Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 4
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ kosningarrétti og kjördæmaskipun. Síðan hefur þessi flokkur, þrátt fyrir ýmiskonar sýndargengi öðru hvoru, jregar bezt hef- ur látið, verið stefnulaust rekald í íslenzkum stjórnmálum. Þing- flokkinn hefur ýmist borið uj>p í fjörur íhaldsins eða Framsókn- ar, en hinn sorglegi grunur okkar, sem vorum ungir, róttækir sósíalistar 1930, hefur Jjví miður rætzt að fullu. Alþýðuflokkur- inn hefur ekki fundið sósíalismann aftur síðan hann sagði skil- ið við hann árið 1930. II. Þegar ég kom í háskólann haustið 1930 áttu sósíalistar og rót- tækir vinstri menn ekki miklu fylgi að fagna. Menn undu þar glaðir við sitt eftir sæmilega sumaratvinnu (þeir sem háðir voru }>vílíkum smámunum), og flest embættismannaefnin töldu horfur góðar að loknu prófi. í frægðarvímu Aljjingishátíðarinnar og glasaglaumi stúdenta- mótsins um vorið munu fáir þeirra hafa veitt athygli lítilli, hjá- róma rödd, sem gerði tilraun til að rjúfa pólitíska }>ögnina. í blaði, sem Jafnaðarmannafélagið Sj>arta gaf út í júnímánuði 1930, var lýst yfir J>eirri staðreynd, að stórfelld kreppa væri að skella yfir auðvaldsheiminn og að sú krepj>a væri undanfari nýrrar heimsstyrjaldar. Málgagn Alj>ýðuflokksins tók þessu eins og hverri annarri fjarstæðu, og varð }>á ljóst að ekki var til setu boðið fyrir íslenzka sósíalista. Strax um haustið 1930 stofnuðum við, sem vorum meðlimir Jafnaðarmannafélagsins Spörtu, nokkur samtök með okkur innan háskólans og leituðum bandalags við aðra róttæka stúdenta. Hvgg ég þetta séu fyrstu skipuleg samtök vinstri manna í háskólanum, með víðtæk félagsleg markmið. Ekki er þörf að nefna einstaka forystumenn þessara samtaka, því að þeir áttu flestir drjúgan þátt í stofnun og starfi Félags róttækra háskólastúdenta. Síðar þetta sama haust tókum við, Sj>örtumennirnir, þátt í stofnun Kommúnistaflokks íslands. Eftir það má segja að félagar þess flokks hafi mjög haft á hendi forystu um samtök vinstri manna í háskólanum næstu tvö árin. Það mun ekki hafa verið ætlun okkar róttækra sósíalista í há- skólanum að einskorða samtök okkar við liáskólann sjálfan eða félagsmál stúdenta eingöngu. Ymsir okkar gerðu sér þá þegar alveg ljóst að efla varð hér á landi sósíalistískan verklýðsflokk, og við settum okkur greinilega það markmið að halda við tegnsl- unum á milli menntamanna úr alþýðustétt og alþýðunnar sjálfrar. I- stuttu máli: við ætluðum að reyna að koma í veg fyrir }>að, að börn alþýðumanna yrðu viðskila við stétt sína, þólt þau gengju menntaveginn. En hér var nokkuð við raman reip að draga. íhalds- söm stúdentasamtök og afdankaðir afturhaldsmenn innan þeirra reyndu óspart að koma þeirri skoðun inn hjá stúdentum, að þeir væru orðnir einskonar yfirstétt um leið og þeir settu á sig pott- lokið, óháðir efnahítgs- og jafnvel siðalögmálum annarra }>jóð- félagsþegna. „Stétt“ þessi átti auðvitað ekki að taka neina ábyrga afstöðu til þjóðmála. Hún átti helzt að vera einhverskonar kjöltu- rakki íhaldsins. Svo virðist sem sumir stúdentar hafi ætlað að sætta sig við slíkt hlutskipti, sbr. eftirfarandi orð úr stefnuskrá Stúdentablaðsins, sem hóf göngu sína árið 1924: „Blað það, sem hér birtist. hið fyrsta sinn, er ekki stofnað til þess að vinna fyrir neinar ákveðnar stefnur í félags eða menntamálum.........