Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 8
8
NVJA STÚDENTAHLAUli)
eftirlíkt vara, sem skáldin hafa lofsungið um aldir og
fram á þennan dag.
Við megum ekki gleyma því, að rætur bókmenntanna
fá næringu sína úr lífinu sjálfu. Hreint og saklaust var
í raun og veru tii á hinum »gömlu og góðu tímum« og
er til enn í dag, þótt ræktun þess sé minni í bókmennt-
unum, nema hjá einstaka eftirleguskáldum. sem gleyma
því, að fortíðin liggur að baki þeim. Ef við virðum fyrir
okkur hina tegundarhreinu Gretchen-fyrirmynd, hvert
er þá einkenni hennar? Hið »blíða, hreina og skæra«,
sem skáldin hafa tilbeðið, lýsir sér fyrir sjónum hins
hlutlausa, raunsæja áhorfanda sem feimni, óframfærni
eða hjáræna. Þetta eru þau nafnorð, sem honum myndi
detta fyrst í hug. Raunsær nútímamaður lætur sér ekki
nægja ytri einkenni ein. Hann rýnir sálarlífið, sem gef-
ur útlitinu sakleysissvipinn. Þá finnur hann, að það,
sem mótar þennan svip, er undarlegt tóm, skortur á
lífsreynslu; óvitund og úrræðaleysi gagnvart hlutlægum
fyrirbrigðum veruleikans. Hann skyggnist enn lengra,
leitar að orsök. Úr bláu, saklausu augunum les hann
misheppnað uppeldi, úrelta fordóma og siðaprédikanir,
sem fyrir löngu eru óframkvæmanlegar í sjálfu lífinu
og valda því eingöngu truflun á eðlilegri þróun sálar-
lífsins hjá viðkomandi unglingi og skilur hann eftir úr-
ræða- og varnarlausan, þegar hann þarf sjálfur að fara
að hugsa og framkvæma. Það úir og grúir í íslenzkum
bókmenntum af lýsingum, sem sýna, hvernig hin »dyggð-
uga« mær, nýkomin úr föðurhúsunum í hið ólíka »synd-
um spillta« umhverfi, fellur fyrir fyrstu freistingunni,
sem mætir henni. Þar að auki kannast flestir við slík
»æfintýri« úr sjálfum veruleikanum. Astin er notuð sem
yfirskin, og Gretchen-fvrirmyndin, sem er samgróin »hin-
um hreinu dyggðum«, glæpist á henni í trúgirni sinni.
Glöggt dæmi þess sýnir Zuckmayer á einum stað í
»Fröhlicher Weinberg«. Það er Gyðingur, farandsali, sem
dregur unga, ásthneigða stúlku inn í geymsluhús til að
ná samvistum við hana. Hún veitir honum mótstöðu,
þangað til hann fullvissar hana um »eilífa ást« sína.
Gamli »frasinn« nægir. Þannig eru ástarheit og önnur
fögur orð skæð vopn í höndum ófyrirleitinna manna,
hvar sem Gretchen-»typan« verður á vegi þeirra. Yið
sjáum á þessu, hvernig ástatt er fyrir henni, þegar hún
kemur í nýtt umhverfi, sem hefir, 1 fljótu hragði séð,
allar heimsins lystisemdir að hjóða. Annars vegar strang-
ar, óraunhæfar uppeldisreglur, hins vegar hennar eigið
eðli. Með þessu er teflt fram tveimur »ég«-um á móti
hvoru öðru í sálarlífi hennar. Hún á í ráðvilltri barátlu
við sjálfa sig. Ákvörðun, sem gerð er eftir slíka baráttu,
lendir oftast út í öfgar. Hún velur annað og lokar aug-
unum fyrir því, sem hún hafnar. Þar er enginn meðal-
vegur. Þetta er árangur hins stranga uppeldis. Það er
fjandsamlegt veruleikanum. Þótt hún sé alin upp við
ströngustu siðareglur, þá er hún þó allt af kvenmaður.
