Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 9
NÝJA STÚDENTAULAÐIÐ
9
liafa tekið höndum tveim. Þaö eru ljóð (iuðmundar
Böðvarssonar: Kyssti mig sól.
Þessi ljóð eru frábær að viðkvæmri, ljóðrænni mýkt.
Út úr hverri vísu skín sú nautn, er skáldið hefir af því
að yrkja vel og listrænt. En kvæði þessi eru meira en
alvörulaust daður við ómfögur lýsingarorð og léíta
háttu, þau eru óður alvörugefins og djúphuguls manns.
Þau eru óður hóndans, sem virðist skilja hlutverk lifs
síns ofan í kjölinn og þær einföldu og heilbrigðu hvat-
ir, sem að baki því liggja og „brýna vinnudug“ hans:
-----„draumurinn um eiginn arin, sem að biður
„Skilst engum þeim, er dansar flökkufótum
„Skilst engum þeim, er danzar flökkufótum.“
farvegalausum sveimi á gatnamótum.“
En skáldið sér út yfir sinn þrönga verkaliring, þólt
það skilji gildi hans. Og þrá hinna afskekktu einvrkja-
skálda eftir víðara og fjölbreyttara lífi, hirtist oft og
víða i kvæðum þessum. Þrá eftir að kynnast straumiðu
hins stóra heims, nýjum æfintýrum, yrkisefnuin. Fyrsta
kvæðið i hókinni er helgað þessari ást á hinu fjarlæga,
óþekkla. Og skáldið bregður sér nú heldur en ekki úl
fyrir túngarðinn, alla leið suður til Mekka! Það þráir
ópalliti hinnar fjarlægu horgar, roðasteinana, liljóðleik
musteranna. En -— fótur vor er fastur:
„— — einn ég verð á eyðimörku
eftir kyrr og horfi á,
þegar aðrir tjöld sín taka
tafarlaust við fyrsta skin,
á úlfaldana klyfjum kasta,
kveðja hina grænu vin.“
G. B. er glöggskyggn á íslenzka náttúru, enda er þess
að vænta af íslenzkum bónda, og skáldi að auki. Hann
virðist hafa mjög næmt auga fyrir litum og lithrigðum
í náttúrunni. Tökum t. d. annað kvæðið í hókinni: „t
október“. Það minnir á haustmálverk i sterkum litum:
„Kuldaleg ársól á hélaðar heiðar
hellir árroðans sterka lit.
Gulnaðir runnar i gráu hrauni
gráta laufum í andvarans þyt.“
Breiður lyngsins eru Ijósrauðar, haustmorguninn „hvít-
málar klettanna svöru þil“, o. s. frv.
Inn í fjöldamörg kvæði Guðmundar er ofið náttúru-
lýsingum, hárfínum og fögrum.
Ástakvæði hans er full ástæða til að minnast á; þau
eru einn fegursti þáttur ljóðagerðar lians. Þau taka ekki
á sig neinar fáránlegar og óhugnanlegar myndir, eins
og stundum hefir viljað hrenna við í okkar eftir-stríðs
skáldskap. Ástaljóð G. B. túlka einlægar og mannlegar
tilfinningar og eru smekkvís.Iplum á „Þú veizt það“:
„Hví kemur þú ennþá með augun btá
innst inn í hjartans drauma?
Hví kemur þú, barn, með hið bleika hár,
sem bylgjandi geislastrauma?
Sjá! það var aðeins sumarást,
og sumarið eltist og dó.
I>að veiztu, það veiztu þó.“
Laglegt kvæði er „Ástaljóð", sem hefst á þessum lin-
um, sem geyma sannleik, sem e. t. v. hefir haft meiri
áhrif á kveðskap margra skálda en flest annað: „Sum-
ir vrkja æfintýri, aðrir lifa það.“ — En eitl allra feg-
ursta kvæðið i hókinni er „Kysstu mig sól“. Það er perla
í íslenzkum ástakveðskap. Það er látlaust, en ríkt af
trú á lífið og ástina. Þegar haust og sorg þjarmar að,
þá kemur liin átján ára sól lífsins:
„Þá hló hún inn í mitt hjarta,
hár mitt hún strauk og kvað:
I-Iorfðu í augu mín, ef þú getur,
ástin mín, gerðu það —
og segðu svo: Það er vetur.
Þá sviku mig rökin, og siðan
syngur í huga mér
hinn hjúfrandi blær og bin hrynjandi bára,
hvar sem, hvar sem ég fer:
Nú er hún átján ára.
En eitt merkasta kvæðið í bókinni er „Svéitaskáld".
Það er æfisaga hinna mörgu, snauðu alþýðuskálda, sem
hak við endalaust stríðið áttu sinn listaheim, „því fá-
tækir, snauðir og aumir allir — þeir unna sólinni mest-“.
G. B. er ekki bardagamaður, a. m. k. ekki í þessum
ljóðum sinum. Og eg tel það alls ekki illa l'arið. Goð
kvæði hafa alltaf sin áhrif, þótt eigi séu þau auglýsing-
ar sérstaks stjórnmálaflokks eða stefnu eða flaggi há-
værum slagorðum úr dægurþrasinu og reki „agitalion“
á kostnað listarinnar. Slík kvæði verða aðeins sem hvell-
andi bjalla við hlið listrænna kvæða, sém reist eru á
persónulegri reynslu og tilfinningum. Skáldin ættu jafn-
an að hafa hugfast, að listin hefir að nokkru leyti til-
gang i sjálfri sér. Ljóðelskur maður hefir eflaust eilt-
hvað svipað yndi af skáldskap og söngelskur maður
af söng. Því fá þær skoðanir, sem skáldið vill leggja
höfuðálierzlu á, hetri hljómgrunn i hugum lesenda, ef
það leitast við að gefa hugsunum sínum listrænan bún-
ing, en glevmir ekki öllu sliku vegna ofurkapps.
G. B. er tvímælalaust listamaður og skáld gott. En
nokkuð þykir mér þess gæta, að blær (stemning) kvæða
hans er fremur tilbréytingarlítill og viða skortir fjör
og léttleika. Hann ætti að „slá sér lausuin“ hér eftir
meira en hingað til.
Og hér eftir munum við, sem unnum ljóðum og list-
um bíða þess með óþreyju, að hann yrki fleira og birtþ
Ragnar- Jóhannesson.-