Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Side 10

Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Side 10
10 NYJA STÚDKNTABLAtíltí Raudip pennnr II. Rauðir pennar eru komnir á ný. Sú nýlunda, er þeir voru í fyrra, er ekki lengur tilraun, leitun að baráttuformi í von og óvon. Þjóðin hefir sýnt nieð viðtökum sínum, að hún kann að meta hispurslausan, fræðilegan málaflutning. Rauðra penna verð- ur beðið með eftirvæntingu hér eftir. Enda eiga þeir það fylli- Iega skilið. Um samtíð og samtíðarverk er erfitl að dæma. Ekki sizt þeg- ar viðfangséfnið er sótt í dægurþvarg lífsbaráttunnar, á litlar rælur í fortíð og smáa váxtarmögúieika í framtíð. Því verður báráttan um dægurinálin löngum gljúpur grundvöllur undir hugsun áhorfandáns, sem vegna einnar eða annarrar ástæðu stendur utan við stríðið sjálft, en vill fylgjast með og greina skýrt, hvað fram fer. Hins vegar hefir hvikan í íslenzku þjóð- lífi :— stjórnmálabaráttan — lagt áhorfendum síniun næsta fá gögn upp í hendurnar, er sameiiiuðu i sér reynzlu forlíðarinn- ar, dægurbaráttu og vísindi liðandi stundar og iirlaúsnir á vanda- málum morgundagsins. Þegar okkur er fengin i hendur víðsjá í formi Rauðra penna, er því eðlilegt, að viðbrigðin verði snögg. Því er sízt að leyna, að Rauðir pennar skera sig djarft út úr klið fjöldans. Málaflutningur þeirra er rólegur en einbeitt- ur, boðun þess málstaðar, er veit réttlætið og sönnunargögnin sín inegin, öðlast örugga túlkun í Jiessu formi. Það nútima- slagorð, að sá hafi bezt, er hrópar hæzt, vikur fyrir Rauðiun pennum. Þeir flytja hvorki hróp né handafum. Úr sundurleit- ustu efnum hefir liöfundum þeirra tekizt að reisa breiða brjóst- vörn skoðanafrelsis og þjóðfélagsgagnrýni. Hér eftir getur eng- inn borið þeini á brýn, að þeir hviki úr fremstu röð með vand- aðan málaflutning. Hvarvetna lýtur hinn pólitíski áróður sögu- legum og þjóðfélagslegum lögmálum, cins og jjau eru viður- kennd af vísindalegum rannsóknurum, með tilliti til liðins og yfirstandandi tima. Þeim, sem standa utan við stjórnmálabarátluna — eða rélt- ara sagt — þéim, sem lítinn virkan jiátt taka i henni, er baett bú með Rauðum pennum. í þeim getur skoðandinn feng- ið hispurslauSa greinargerð á stéfnu þeirra manna, er að ]>eim standa. Hverjum virkum þátttakanda í stjónmálabaráttunni, er minnkunarlaust, að laka þá sér til fyrirmyndar um val rök- semda, flutning, fágun og ótrauðan áhuga. Róttæk íslenzk alþýða er vel á veg komin með Rauðum pénn- um. Vinir „pennanna“ treysta þvi, að það komi aldrei fyrir þá að „gráta burt á efri árum æsku sinnar frjálsu spor“. K. S. Til íesendanna. i . Vegna vaxandi vinsælda Nýja stúdentablaðsins og óska lesenda jtess, hefir nú verió ákveðið að stækka það þannig, að ])að kemur framvegis út 7 8 sinnuin á ári, og koslar árgangurinn nú kr. 3.00 fyrir áskrifend- ur. — Er þess vænst, að þessari ráðstöfun verði vel fck- ið, og mun verða kostað kajtps um að gera það sem bezt og fjölbreyttasl úr garði. Hafa ýmsir af vinsælustu rithöfundum og fræðimönnum landsins heitið til jx'ss aðstoð sinni. Ritstjóraskipti hafa orðið við blaðið nú um áramótin. — Karl Stráiid hefir látið af ritstjórn jiess, og jiakkar blaðið honum vel unnið starf, en við hefir tekið til bráðabirgða Helgi Laxdal, fyr- verandi ritstjóri þess. NiJA STÚDENTABLAÐIÐ. Gefið út af Félagi róttækra stúdenta, Reykjavík. Kemur út 7—8 sinnum á ári. Árgangurinn kostar kr. 3.00. í lausasölu kr. 0.50 eintakið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Laxdal, stud. jur., Brekkustig 19. Afgreiðslumaður: Bjarni Vilhjálmsson, stud. mag., Stúdentagarðinum. Auglýsingastjóri: Haukur Iíristjánsson, stud. med., Stúdentagarðinum. Það eru hyggindi, sem í hag koma, að skipta við — i Kaupfélag Reykja vikur ÚTSÖLUMENN. 1 þeim sveitum og þorpum landsins, sem Nýja slú- dentablaðið hefir enga umboðsmenn, óskar það eftir duglegum mönnum, sem gerast vildu útsölumenn jiess. Skrifið til blaðsins sem fyrst. FelafcsprentMnwi),-.

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.