Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 Sveiim BergsreÍMSSon; Gretdien- 1 bókmenntunum höfum við oft rekið okkur á vissa lýsingu á kvenlegri fyrirmynd (Typus). Við höfum all- flest einhvern tíma á æfinni hrifizt af þeirri lýsingu og sjálfsagt mörg enn í dag, því að þetta er lýsing á kven- legri fyrirmynd. Lýsing á ytra útliti, svo sem vexti og háralit, getur verið breytileg. Fyrirmyndin getur verið ýmist há eða lág, dökkhærð eða I jóshærð, bláeyg eða dökkeyg, grönn eða gild (þó lielzt ekki mjög gild). Síð- an koma eiginleikarnir: æska og fríðleikur, sem eru í rauninni ómissandi eiginleikar, en þeir eiginleikar, sem kóróna hana og gera hana að sannri fyrirmynd, eru sak- leysið og hreinleikinn, sem ljómar út úr bláu eða dökku augunum hennar. Er nema von, að við liöfum dáð þessa fyrirmynd? Og gengi það ekki glæpi næst, að hafa eitthvað við svo fall- ega fyrirmynd að atliuga? Ég býst við, að margur svari því með júi. En nútíminn liefir nú haft svo margt við fortíðina að athuga, að ný yfirvegun á hugtakinu: »fyr- irmynd sakleysis og hreinleika« ætti ekki að valda yfir- liði af vandlætingu. Hver veit, nema eitthvað leynist á bak við fyrirmyndina, sem liefir verið hulið auga aðdá- andans. Við skulum bregða upp lýsingu á einhverri þessari fyrirmynd, sem sýnir hana skýrt, og taka hana úr hópi aðdáendanna. Tökum t. d. vitnisburð eins yngsta ljóðhöfundarins liér á landi, Bjarna M. Gíslasonar. Hon- um farast orð: uð. Og þegar horgarastéttin hefir siglt menningu »sinni« í strand, mun alþýðan íslenzka taka höndum saman við þessa menn og sigla báti sínum til hjartari stranda, leggja djörf höndina á plóginn og brjóta liin nýju lönd. Hún mun hjarga af boðanum öllu því bezta, er borgarastéttin lagði til menningar og framfara, hagnýta það og vernda. Hún mun að maklegleikum heiðra minningu þeirra mamia, er á liðnum tíma hafa unnið að því af alúð og fórnfýsi, að lyfta menningu íslands á hærra stig. En al- þýðan mun einnig fordæma þá menn, sem berja sér á brjóst og syngja bástöfum um heiður báskólans á sama tíma og þeir eru gersamlega áhugalausir um velferð hans og bera hagsmuni bans beinlínis fyrir borð. Hún fordæmir slíkar loddarakúnstir. Ég vil að lokum bera fram þökk til þeirra prófessora, sem borið hafa og bera bag háskólans fyrir brjósti og aukið liafa hróður hans innaU lands og utan. Minningin um fórnfúst starf brautryðjendanna, framtíð og efling is- lenzkrar menningar, þarfir þjóðarinnar ætti að reynast okkur stúdentum og kennurum háskólans næg livöt til þess, að standa jafnan vörð um sannan hag og heiður Háskóla Islands. fypirmyndin. »— — — geturðu hugsað þér l)arminn bjarta, sem bifast við köll hina fagra hjarta og vígt er af sakleysi og sönnum frið. Vinur, líttu á ljúfu meyna með lokkana hjörtu og svipinn hreina og æskunnar sakleysis unaðsblóm. Hún á ekki hroka né yfirlæti — enginn helð ég að maður gæti rænt hana slíkum ríkidóin«. Myndin er skýr og — fögur. Þetta er engin persónu- leg uppfinning þessa höfundar. Ljóðið er ekki annað en bergmál af því áliti, sem sungið befir verið inn í fólkið með Ijóðunum og þulið inn í það með sögunum. I heimsbókmenntunum liefir þessi tegund skáldskapar verið fastur dagskrárliður í öllum þeim flokki skáld- sagna, sem skrifaðar eru handa fólki með bældar hvatir og enda með giftingu söguhetjanna. Saga saklausu stúlk- unnar með bláu eða dökku augun er ekki sögð lengra, enda er hætt við, að skáldunum væri erfitt um að halda áfram æfisögu hennar í sama dúr. Það er of erfitt verk- efni að samræma reynslu og þrautir daglegs lífs við hug- sjónalegt sakleysi. Þessa fyrirmynd, sem mest ber á í hálfrómantískum reyfurum, er einnig að finna í klass- iskum bókmenntum. Við finnum hana hjá Heine: »Du bist wie eine Blume 80 hold und sehön und rein«. Aðdáun á fórnarlyndi konunnar, auðsveipni og tryggð kemur mjög skýrt fram hjá Kleist í Katchen von Heil- bronn. Einna frægust þessara fyrirmynda er þó ef til vill Gretchen í Faust. Saklausa, trygga, einfalda Gretchen hlýtur að standa hverjum, sem bana les, ógleymanleg fyrir bugskotssjónum. Hvar sem þessi fyrirmynd kemur fram, er hún tign- uð og tilbeðin. Sem bókmenntalegt fyrirbrigði hefir hún áhrif á lífið sjálft. Skáldin og skapendur hennar, sem eru undantekningarlítið karlmenn, gróðursetja og rækta hana í meðvitund fólksins, svo að konan fer að trúa því, að hún eigi þá dyggð að bera, sem henni er eignuð og reynir að færa sér hana í nyt. Vitanlega eru það kven- menn, sem komnir eru yfir það stig, sem hin sanna Gretchen stendur á. Þessi skáldlega dyggð slær á við- kvæmustu strengina í sálarlífi konunnar, hégómagirnina, og hún fer bókstaflega að líkja eftir þessari fyrirmynd. Með því að leika liið hugsjónalega sakleysi vel, tekst henni oft að koma vilja sínum fram og lokka út úr karlmanninum það, sem henni er fyrirmunað að ná með öðru móti. Hér sjá allir, að eitthvað óeðlilegt og óheil- brigðt er komið með í spilið .Tökum svo hins vegar liina tegundarhreinu Gretchen-fyrirmynd, því að ekki er allt

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.