Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 4
4
NÝJA STÚDENTABLAÐIB
Guðmundur Böðvarsson:
Varðmenn.
Banastunur blær að vorum eyrum
bar um Jeiksins svið.
Sprengjugjótur fylltar feigðarmyrkri
í’Jöklu augum við.
Eyðileggingi Allt í tjóni og dauða,
— engin sýn er slík:
Sléttan flaut í blóði. Á báðar hendur
bræðia minna lik.
Og um okkar brjóstvörn sundurbrotna
— bar liún ótal sár —
hnyklaðist enn í hinu rauða rökkri
reykjareimur blár.
Okkar slitnu og velktu varðmannsstakka
vindur næddi í gegn.
Ofan úr svörtum sörgarský jum himins
seytlaði næturregn.
Allt í kring, á víð og dreif i valnum,
voru menn að þjást,
dauðasárum særðir. FaJlnir fyrir
frelsi og bróðurást.
Hug minn ungan liraus við þrautum slíkum,
helsærð var mín trú,
og ég mælti i örvæntingu minni:
AJlt er tapað nú.
lega verðux- ekki hjá því koniizt, að ineð núverandi
fyrirkoinulagi verður konan að velja inilli réttinda og
hjónabands. Slíkt verður þó að teljast gallar heimilis-
rekstursins, fremur en óréttmæti jafnréttisins. Enda má
færa fyrir því gild rök, að heimilishaldið eigi í vænd-
um gagngerðar breytingar. Skipulagslega er húshald
nokkurskonar heimilisiðnaður, og því skyldi það ekki
taka breytingum liliðstæðum þeim, sem iðnaðurinn lief-
ir tekið? Enda yrðu nýtízku þægindi þá fyrst almenn-
ingseign, er margar fjölskyldur byggju félagshúi, auk
þess sem samuppeldi barnanna gerði þau vafalaust fé-
lagslegri og betri þjóðfélagsmeðlimi.
íslenzkar konur! Látið ekki staðar numið við réttar-
farslegt jafnrétti. Látið ekki kynskjall og gamaldags
riddaramennsku afturbaldsins stöðva ykkur i sókninni
fyrir raunverulegu jafnrétti.
Við, sem eitt sinn áttum von um sigur —
— eklvi meir um það. —
Félagarnir eftir dörruð dagsins
dreifðir sitt á hvað:
í fénda vorra umsát, eða seldir
undir dauðans barm —,
fáninn, sem við allir einu hjarta
unnum--------Hvar e r hann?
Þegar um mig eins og myrkur lagðist
ósigursins sekt,
barst mér svar þitt æðrulausum orðum:
Eitt er nauðsynlegt:
Gleyma aldrei hinu mikla marki,
inyrkt þó verði um sinn,
telja aldrei töp sín, missa aldrei
trúna á málstaðinn.
Víst er nokkuð misst, en margt i hættu
meira en féll í gær.
(iamall, feigur heimur eitur-illsku
okkar kynslóð slær, —
dauða-umbrot skrýmslis, ekkert annað,
oss er sigur vís,
þó að kuldi, hiti og hungur þjái
hermenn tíma nýs.
Bráðum dagar, bróðir. Enn mun lyftast
baráttunnar tjald, —
hinu djarfa, hreinskilna og sanna
hnekkir ekkert vald.
Undir föstu, glöðu göngulagi
glymur jörðin senn.
Bráðum nálgast hjálpin, hundruð, þúsund
hetjur, okkar menn.
Margt til styrktar mér þú fleira sagðir,
— minnist eg þess vel.
— Yfir dirfsku manns og heiðsýn hugans
hvar er vald þitt, hel? —
Og eg gekk sem æfintýra barnið
undir þína hönd,
sá i skyggni þinni, í þraut og voða,
þúsundanna lönd.