Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 21

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 21
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 19 GUÐMUNDUR H. ÞÓRÐARSON, stud. med.: \ Hvað veldur afstöðu Það munu ekki vera miklar ýkjur, þótt sagt sé, að fyrir stúd- entaráðskosningarnar í haust hafi ríkt ,,paník“ í liði Vökum'anna. Þeir horfðu fram á það með óútmálanlegri skelfingu, að nú mundu þeir missa meirihlutann i stúdentaráði. Allur áróður þeirra mark- aðist fyrst og fremst af þessari örvæntingu. Þar var gripið í hvert liálmstráið á fætur öðru, sem flest reyndust þó í veikasta lagi. Geir Hallgrímsson, sverð og skjöldur Vöku, óð fram á rit- völlinn og hugðist sanna stúdenlum í eilt skipti fyrir öll, að kapítalisminn væri hið eina þjóðfélagsform, sem ætti rétt á sér. En einnig í baráttu þessarar mestu stríðshetju Vöku rak hvert klámhöggið annað. Grein Geirs Hallgrímssonar er að finna í kosningablaði Vöku frá s. 1. hausti, bls. 4—5, og er hún 8 kapítular auk formála og niðurlagsorða. I þessari grein ræðir G. H. um tekjuskiptingu í kapítalísku og sósíalísku þjóðfélagi og kemst að þeirri niðurstöðu, að í kapítalísku þjóðfélagi sé tekjuskiptingin réttlátari en í sósí- alísku. Að vísu er langt frá -því, að tekjuskipting í þrengstu merkingu þess orðs sé eina ágreiningsefnið milli sósíalisma og kapítalisma. T. d. mun það vera veigameira atriði, að framleiðslu- tækin eru rekin á heilbrigðari grundvelli í ríki sósíalismans en í kapítalísku þjóðfélagi og að sósíalisminn er lækning á einu mestu þjóð’félagsböli vorra tíma, viðskiptakreppunum. Að vísu eru öll þessi atriði svo nátengd hvert öðru, að varla er hægt að taka eitt út úr og segja, að það sé mikilvægast. En athugum svo tekjuskipt- ingarkenningar G. H. 1 fyrsta kapítula kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að tekjuskiptingin geti aldrei orðið jöfn, og skilst mér helzt á honum, að launin eigi að fara eftir afköstum og vinnugæðum og svo „ábyrgð“ viðkomandi manns. Ég er sammála G. H. í þessu atriði. Launinn geta aldrei orðið hnífjöfn, því að mennirnir eru mjög misjafnir, hvað dugnað og hæfni snertir. En Geir hefur bara láðst að geta þess, að í okkar kapítalíska þjóð- skipulagi er tekjuskiptingin alls ekki byggð á þessu prinsipi, heldur þvert á móti. Þar er það vænlegra til fjár að láta aðra vinna fyrir sig en vinna sjálfur. Tekjur stórútgerðarmannsins eru að hverfandi litlu leyti að þakka afköstum hans sjálfs, heldur kemur þar fyrst og fremst til greina atorka sjómannanna og ann- arra undirmanna þessa atvinnurekanda. — Þegar G. H. talar um ábyrgð, þykir mér sennilegt, að hann hafi haft í huga þessa marg- umtöluðu „ábyrgð“ og jafnvel áhættu alvinnurekandans, sem leggur alla fjármuni sína í eitthvert fyrirtæki og á það svo á hættu, að allt fari á hausinn, ef illa gengur. Hvenær hefur at- vinnurekandi verið látinn sæta ábyrgð fyrir gjaldþrot? Ég hygg, að þess séu fá dæmi. Hins vegar munu vera þó nokkur dæmi þess, að gjaldþrola atvinnurekandi hafi lifað góðu lífi þrátt fyrir á- fallið og jafnvel lagt í annað fyrirtæki eftir grunsamlega stuttan Geirs Hallgrímssonar ? tíma. Að vísu er teóretískur möguleiki á, að liann dunki afnahags- lega séð niður á móts við vel efnaðan verkamann, en þess munu þó fá dæmi. Ef við höldum svo áfram með dæmið um sjómanninn og út- gerðarmanninn. Hjá hvorum er áhættan meiri, stórútgerðarmann- inum, sem á það á hættu að verða ekki nema 10—20 sinnum auð- ugri en sjómaðurinn, eða hjá þeim síðarnefnda, sem leggur líf silt og þar með efnahagslega velferð fjölskyldu sinnar í hættu við að afla verðmætanna? Ég hygg, að svarið geti tæplega orðið nema á einn veg. Heldur ferst G. H. klaufalega, þegar hann tekur dæmið um þá nágrannana Jón og Pétur. Ég þekki a. m. k. engan sósíalista, sem dytti í hug að fara fram á það við Pétur þennan að vinna 4 tíma í eftirvinnu kauplaust. Frekar gæti ég ímyndað mér, að einhver kapítalískt sinnaður maður færi fram á slíkt, ef dæma má eftir framkomu þeirra í baráttu launþeganna fyrir bættum kjörum. f öðrum kapítula reynir höf. að sýna fram á, að tekjuskipting hins kapítalíska þjóðfélags leiði til þess, að menn leggi á sig erfiði „umfram það, sem minnst er krafizt“ og ennfremur, að þessi umframvinna (sennilega þá eftirvinna og næturvinna) sé því nær eina vinnan, sem leiði til framfara. Ég held, að jafnvel margir Vökumenn séu þeirrar skoðunar, að hægt sé að vinna að framfaramálum í dagvinnu. í þriðja kapítula hyggst Geir sanna, að í ríki sósialismans sé tekjuskiptingin „handahófsákvörðun“, en í ríki kapítalismans sé hins vegar fyrir hendi öruggur grundvöllur, þar sem séu „sam- skipti manna“ eða „liinn kapítalíski markaður“. Fyrri álvktunina byggir höf. á því, að lítil líkindi séu til, „að hinar ýmsu stéttir og starfsgreinar kæmu sér saman um ákveðin hlutföll“, og mundi þar ,,hver toga í sinn skekil“ og allt loga í óeirðum, unz „fá- mennu ráði“ yrði falið að skera úr, en hjá þessu ráði mundi úr- skurðurinn vera handahóf (sennilega kasta þeir bara upp fimm- eyringi!) Þessi röksemdafærsla sýnir, að Geir hefur aldrei reynt að skilja, hvað launabarátta er. Þess munu vera sárafá eða engin dæmi, að tveir launaflokkar hafi barizt innbyrðis um það, hvor eigi að fá hærri laun. Hins vegar hafa hinar ýmsu stéttir laun- þeganna oft og tíðum staðið hlið við hlið í baráttunni fvrir bætt- um kjörum. Auk þess mundi ákvörðunin um launahlutfall milli hinna ýmsu starfsgreina verða nákvæmlega sama vandamálið.hvort sem um er að ræða sósíalískt eða kapítalískt þjóðfélag, því að það er nú einu sinni svo, að jafnvel í paradís kapítalismans er meirihluti þjóðfélagsþegnanna launþegar. G. H. segir að vísu, að í auðvaldsþióðfélaginu laxeri þetta allt af sjálfu sér, því að launa- hlutföllin ákvarðist þar af „hinurn kapítalíska markaði“, og skilst mér, að hann eigi þar við lögmálið um framboð og eftirspurn.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.