Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
7
Mér verður iitið til samferðamanna minna, fulltrúa
Rauðu hjálparinnar frá Frakklandi, Italíu, Belgíu og
Austurriki. Þeir mæla ekki orð frá vörum; þeim er ef
til vill hið sama í hug og mér: Víst má vera, að hann
sé áhuga- og framkvæmdasamur, þessi læknir, en ekki
er hann með öllum mjalla, skýjaglópur er hann.
„Gætið að ykkur,“ lirópar læknirinn og stekkur á
undan okkur yfir skurð. Og þarna stöndum við nú í
raun og sannleika á klettinum, þar sem heimili l)arn-
anna á að rísa — um það er ekki að villast; við sjá-
um með eigin augum, að þegar er byrjað að grafa
í'vrir grunninum. Sólskinið er brennandi; það gufar
upp af grundinni.
Rétt ulan við Madrid hafa óaldarsveilir fasistanna
aðsetur. Ofan frá fjöllunum herast skotdrunurnar. í
nótt, sem leið, hrukkum við upp úr svefni við sprengju-
kast fasistaflugvélanna. En hér eru þeir að byggja
barnaheimili, eins og ekkert sé um að vera. Á sömu
slóðum og harðvítugustu bardagar geisa, eru þeir farn-
ir að leggja grundvöllinn að hamingjurikri framtíð.
„Haldið þið ekki, að það takist vel, félagar?“ spvr
dr. Planelles. Við höldum það ekki; við erum þess full-
vissir. Við tökum undir með honum lirærðir í huga.
A heimleiðinni minntist eg þess aftur fyrst, með livaða
hætti dagur þessi liafði bvrjað, og þá var sem ljós rynni
upp fyrir mér.
í spítala 5. herdeildarinnar liafði læknirinn fylgt okk-
ur inn í lítið lierbergi. Rúm var þar inni, þvottal)orð
og stóll. Ekkert sérstakl var þar að sjá.
„Hér dó einn félagi,“ hafði læknirinn sagt. „Hann
harðist í landvarnarliðssveitunum í Sierra og særðist
hættulega, hlaut skol í kviðinn. Þeir komu honum of
seint hingað. Byssan hans var á börunum, er þeir
komu með hann. Hann vildi ekki láta liana frá sér,
svo að við urðum að leggja hana við lilið hans í rúmið.
Það var augljóst, að liann myndi ekki lifa til morg-
uns, svo að við sendum eftir konu hans. Hún vakti yfir
honum fram undir morgun, þá lézt hann, eftir miklar
þjáningar, sem við gátum því miður allt of litið sefað.
Hún var mjög stillt og þess varð varla vart, að hún
gréti. Hún fór utan yfir í gráa samfestinginn, sem mað-
ur hennar hafði verið í. Nú var liann rifinn og hlóð-
storkinn. Svo tók hún byssuna úr rúminu og hengdi
hana á öxl sér. Hún tók í hönd okkar allra, að skiln-
aði, og lét i ljós, um leið og hún fór — svo sem til af-
sökunar, að því er helzt virtist — að ekki mætti vera
einum færra á verði þarna upp frá.
Og læknirinn hafði svo hætt við frásögn sína: „Hald-
ið þér, að nokkru sinni takist að hrjóta á bak aftur
þetta fólk, — ef við verðum ekki svikin með öllu?“
(Das Wort, des. ’36).
E. Magn. þýddi.
Neytenda-
samtðkin.
II.
Pöntunarfélag
Verkamanna.
Jens Figved
framkvæmdarstjóri.
Á skrifstofu Pöntunarfélags verkamanna liittum við
Jens Figved, framkvæmdarstjóra, og biðjum hann að
lejrsa frá skjóðunni.
— Pöntunarfélagið er orðið lil úr nokkrum smáfélög-
um hér í bænum, segir framkvæmdarstjúrinn. Ýmsir
verkamenn og heimilisfeður, er komið höfðu auga á
hinn mikla mismun útsöluverðs og lieildsöluverðs, höfðu
slegið sér saman í hópa og kevpt vörur af heildsölum
til eigin þarfa. Fyrir tveim árum var snúizt að því, að
gera innkaup allra þessara félaga sameiginleg. Varð
það upphaf Pöntunarfélagsins. Brátt sáu félagsmenn
það, að sameiginleg húð væri einnig hepj)ilegust og fau-ð-
ist félagið síðan smátt og smátt i það liorf, sem það
er nú. Var helzt farið eftir sænskum fyrirmyndum, en
raunverulega gekk félagið sömu slóðina og kaupfélög-
in íslenzkn fóru áður fyrr i aðalatriðum.
— Stóðu ekki aðallega verkamenn að stofnun félags-
ins?
— Jú, í byrjun, en nú hefir það meðlimi af öllum
stéttum. Vöxtur þess hefir verið ör, stofnendur voru um
300, en nú er meðlimatalan yfir 1700. Til jafnaðar koma
nú um 60—70 nýir félagar á mánuði.
— Hafíð þér verið framkvæmdarstjóri frá hyrjun?
— Já. En fyrsti formaður félagsins var Stefán Árna-
son ökumaður á Grimsstaðaholti. Var hann fulltrúi sam-
takanna þar i stjórn félagsins. Á öðru árinu tók Þor-
lákur Ottesen verkstjóri við formennsku félagsins og
hefir hana nú á hendi.
— Og hvað svo um starfstilhögunina?
— Sem vitað er, leggur félagið aðaláherzluna á lágt
vöruverð. Við miðum að vísu enn við staðverð og verð-
um því að leggja misjafnt á hinar ýmsu vörutegundir,
meðan áhrifa okkar í verzlunarlífi bæjarins gaetir ekki
meira en orðið er. Félagsmenn gera pantanir tvisvar i