Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 2
Mcrkasta þýðing ársins 1947: JOHANN KRISTOFER eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn ROMAIN ROI.LAND Fyrsti hluti Jxessarar heimsfrægu skáldsögu er nú kominn iit í íslenzkii þýSingu Þórarins Bjöins- sonar skólameistara. HALLDÓR KILJAN LAXNESS segir i ritdómi um Jóhann Krístófer: „Ég þekki fáar bækur unaðslegri en Jóhann Kristófer, iesandinn lifir í nokkurskonar „öðru ljósi“ undir lestrinum, og þó skynjun höfundarins á mannleg efni sé furðu alger, og hvergi farið í launkofa með neitt, er einlægni lians alltaf jafnhátiðleg, og lesandinn finnur sig ævinlega í nxxlægð hins undursamlega.... Þó höfundurinn sé fjarlægur nútimanum í skilningi á fólki, athurðum og hugmyndum, þá stendur nútímalesandi eigi að síður berskjaldaður fyrir þeim yndis- þokka ofar stíl og stefnu, sem honum er gefinn í svo rikum mæli. Svo einföld getur bók verið og þó svo mikilfengleg; að lesa hana er í senn nautn og menntun .... Því má ekki heldur gleyma, að þýðing Þórarins Björnssonar er merkilega vel gerð; auk þess sem hún lýsir virðingu höfundarins fyrir hinu einstæða verki sem hann færist í fang að gefa löndum slnum, þá hefur hann gullvæga heimanfengna þekkingu á íslenzkri túngu, .... svo það er eitt fyrir sig unaður að lesa jafnfágaða íslenzku og þá sem maður þessi hefur á valdi sínu." I>jódviljinn 8. jcbrúiv. JÓHANN KRISTÓFER fœst í öllum bókabúðum. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR ÞJOÐYILJINN — blað Samciningarjlohks alþýðu — Sósialislaflokksins nýtur sivaxandi útbreiSslu og úlits sem aSulmálgugn hinnar róltæhu og stórhuga alþýSu íslamls. Arið 1936 hóf ÞjóSviljinn göngu sína á ný sem daghlað róttæks og stórhuga verklýðsflokks. Nafnið gaf Theódóra Thoroddsen, hin þjóðkunna ágætiskona, er unnið liafði með manni sinum að hinum margþættu störfum hans, verið hans önnur hönd við Þjóðviljann eldri. Theódóra sá og skildi, að einmitt hin róttæka alþýða íslands til sjávar og sveita hélt áfram starfinu, sem þau Skúli höfðu varið ævi sinni til, — að alþýðan ein var þess megnug að berjast til úrslita- sigurs fyrir íslenzkan málstað og óskoruð mannréttindi. Þannig er nýi Þjóðviljinn tengdur lilaði Skúla Thoroddsen, og sívaxandi útbreiðsla blaðsins er vitnisburður islcnzku þjóðarinnar uin það, að hún telur lilaðið ekki kafna undir nafni. Gerist áskrifendur með því að skrifa eða síma í ajgrcibslu ÞjóSviljans, Skólnvörðustíg 19, Reykja- vík, sími 7500. Blað islenzku þjóðarinnar ÞJOÐVILJINN

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.