Merki krossins - 01.11.1939, Qupperneq 6
Elísabet Leseur
Hér hefst stutt framhaldssaga um
merkilega konu, sem giftist trúlaus-
um manni. Eftir að hún var dáin
snerist maðurinn aftur til kristninn-
ar og gerðist munkur af smábræðra-
reglu.
Elisabet Leseur var veraldarkona,
»em gerði prýðilega skyldur sínar í
stöðu sinni. Svo kemst eiginmaður
hennar að orði til þess að benda vel
á það, að dagbók hennar, sem sýnir
svo glöggt framúrskarandi. hjarta-
gæzku hennar, er ekki eftir konu í
klaustri eða, eftir konu, sem heldur
sig fjarri samkvæmislífinu, Enginn
þarf því að segja um rit hennar:
>Þetta er að vísu allt. saman gott og
blessað, en það er mér ofvaxið. Eg
mun aldrei komast í sömu kringum-
stæður hvað mitt sálarlíf snertir, geta
gengió ei.ns á brattann. og hafa gagn
af þessari fyrirmynd. Hvernig getur
maður lifað svo grandvöru líferni í
hversdagslegu, amstri sánu«. Þeim,
sem hugsar svo, skjátlast algerlega,
því Elísabet Leseur var kona, sem
li,fði í heiminum eins og hver önnur
veraldarkona. Faðir hennar, sem
fæddist á Korsiku, var málaflutnings-
maður við dómstól í París, og virtur
mjög af viðskiftamönnumi og stétta-
bræðrum sínum. Elísabet. var þrítug,
þegar hún fór að skrifa dagbók sína;
það er skaði, ekki sízt fyrir sálarlíf
manna að það skuli ekki vera fleiri,
sem halda dagbók, það myndi ef til
vill vera notadrýgra en vel haldin
kassabók eða húshaldsibók. Hún var
því ung þá og á bezta skeiði. »Við
fórum þá oft út«, segir Felix Leseur,
»höfðumi búið hús okkar afar þægi-
lega, lifðum mjög ríkulega, og fórum
oft í skemtileg ferðalög sem voru
okkur báðum mjög til ánægju«. 1
anda naut. hún innilega alls þess fagra
sem náttúran sjálf eða hugvit manns-
ins hefir að bjóða. Hún var prýðijiega
mentuð, kunni latínu og ensku, skrif-
aði og talaði reiprennandi. rússnesku,
og var að ná valdi á ítölsku, þegar
mikil veikindi ásóttu hana í árslok
1913.
Hún kunni að meta listina í öllum
myndum hennar: málaralist, mynd-
höggvaralist, tónlist og bókmenntir.
Ferðir hennar um Spán, Italíu, Norð-
ur-Afríku, Grikkland, Austurlönd,
Rússland og Þýskaland höfðu gefið
henni fastan og fínan smekk. Tal
hennar va,r lifandi, skemtilegt, spenn-
andi, og skilningur hennar leiftur-
fljótur. Hún var altaf glöð í instu
fylgsnum sálarinnar og beitti sér til
þess að vera það altaf. Hún álei,t gleð-
ina vera dygð, og það var alveg rétt
hjá henni. Þunglynda menn og þung'-
lyndar þjóðir skortir eitthvað, og á
síðustu æfiárum sínum minti hún oft
á það, að hin helga Teresa bauð
systrum sínum að vera, altaf glaðleg-
ar. Teresu þótti ekkert vænt um nöld-
urseggi. Elísabet nöldraði ekki; þvert
á móti: »Það heyrðist altaf hinn ljúfi
hlátur hennar, altaf jafn hi'essandi,
og hreinskilinn. Svipur hennar vai
meira en fagur, hún var eftirtakan-
‘lega tigin í framkomu si,nni og við-
móti, framúrskarandi góðgjörn, eftir-
lát, brosandi og ástúðleg. Hún kunni
meistaralega að taka á móti gestum;
með einu orði sagt, hún var fullkom-
in húsfreyja,«. — Það er ennþá eigin-
maður hennar, sem segir þetta, en á
öllu þessu getum við séð, að hún var
Merkikrossinti