Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 1
"NXTA STUDENTÁBIÁÐIÐ GEFIÐ ÚT A F „FÉLAGI RÓTTÆKRA STÚDENTA" Upton Sinclaip: A vörO! i Útdráttur úr ræðu, sem Upton Sinclair flutti á rithöfundaþingi í San Francisco seint á síðast- liðnu ári. Upton Sinclair. Þegar ég var litill drengur, bjó ég um tíma lijá afa mínum í Ballimore. Hann var methodistaprestur, og þrisvar á dag varð ég að lúta höfði, meðan afi flutti borðbænina með lokuðum augum: „Vér þökkum þér, herra, fyrir mat og drykk“. Eins og sjá má af þessu, var borðbænin ekki löng, en stráksi var matbráður og var þvi innilega þakklátur fyrir, hve stutt hún var. Þegar ég eltist og fór að taka þátt i hinni sósíalist- isku hreyfingu, datt mér í hug að semja sósíalistiska borðbæn. Ég ætla að loka angunum, og þið skuluð lúta höfði, og svo ætla ég að hafa yfir sósíalistisku borð- bænina mína: „Þeim, sem unnið bafa að framleiðslu þessarar fæðu, án þess að öðlast laun fvrir vinnu sina. helgum við þá orku, sem fæðan veitir okkur.“ Nú er bæði lil sú fæða, sem litlir drengir og annað fólk neytir, þegar það situr til borðs, og svo fæða ann- arrar tegundar, sem ekki er þýðingarminni. Það er sú fæða, sem sálin og skynsemin þurfa á að halda, bin andlega fæða. Það, sem ég vildi segja liinum ungu rit- höfundum í Vesturríkjunum, er það, að fæðan, sem þeir neyta, erframleidd af stritandi fólki i þeirra cigin landi, fólki, sem ekki öðlast laun fyrir vinnu sina. ()g þess vegna standa þeir í mikilli þakkarskuld við þetta fólk og verða að launa því á þann hátt, að leggja fram stnrf sitl í þágu þess. Ég vildi mega óska þess, að þegar liinir ungu rithöfundar sitja við ritvélina sína, þá muni þeir eftir þessari sósíalistisku borðbæn og segi: Þeim, sem unnið liafa að því, að gera mér kleift að lifa mínu ró- lega lífi, afla mér þeirrar þekkingar og menntunar, sem ég liefi hlotið og' njóta þeirrar gleði, þess vaxtar og þeirr- ar viðurkenningar, sem mér liefir fallið i skaut, — en þetta allt er hið dýrmætasta, sem lífið hefir að bjóða — þeim, sem unnið hafa að framleiðslu þessarar fæðu, án þess að öðlast laun fyrir vinnu sina, Iielga ég þá orku, sem ég legg i starf mitt.“ Það, sem ég segi, er ekki bara „orð, orð“ eða setning- ar, sem hljóma vel í eyrum. Ég bið ykkur að minnast þeirra ólirekj anlegu sanninda, að i þessari veröld okk- ar geta rithöfundar ekki verið án fæðis, lnisnæðis og klæða, geta ekki neitað sé um ritvélar, pappír og ýms lífsins þægindi. Og ég bið ykkur ennfremur að minn- asl þess, að i járnsmiðjunum og á skipasmíðastöðvun- um þræla menn fyrir sultarlaun, að í verksmiðjunum slíla konur og börn út'kröftum sínum við illa aðbúð og ófullnægjandi kjör. Þegar kreppan skellur yfir, verða milljónir manna atvinnulausar og nevðast til að gerast flakkarar og beiningamenn. Yfir þessari þjóð vofir skugginn af ægilegri holskeflu, sem við áður höfum séð nálgast aðrar þjóðir og steypast vfir þær, fvrst Ítalíu, svo Þýzkaland og nú síðast Spán. Aldrei í sögu veraldarinnar hefir verið brýnni þörf en einmitt nú fvrir skáld og rithöfunda, andans menn, sem finna og játa skyldur sínar við fólkið og ábvrgð gagnvart því. Þótt ég væri gæddur mælsku Dantes, væri mér ómögulegt að gefa fullnægjandi lýsingu á þeim ógnum, sem hin nánasta framtíð getur fært okkur og öllum öðrum siðuðum þjóðum, sem byggja þenna heim. A1 Capone, glæpamannaforinginn, sem nú situr í fang- elsi fyrir utan San Fráncisko, er stjórnvitringur liá- lærður maður og stjórnvitringur — samanborið við þá menn, sem i dag sitja við stýristaumana í Italiu og Þýzkalandi. Fvrir hér um bil tólf árum siðan voru hækur mínar bannaðar á Ítalíu; fvrir þrem, fjórum árum voru þær brenndar í Þýzkalandi, og nú alveg nýlega barst mér sú fregn, að þeim hefði verið fleygt út úr bókasöfnun- um í Austurríki. Það má segja, að þetta sé óþægilegt

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.