Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 3
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 3 annast börnin, sem vanalega voru mörg, (það þólli nefnilega konunnar stolt og prýði, að ala sem flest börn, sérstaklega sonu, sem síðar gætu orðið hermenn. Þessar kenningar liafa nú nazistar og fasislar tekið upp og eru montnir af), varð hún að stunda jarðrækt og þess háttar, þar sem mönnum þóttu naumast önnur verk sæma en bardagar, dýraveiðar og' smíðar. Enda gekk konan kaupum og sölum (sbr. orðið brúðkaup), og lengi fram eftir öldum réðu frændur gjaforði, sem og iiðr- um málefnum hennar. Það er fyrst á miðöldum, sem verkaskiptingar meðal kvenna fer að gæta að mun. Þangað til hafði mestur hluti þeirra verið búsmæður eða vinnandi á heimilun- um, en á miðöldum fækkar giftingum mjög. Orsakir þess voru fyrst og fremst hin tíðu strið og bardagar, sem þá geysuðu. Einnig var einlífi kirkjunnar hér þátt- ur í, og loks lögðu ,,gildin“*) sinn skerf á þá skál. Þar var sveinum bannað að stofna eigið heimili. Þetta varii til að þrýsta konunni út í iðnaðinn. Til að draga fram lífið, varð liún að þræla frá morgni til kvelds á verk- stæðunum, fyrir kaup, sem varla nægði fyrir brýnustu nauðsynjum hennar ( t. d. voru laun saumakvenna í Pósen: 1. árið ekkert, 2. árið 10 mörk á mánuði og eftir 10 ár hæst 30 mörk á mánuði). Svipuð saga gerist á Englandi. Þegar landbúnaðurinn þar brundi í rústir nm 1800, þyrptist fólkið úr sveitunum til bæjanna og inn í verksmiðjurnar. En vegna bins lága kaupgjalds nægði vinna heimilisföðurins hvergi nærri til að ala önn fyrir fjölskyldunni, og varð því konan að leita þangað líka. En kaup það, sem hún fékk, var i himinhrópandi ósam- ræmi við afkösl hennar. Stærsla stigið í þessa átt tekur þó konan í ófriðnum mikla. Þá eru verkamennirnir sendir til vígstöðvanna i hundruð þúsunda tali, en eftir verða lconur, börn og gamalmenni. Þetta fólk þyrpist nú i verksmiðjurnar, en þar sem konurnar eiga engin stéttarsamtök, nota vinnuveitendur tækifærið til að þrýsta kaupinu duglega niður. Kaupinu, sem sarntök verkamanna höfðu þá þeg- ar liækkað að stórum mun. Og þó að nokkuð hafi þokazt í áttina síðari árin, þá helzt kaupmunur karla og kvenna enn svipaður, og það eins eftir að vélamenningin hefir að miklu leyti þurrkað út afkastamun þeirra. Fylgja misréttisins eltir konuna til hverra nýrra landnáma, sem hún vinnur á sviði atvinnulífsins. Það væri bæði synd og skönnn, að geta ekki kirkjunn- ar í þessu sambandi. Hún hefir tekið illvíga afstöðu móti jafnrétti konunnar, enda reisir kirkjan kenningar sínar á óumbreytanlegri Biblíu, en sú Bililía lieldur vitanlega fram skoðunum samtiðar-höfunda hennar í þessum málum. Afturlialdið heldur fast við hinar úreltu skoðanir um stöðu konunnar i þjóðfélaginu, og þó komið bafi verið *) Félö{i iSnaðarmanna. Prófessor Guðniundnr Thoroddsen fimmtugup 1. febr. sídastlidinn. r;,H. j: . .i'l A -- ’ ' Guðmundur Tliorodd- seii fer ekki að liælti þeirra maiina, sem setja á sig reigingssvip, í hvert sinn, er þeir sjá einhvern, sem komið befir inn í þenna heim nokkrum ár- um síðar en þeir, — og hefir því ékki hlotið þekk- ingu á við þá: Það sést bezt af framkomu hans við nemendur sína. Aldrei skammir, aldrei lítilsvirð- ing, aldrei báðglósur. í kennarastóli er Guðniundur Tlioroddsen gentlémaður í búð og hár. Og vissulega kunnum við nemendur bans að meta ]iað. Allir sæmilega hugsandi nemendur kunna að meta þá kennara, sem líta á þá eins og menn, en ekki eins og einhverja óæðri tegund. Enda er Guð- mundur vinsæll mjög af nemendum og engu síður, þótt oft sé haft orð á þvi, að erfitt sé að taka bjá honum liáar einkunnir. Annars er þetta aðeins eitt af mörgu, sem skapar álit það og virðingu, sem hann nýtur. Hann er skýr og nákvæmur kennari í bezta lagi. Og enginn okkar efast um færni hans sem skurðlæknis. Ef lil vill er það við skurðarborðið, þegar bann togast á við dauð- ann, sem við veitum lionum mestu athygli. Þá finn- um við bezt yfir liverju hann býr, þessi vfirlætislausi, rólegi maður, sem vinnur verk sitt af leikni og örvggi liins þaulæfða manns, og aldrei sést fipast og aldrei bregða, hvað sem á dynur. Ef hægt væri að sæma nokkurn mann, sem eg þekki, eiúkunnarorðunum: • Hægfara, en ósigrandi, þá væri það Guðmundur Thoroddsen. Læknanemi. á réttarlegu jafnrétti, helzt sama ástand þó lítið breytt. " Eitt af því, sem konunni hefir verið fundið til foráltu, er draumhygli liennar og vöntun á lilutlægni. Sjálfsagt er eitthvað til i þessu. En slikt eru vafalaust áunnin einkenni, sem eiga rót sína í aðstöðu hennar á liðnum öldum. Það er fullkomlega eðlilegt, að þeir, sem litla eða enga möguleika hafa til að raunhæfa langanir sin- ar, leiti sér svölunar í draumum og skýjaborgum. Má i því sambandi benda á tilorðningu þjóðsagnanna á mestu eymdartímum islenzku þjóðarinnar. Sterkustn rök andstæðinga kvenréttindanna eru þaú, að jafnrétti konunnar leggi heimilin í rústir, og vitan-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.