Merki krossins - 01.11.1939, Qupperneq 3
Heilag'ur Páll postuli segir: »Lim-
irnir eru margir en líkaminn einn«.
»Kris,tur er höfuðið«, segir hann enn-
fremur. »Þegar allur líkaminn er út
frá honum samanfeldur og samtengd-
ur og sérhver taug innir sína þjón-
ustu af hendi, með starfskrafti, er
svarar því sem hverjum einstökum
er gefi,nn, þá verður það til þess, að
líkaminn vex og uppbyggist í kær-
leika«.
1 þessum líkama Kinsts vinnur sér-
hver limur sitt starf, sem er eign
allra hinna limanna, eijns og sagt er
í fyrsta Korintubréfi: »Guð setti lík-
amann svo saman, að hann gaf þeim,
sem síðri var, því meiri sæmd, til
þess, að ekki, yrði ágreiningur í lík-
amanum, heldur skyldu limirnir bera
sameiginlega umhyggju hver fyrir
öðrum. Og hvort heldur einn limur
þjáist, þá þjást allijr limirnir með hon-
um, eða einn limur er í hávegum
hafður, samgleðjast allir limirnir
honum«. — Þessi orð heilags Páls
postula kenna oss um hið dásamlega
samfélag heilagra, það er að segja
réttlátra manna hér á jörðu, og ef
vér skiljum þetta, þá höfum vér fyr-
irmynd til þess að skilja hið umfangs-
meira samfélag heilagra, sem sam-
einar allar sálir réttlátra manna, sem
eru í þessu lífi og í öðru lífi„ Þetta
samfélag er hið lifandi samband á
milli sálna réttlátra hér á jörðu og
þeirra, sem eru skilnar við í kærleika,
Guðs, hvort sem þær eru þegar hjá
Guði eða þar, sem þær eiga að verða
hreinsaðar. Því eins og sagt er í Op-
inberunarbókinni: »Ekkei-t óhreint
getur komist í himnaríki«.
Vér eigum að minnast hinna fram-
liðnu, en af því sem sagt er hingað
til, getið þér skilið, að vér munum
ekki tala um þær sálir, sem eru þeg-
a,r hjá Guði, því þær þurfa enga
hjálp, en aðeinsi um þær, sem eru
skildar við en þurfa ennþá á hiálp
að halda; vér nefnum sameinmgu
þeirra: Hina líðandi kirkju.
Á meðan vér erum hér í heiminum,
eigum vér að ávi,nna oss kærleika
Krists, með því að breyta eftir því,
sem hann hefir skipað oss; vér eigum
að vinna meðan dagur er, því eins og
Kristur segir ossi: »Það kemur nótt,
þegar enginn getur unnið«. Heimur-
inn er akurinn, sem lætur illgresið
spretta eins vel og hveitið. 1 öðru lífi
er eilíf uppskera, þar getur enginn
aukið hamingju sína, þar getur eng-
inn áunnið sér neitt framar. Til þess
að líta Guð, á sálin að vera, hreinsuð
af hinum minstu blettum, hún á að
vera laus við allar illar tilhneiging-
ar, ekki hinn minsti ágreiningur má
vera milli, hennar og Guðs, hún á að
vera eftir boði Krists »fullkomin, eins
og hinn himneski, faðir er fullkom-
inn«. En eru slíkar sálir til? Eigum
vér ekki að spyrja með orðum ritn-
ingarinnar: »Hver fær staðist fyrir
Drottni, þessum heilaga, Guði?«
Vér vitum úr sögunni, að aðrir eins
menn hafa verið til og enn eru slíkir
menn uppi, sem eru svo fullkomnir,
en reynslan sannfærir oss um það,
að flestir menn skilja við án þess að
hafa náð því takmarki; þeir skilja
við, án þess að hafa lagt til sinn siö-
asta skerf til eigin fullkomnunar.
Þessar sálir eru að vísu sælar. af
því þær eru vissar um að þær munu
sjá Guð, að þær munu ekki fara á
mis við hina eilífu sælu, því það
myndi, vera gagnstætt miskunnsemi
Guðs að dæma þær til eilífrar glöt-
unar vegna smásynda, sem þær eru
með, en það myndi ekki síður vera
gegn réttlæti hans að krefjast ekki
3
Merki krossins