hins vegar þykir rétt að taka það íram, að almenna
stúdentablaðið gefur ei"i nú, fremur en endranær, neina
heildarmynd af þeim skoðunum og viðhorfum, sem inn-
an háskólans eru.
Kosningar fóru fram í haust í »Félagi róttækra há-
skólastúdenta«.
Kosnir voru í stjórn:
Egill Sigurgeirsson, stud. jur., formaður.
Friðrik Einarsson, stud. med., ritari.
Kjartan Guðmundsson, stud. med., gjaldkeri.
I varastjórn lilutu kosningu:
Gunnar Cortes, stud. med., formaður.
Steingrímur Pálsson, stud. mag. ritari.
Ketill Gíslason, stud. jur., gjaldkeri.
Þorvaldur Þórarinsson fór fram á, að sér yrði veitt
ausn frá ritstjórn blaðsins sakir annríkis. Var það sam-
jykkt og þakkar félagið honum vel unnið starl. í stað
íans var kosinn ritstjóri Helgi Laxdal, stud jur.
Það gerðist til nýJundu í Félagi róttækra háskóla-
stúdenta, að félagið fékk Kristinn Andrésson, magister,
til að flytja erindi á sínum vegum um Einar Benedikts-
son. Fara hér á eftir nokkur orð, er form. félagsins
ávarpaði hlustendur við þetta tækifæri:
Helgi Scheving, stud jur.,
<ló af slysi síðasfl. haust.
Hann var, þrátt fyrir
ungan aldur, Iandskunn-
ur fyrir baráttu sína
á svidi bindindisniála,
hafði t. d. forgöiif;u uin
Jiað, að stofnað vur Sam-
hand bindindisfclaga í
skólum, og var forseti
Jiess frá liyrjun. Liggur
Jiar eftir liann mikið
starf.
Þegar inenn snúii sér
að einhverju vandaináli,
er fyrst nauðsynlegt að
rannsaka efni Jiess og
orsakir, rætur Jiess í
Jijóðfélaginu. Að slíkri
rannsókn lokinnierfyrst
hu-gt að taka inálið Jieiin
tökum, að lausn Jiess sé
vís. Helgi liafði koinið
auga á það, að þannig var einnig uin áfengisbölið, á því
varð ekki unnið, nema grafið væri fyrir rætur þeirra mein-
semda í þjóðskipulaginu, sem það uærist af. Fyrir því gekk
hann þegar í Félag róttækra háskólastódenta, er hann kom
í háskólann. Og ])ess vegna, og því aðeins, tengdum vór fó-
lagar hans þar við liann bjartar vonir.
Helgi hafði rækilega kynnt sór þau tök, sem fremstu for-
vígismenn bindindisstarfseminnar, Riissar, tóku áfengismálin,
og af þeirri kynningu dró hann hina einu róttu ályktnn, að
öll barátta á sviði Jieirra mála væri baldlaus og sigur í henni
fyrirfram vonlaus, nema hón væri órjófanlega tengd barátt-
unni á móti bölvun og menningarleysi auðvaldsskipulagsins,
baráttunni fyrir hinu stettlausa inenningarskipulagi sósíal-
ismans.
Væri vel geynul minning Ilelga, ef allur sá liópur djarf-
huga æskumanna, sem með lionum stóð í fylkingunni, til-
einkaði sór sjónarmið hans í þessu brýna menningarmáli.
Vór minnumst hins látna fólaga með þakkketi. I>. I>.
»Eins og ykkur sjálfsagt öllum er kunnugt, hafði útvarpsráðið samið
við Kristinn Andrésson, magister, um, að hann flytti aðalrœðuna á 70
ára afmœli skáldsins, Einars Benediktssonar, í útvarpið. En þegar til kom,
neitaði útvarpsráðið honum um flutning þess. Kristinn Andrésson metur
skáldskap Einars Benediktssonar á nokkuð annan mœlikvarða en ýmsir
aðrir, sem náið hafa fundið hjái útvarpsráði, en hann er viðurkenndur
frœöimaður og einhver glöggasti hókmenntafrœðingur, sem við eigum,
og þess vegna viljum við mótmœla ritskoðun útvarpsráðsins á verkum
hans. Þessi fjandskapur útvarpsráðsins gegn nýjum viðhorfum, nýrri við-
leitni, sem leitar annað og lengra að skýringu hlutanna en ýmsir yfir-
horðsmenn útvarpsins eru vanir, er því merkilegri, sem það er skýrt tekið
fram í útvarpsumrœðunum um dagskrárefni útvarpsins af mörgum, eins
og t. d. prófessor Ágiist H. Bjarnasyni, að þeir teldu útvarpshlustendur
ekki svo skyni skroppna, að þeir þyldu ekki að heyra annað en bragð-
laust kjaftœði um allt og ekkert. En með þessu œtlar útvarpsráðið sér
auðvitað að sýna »hlutlpysi« sitt, en það athugar ekki, að með þessu er
það að eyðileggja útvarpið sem menningarmeðal, sem einhver vill hlusta
á, enda er þetta ekki hlutleysi, heldur hlutdrœgni, dekur við hleypidóm-
ana og óheilindin í Jiessu landia.