Eðlilegt og óþvingað uppeldi skapar aldrei neina Gret
chen með sakleysi, þ. e. þekkingar- og úrræðaleysi, í
augum. Frá barnæsku kynnist stúlkan öllum hliðum
lífsins og varar sig á freistingum þess. Hún stendnr
aldrei ráðvillt og úrræðalaus með hendur í skauti sér
og bíður þess sem verða vill. Hún veit, hvað hún vill.
Líf hennar verður ekki barátta milli tveggja andstæðra
»ég«-a. Það er ómögulegt fyrir skáldin að nota hana sem
sakleysis-fyrirmynd. Þetta er nútímastúlkan, sem kyn-
slóðin frá í gær hristir höfuðið að og finnst siðspillt.
Munur þessara tveggja tegunda liggur í uppeldinu.
Uppeldið kennir nútímastúlkunni: Jafnaldrar þínir af
gagnstæðu kyni eru félagar þínir. Umgengni við þá á að
vera óþvinguð og eðlileg. Yeljirðu þér einhvern af kyn-
ferðilegri þörf, þá er hann samt sem áður fyrst og fremst
félagi þinn. Reynslan kennir henni að dýrka ekki, tilbiðja
ekki, heldur standa sjálfstæð, jafnvel liálf lramandi gagn-
vart honum vel vitandi það, að þau eru tveir einstakl-
ingar, sem bæði eiga sín réttindi, sjá glöggt galla hans,
en meta þó manninn í honum, þrátt fyrir allt.
Uppeldið kennir Gretchen—fyrirmyndinni: Þú ert
dýrmætt og fjarlægt hnoss (hlutur), sem þarf að keppa
eftir og sigra. Þér er aðeins einn útvalinn. Þangað til
liann kemur, átt þú að bíða með langlundargeði dyggð-
ug og hrein. Helzt máttu ekki kynnast neinum öðrum.
Þegar liann kemur, kemur hann tilbiðjandi fegurð þína
og dyggð, og þegar þú svo ert gengin í heilagt hjóna-
band, þá áttu að vera manni þínum auðsveip og undir-
gefin.
Þótt henni sé ekki sagt þetta með orðum, þá drekk-
ur hún í sig þennan uppeldisanda í heimilislífinu, þar
sem faðirinn er einvaldur og dýrkun karlmennskunnar
situr í öndvegi. í fáum orðum er munurinn þessi:
Nútímastúlkan er aktiv.
Gretchen er passiv.
Þessi siðíræði og árangur hennar, Gretchenfyrir-
myndin, er engin ímyndun. Fyrirmyndin hefir ver-
ið dýrkuð allt frá fyrstu tímum liinnar yfirborðsfáguðu
menningar. Eftir að hún komst inn í bókmenntirnar,
hafa þær stuðlað að því, að lialda fyrirmyndinni sem
hreinastri: saklausri, einfaldri, auðsveipri, tryggri. Mynd-
in verður þar fögur hlekking. Ef til vill liggur aðal-
blekkingin í þeim mun, sem er á bókmenntunmn og
lífinu, því að sagan og Ijóðið endar með giftingu, þegar
Gretchen innheimtir alla jafnan sín laun, en líf'ið held-
ur áfram, meðan hún tekur út á þau aftur. Áður tiJ-
hiður maðurinn konuna. I hjónahandinu tilhiður kon-
an manninn. Áður gerði maðurinn sig að Jjræli kon-
unnar (1 orði kveðnu), nú er konan ambá.tt mannsins.
Árangur gömlu siðfræðinnar, sein fær ljóma sinn frá
fyrirmynd sakleysis og hreinleika, og konan ber úr
hýtum, er þá annað tveggja: Þrælkun í hjónahandi eða
»hrösun« eins og áður er lýst. (Undir þennan lið heýra
ekki þær, sem nota aðdáun karlmannsins til að auka
vald sitt og dýrð. Þær liafa aldrei verið á valdi þessar-
ar siðfræði, heldur hafa þær hana á valdi sínu). Hver
er svo frumrótin að þessum blekkingaleik? Það hefir