Því er ckki ætlað að ganga fram fyrir fylkingar í neinni baráttu “ Ætli nokkrir menn hafi sett sér markið lægra? Kreppan eftir fyrri heimsstyrjöldina hafði veitt ]>jóðinni }>ung- ar búsifjar á margan hátt. Hin rólynda, íhaldssama embættis- mannaslétt varð að afsala sér yfirsléttaraðstöðu, sinni í hendur nýríkra stríðsgróðamanna. Þeir embættismenn, sem vildu láta sín að einhverju getið, en skorti metnað eða hugsjónir til heilbrigðs andófs, gengu á mála hjá hinni nýju stétt spákaupmannanna. En með því að laun þeirra máttu sín einskis, leiddi þetta af sér allskonar pólitíska spillingu. Fjárbrallsmenn keyptu upp jarðir bænda fyrir okurverð í hinum hálfu krónum dýrtíðaráranna, en eftir að innflutningsheildsalar og peningamenn Reykjavíkur höfðu knúið fram gengishækkunarbrjálæði sitt samtímis eðlilegu verð- falli utanlands, dundi slík verðlækkun á útflutningsvörum lands- manna, að mikill fjöldi bænda og smáútvegsmanna fór með vonar- völ. Þessar stéttir áttu ekki hægt með að kosta börn sín til lang- skólagöngu á árunum fyrir og eftir 1930. Þó var aðstaða verka- manna jafnvel enn verri. Ofan á þetta bættist ströng nemenda- takmörkun við Menntaskólann í Reykjavík árið 1927. Ef ekki Iiefði notið við Gagnfræðaskólans á Akureyri og Flensborgarskól- ans, hefði tæplega þurft að búast við mörgum stúdentum úr al- þýðustétt eftir 1930. Sem betur fer hefur aldrei í sögu íslands tekizt að einskorða menntun og þekkingu við eina stétt, og það tókst heldur ekki í þetta sinn. Hinsvegar var hlutfallslega of mikið af stúdentum úr þeim stéttum, sem ekki þekkja atvinnuvegi Islendinga af eigin reynd og skortir virðingu fyrir hinni gömlu menningarhefð þjóðarinnar. Verkefni okkar alþýðumanna í háskólanum var ekki aðeins í því fólgið að treysta samheldni okkar innbyrðis, heldur og jafn- framt í því að kynna efnilegum menntamönnum úr borgarastéttum sósíalismann og vinna þá til fygis við hugsjónir alþýðusamtak- anna. Á árunum 1930—1932 gerðum vii^nokkuð að því að halda uppi leshringum um almenn þjóðfélagsmál og sósíalisma. Enn- fremur reyndum við að afla okkur bóka um meginstefnur í bók- menntum, vísindum og listum samtíðarinnar. Ekki átti þessi fræðslustarfsemi okkar samt miklum skilningi að fagna, því að tvívegis á þessum árum man ég til þess að rektor háskólans synj- aði okkur um húsnæði í þessu skyni (1 stofu 1 stund á viku). Það var einmitt og ekki sízt þessi landlæga tregða, sem við ætluð- um okkur að berjast gegn, hvort sem hún kom fram hjá stúdent- um eða kennurum. Ég segi fyrir mig, að þótt ég hafi, aldrei verið andvígur líkamlegri áreynslu, þá er það óhagganleg skoðun mín, að efnum og orku háskólans væri betur varið til hagnýtrar fræðslu um félagsleg viðfangsefni en til að reisa musteri fyrir liand- knattleik. III. Þegar um 1930 var hreyfing nazista í Þýzkalandi orðin allsterk, og sýndi sig brátt að kenningar hennar fundu góðan hljómgrunn hjá íhaldinu á Islandi. Barátta róttækra stúdenta í háskólanum hlaut því snemma að snúast gegn áhrifum nazismans á mennta- menn, en þeir reyndust hér, eins og víðar um lönd, furðu ístöðu- lausir gegn hinum ísmeygilegu „rökum“ nazista. Einkum féllu

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.