Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Page 6

Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Page 6
6 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ er. Við neytum allra ráða, áður en við gefum leyfi lil, að fótur eða hönd sé tekin af hinum sáru mönnum. Sjúklingarnir okkar eru okkur ekki óviðkomandi menn.“ Hann þagnar snöggvast, þessi lági, þrekvaxni, elju- sami maður, sem lagði frá sér visindastörfin, til þess að láta í té praktiska aðstoð, hann lokaði rann- sóknarstofu sinni, tók með sér þaðan allt, sem að gagni mátti verða handa spítalanum og flulti það hingað — og nú eyðir hann orku sinni hér, önnum kafinn og óþreytandi. „Fasistai’nir gera okkur erfitl fyrir,“ segir hann. ()g við sjáum, að svo er. Er við göngum inn í skurðarstof- una, liggur landvarnarliðsmaður þar á horðinu. Hann hlaut sár sitt á vígstöðvunum í Sierra. Hann liafði að- eins hlotið eitt skot í fótinn, en sárið var ljótt að sjá. Dum-dum-kúlan hefir tælt sundur fótinn; holdflyksurn- ar lafa, beinflísarnar standa út úr sárinu. öml og stun- ur hins særða manns fvlgja okkur eftir út á ganginn. Hann er langur og flísalagður. Margir voru ])eir, sent særðust fyrslu daga stríðsins, þegar sjálfboðaliðarnir fóru á vígstöðvarnar i Sierra- fjöllunum, lil þess að verja hersveitum Mola leiðina til höfuðstaðarins. Þrjár þúsundir rnanna fóru af stað; þrjú hundruð komust ósærðir af. En fórn þessara lietja forðaði Madrid frá árás fasistahersins að norðan. Óvin- irnir urðu að stöðva framsókn sína; áhlaupi þeirra á vatnsbólin í Sierrafjöllunum var hrundið. Vatnslaus hefði höfuðborgin ekki staðizt þessa heitu sumardaga. Félagi Max Salomon, Þjóðverji, var einn þeirra, er háðu þessar fyrstu orustur. Hitataflan við rúm hans í spítala 5. herdeildarinnar, bar volt um, að liann þjáð- ist enn i dag af sárum sínum. Hann reis þó upp við dogg, en með erfiðismunum. Hann vildi ákafur full- vissa okkur um, hve þungbært og erfitt stríðið væri. en hve vel gengi þó, þrátt fyrir allt, og því myndi á- reiðanlega vera lokið nú með sigri þeirra, „hefðu þeir ekki neitað okkur um vopn“. Dr. Planelles ýtir honum ofan á koddann aftur og hvetur hann á þýzku til að vera rólegan. „En maður getur þó ekki ....,“ maldar félaginn 1 móinn. Svo lætur hann undan — sársauka sáranna, frekar en skipunum læknisins — þagnar og þrýslir hendur okkar. „Batnar honum?“ „Við verðum að koma honum til heilsu aftur, hvað sem tautar. Hann er einn úr hópi þeirra þúsunda, spm við getum verið hreykin af. Hreysti hans er á allra vörum.“ Og svo, nokkrum dögum seinna, er við förum til Sier- ra og Buitrago, þar sem Francisco Galen hafði aðal- herstöðvar sínar, benda landvarnarliðsmennirnir á víg- stöðvunum okkur á klett einn, „Þýzka kleltinn“ nefna þeir hann, þar hlaut Max Salomon sór sín. Spítalinn er nýtízku bygging, en þó varðveitir liann grundvallaratriði Márastílsins. Við göngum eftir löng- um, skuggarikum svölum, og við komum i garð einn innan húsa. 1 miðjum garðinum er gosbrunnur, sem rís hærra en pálmarnir og kaktusarnir, sem umhverfis standa. Læknirinn fer með okkur inn i lierbergi ungrar stúlku. Hún litur til okkar glöðum augum. Þau eru dökk og lítið eitt skökk. Hún var læknir og slarfaði við brjóstveikraheilsuhæli í Guadarama. Þangað sendu fasistarnir þýzkar og ítalskar flugvélar, sem vörpuðu sprengjum yfir sjúkrahúsið og barnahælið. Þrjátíu og tvær sprengjuflísar særðu kvenlæknirinn. Þegar dr. Planelles lyfti léttu ábreiðunni, sást, að stúlkan var vafin þykkum sáraumbúðum um mjaðmir, kvið og brjóst. En hún hló og lyfti krepptum hnefa í kveðju- skyni. Rauða hjálpin hefir yfir að íráða þremur slíkum sjúkraliúsum, en jafnframt tekur hún þátt í slarfi Rauða krossins. Hún leggur á ráðin og liefir eftirlit um hönd. Einnig sér hún um barnaheimili 5. herdeild- arinnar. Þangað liafa verið tekin um 120 hörn varnar- liðsmanna og varnarliðskvenna, sem herjast á vig- stöðvunum. „Þau skortir ekkert,“ sagði forstöðumaður lieimilis- ins brosandi við okkur, „nema,“ — og alvara færðisl yfir andlit hans — „þau geta ekki sofið í svefnstofun- um á næturnar. Við verðum að láta þau sofa í kjall- aranum, svo að þau séu örugg fyrir sprengjukasti flug- vélanna." Ekki er dr. Planelles ánægður með harnaheimilið. Hann hristir höfuðið. „Svæðið er of lítið, og garður er þar enginn; þetta er ekkert þar,“ segir hann. „Við reis- um nýtt, fullkomið heimili, eins og börn landvarnar- liðsins okkar verðskulda.“ Og nú ber hreinasta æfintýri að höndum. Læknir- inn linnir ekki látunum, fyr en við leggjum af stað með honum út úr borginni, all-langt, og förum full- hratt yfir. Heljar-mikið járnhlið lýkst upp fyrir okk- ur. Bíllinn rennur inn á mjúkan sand. Þetta er gata i skemmtigarði. Og á meðan skýrir dr. Planelles okk- ur frá þvi, að skemmtigarður þessi hafi verið ónotað- ur og umhirðulaus árum saman. En samkvæmt kröfu sinni hafi Rauða lijálpin tekið hann til hagnýtingar. Hér mun barnaheimilið rísa af grunni. Rúmum hefir þegar verið komið fyrir í litlu höllinni í öðrum enda garðsins. En það er aðeins til bráðabirgða. „Sjálft barnaheimilið byggjum við á grundinni þarna,“ segir læknirinn. Og á eftir doktornum verðum við að halda út úr forsæluvernd trjánna, út á grund- ina i steikjandi geislaglóð hádegissólarinnar. Af vör- um leiðsögumanns okkar fáum við að heyra það á leið- inni, að slyngasti húsameistari Spánar hafi lokið við uppdrætti og áætlanir varðandi byggingu heimilisins.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.