Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 5
NVJA STÚUKNTABLAÐIÐ
5
l^orvaldm- Þórarinsson:
Heidnr háskólans.
Á Alþingi 1909 voru samþykkt lög um stofnun Há
skóla íslands, eftir margra ára harða baráttu. Um ára-
tugi höfðu hinir heztu og einlægustu ÍTainherjar íslenzkr-
ar sjálfstæðisbaráttu alið í brjósti hugmyndina um sjálf-
stæða íslenzka þjóð, ekki aðeins efnahags- og stjórn-
skipulega, heldur einnig og umfram allt andlega sjálf-
stæða þjóð, sem um alþýðumenntun og liverskonar menn-
ingu stæði öðrum þjóðum fullkomlega á sporði. En til
þess að slíkt mætti takast, töldu þessir inenn nauðsyn-
legt að koma hér á fót innlendri vísindastarfsemi, sem
auðvitað hlaut að fá beztan grundvöll, ef hér var stofn-
aður háskóli. Sem íulltrúa þessarar hugsjónar nægir að
nefna þá Jón Sigurðsson forseta, glæsilegasta og óeigin-
gjarnasta foringja hinnar þjóðernislegu frelsisharáttu Is-
lendinga, hinn alkunna skörung Benedikt Sveinsson sýslu-
mann og Björn Jónsson ráðherra, að ógleymdum Skúla
sýslumanni Thoroddsen. Fyrir öllum þessum mönnum
og fjölda annara framsýnna og frjálshuga samtíðarmanna
þeirra vakti fyrst og fremst nauðsyn og heill hinnar
vaknandi íslenzku þjóðar. Öllum var þeim ljóst, liverj-
um annmörkum það var bundið, að reisa hér frá grunni
af litlum efnum sjálfstæða vísindastofnun. En þessir
menn gerðu það, sem í þeirra valdi stóð. Og háskólinn
var stofnaður og tók til starfa 1911. Honum var til
bráðabirgða fengið húsnæði í Alþingishúsinu og starfs-
kraftar eftir því, sem föng stóðu til.
Þeir menn, sem gert höfðu að veruleika hugsjónina
um íslenzkan háskóla, liöfðu leyst hlutverk sitt vel af
hendi, eftir því sem framast var unnt á þeim tíma. En
þeir gerðu þá kröfu til eftirmanna sinna, að þeir slægi
skjaldborg um liinn unga háskóla og héldu áfram bar-
áttunni fyrir vexti hans og þroska. Þeir trúðu því, að
ræktarSemi við þessa stofnun, sem svo mikla baráttu
hafði kostað, trúin á vísindin, samfara heilbrigðum metn-
aði, myndi reynast nóg til að efla gengi háskólans og
skipa honum á bekk með hliðstæðum stofnunum, þar
sem þær gerast beztar erlendis. — —
Nú eru liðin 24 ár síðan háskólinn var stofnaður.
Hvernig er nú eftir 24 ár komið hugmyndinni um full-
kominn íslenzkan háskóla og vísindastarfseminni í sam-
handi við hann? Við skulum aðeins líta á staðreyndir.
Háskólinn er enn til liúsa í kompum Alþingishússins,
þrátt fyrir það, þótt nemendatala hafi þrefaldast síðan
hann var stofnaður. Háskóladeildirnar eru ennþá aðeins
fjórar eins og í upphafi. Kennslukröftum hefir í rnörg-
um tilfellum stórhrakað, í öðrum staðið í stað. Mér þykir
sennilegt, að í 3—4 embættum sé um framför að ræða.
Hverjir eiga sökina á þessu ófremdar ástandi? Alþingi
og hinar mörgu ríkisstjórnir, sem setið hafa hér, eiga
sinn þátt, stúdentar eiga sinn þátt, en langstærstan þátt-
inn eiga þó prófessorarnir, forráðamenn háskólans, menn-
irnir, sem tóku við þessu óskabarni brautryðjendanna
1911. Hugsjónadeyfð og heigulsháttur margra þessara
manna í haráttu fyrir bættum kjörum háskólans, eða al-
gert viljaleysi til slíkrar baráttu, hefir verið svo áber-
andi, að margir liafa talið það einkennandi fyrir starf-
semi og mannval háskólans, og virðast vart eða ekki
hafa komið auga á þá menn í kennaraliði skólans, sem
jafnan liaía rækt kennslustörf sín og vísindaiðkanir með
frábærri alúð og samvizkusemi og unnið traust nemenda
sinna og erlendra stéttarhræðra. En þessir menn eru því
miður allt of fáir, hinir fyrnefndu of margir, og lijá
þeim og þeirra líkuni liggur liöfuðsökin.
Hinir andlega daufu prófessorar liöfðu smám saman
komið þeirri skoðun inn hjá valdhöfum landsins, að há-
skólinn væri einkisverð stofnun, sem ekkert væri ger-
andi fyrir. Áhrif þessa hal'a löngum komið fram í full-
komnu hirðuleysi valdhafanna um hag og heill háskól-
ans, en nú síðast heinlínis í árásum á hann (sbr. till.
Jónasar Jónssonar á Alþingi 1934 og nýsamþ. lög um
rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna).
Fyrir rúmu ári tók til starfa Happdrætti Háskóla Is-
lands. Ágóðanum skyldi varið til liáskólabyggingar. Allir
unnendur háskólans fögnuðu þessu og töldu nú hinn
gamla draum um sjálfstæðan háskóla, vísindastofnunina,
vera að færast út í veruleikann. En Adam var ekki lengi
í Paradís. Nú í marz sl. berst mönnuni til eyrna sú
fregn, að meirihluti Háskólaráðs liafi afsalað a. m. k. 200
þús. kr. af ágóða Happdrættisins, helmingurinn verður
endurgreiddur smátt og smátt á 10 árum til stofnunar,
sem háskólanum er, og verður um ófyrirsjáanlegan tíma,
algerlega óviðkomandi. Er þetta mál rækilega tekið fyrir
á öðrum stað hér í blaðinu, og skal ég því ekki fara
nánar út í einstök atriði þess. Álirif þessa eru þau, að
ekki verður liægt að hefjast handa um háskólabyggingu
fyr en í fyrsta lagi á árinu 1939. Almennur stúdenta-
fundur var lialdinn um málið og var meirihluti Háskóla-
ráðs þar hvattur til að gera grein fyrir framkomu sinni
á viðunandi og eðlilegan hátt.
Jú takk! Það stóð ekki á því. Ágúst H. Bjarnason tók
til máls. Sá hafði nú ekki óhreint í pokanum! Það, sem
réð afstöðu lians, var, nú eins ogætíð(!), heiður háskól-
ans utan lands og innan (sic)!!! Að öðru leyti var ræða
hans ineð þeim eindæmum, að sennilega liefir það aldrei
komið fyrir í veraldarsögunni, að prófessor í rökfræði
hal'i haldið aðra eins ræðu 1 áheyrn nemenda sinna og
samkennara. Það væri freistandi að gefa lesendum blaðs-
ins stórt sýnishorn af ræðu hans. En sakir þess að rúm
er ekki aflögu til slíks, læt ég mér nægja, að hirta
smækkaða mynd af ræðunni, einkum rökfræðilegu hlið-