Merki krossins - 01.11.1939, Blaðsíða 7
falleg, tíguleg Parísarfrú, andlega
vel þroskuð og prýðilega mentuð. Og
það er auðvelt að þekkja hana undir*
eins, aftur, þegar við sjáum ljósmynd-
irnar, sem eiginmaðurinn leggur fyr-
i,r lesandann. Þær bera glöggt meö
sér það áhrifamikla, fas, sem einkenn-
ir ósvikna, kaþólska, franska konu,
sér í lagi hefðarkonu Parísarborgar.
Myndin, sem prentuð er fremst í bók-
inni: »Bréf um þjáninguna« og var
tekin 1905, eftir að hún hafði mist
systur sína, Juliette, og »hin líkam-
lega og andlega þjánijng hennar hafði
lagt eilífðarsvip yfir ásjónu hennar«,
er fjarska fögur. Þessi mynd er »frá
helgunartímabili hennar«, segir mað-
ur hennar, og, ef vér lítum á hana
með athygli, förum vér að skilja eitt-
hvað af því, sem kristnifræði kennlr
oss um líkama hinna, endurrisnu.
Svipur hins fallega andlits er mjög
léttur, fínn og andrænn. Augun, sem
lýsa svo mikilli þjáningu, borinni af
þeirri hamingju, sem sameiningin við
Guð veitir oss, líta út yfir heiminn til
Guðs, sem er uppspretta, allrar dýrð-
ar, sælu og fegurðar.
Þjáningarlíf.
Æfi hennar segir þeim, sem líta að-
eins á hið ytra, fátt, sem er frásagn-
arvert. Hún var mjög rík, mikið veik,
og dó barnlaus, þegar hún var 48 ára
að aldri. Hún þjáðist mjög, bæði, lík-
amlega og andlega. Eiginmaður henn-
ar segir oss frá þessu með fáum en
áhrifapiikium orðum. »Líkamleg þján-
ing: Æfi Elísabetar var einn sjúk-
dómur. Frá því hún var barn, þjáð-
ist hún af lifrarsjúkdómi, sem kvaldi
hana altaf og magnaðist. eftir því sem
stundir liðu fram«. — 1 uppvextinum
stofnaði taugaveiki lífi hennar í
hættu. Árið 1889, tæplega mánuði
eftir að hún giftjst, fékk hún alvar-
legt kast af sjúkdómi sínum, svo að
hún komst á grafarbakkann. Við vor-
um í sveit, og það var aðeins frábær-
lega góð hjúkrun, sem bjargaði henni;
hún varð að liggja kyr í 8 mánuði,
var flutt aftur til Parísar í sjúkra-
vagni og á handbörum var hún bor-
in inn í húsáð, sem hún hafði útbúió
með svo mikilli ánægju á meðan við
vorum trúlofuð. Henni batnaði aldrei
fullkomlega. Frá því í apríl 1908
neyddist hún til að breyta lífsháttum
sinum og liggja oftast á sjúkrabeði,
af þvi að hún fékk mjög oft veikinda-
köst, sem voru hættuleg og vöktu mik-
inn ótta. 1 byrjun júlímánaðar 1913
ásótti hana sá kvilli fyrst, sem átti
að leiða hana til bana,; það var hræði,-
legur sjúkdómur, sem með miklum
kvölum, þó henni létti á milli, var fyr-
ir hana nokkurskonar krossganga
upp á Kalvaríufjall æfi hennar. Hún
dó 3. maí 1914, 48 ára gömul, eftir
að hafa verið 10 mánuði með þessum
sjúkdómi. Þetta var hin líkamlega
þjáning, en sálin hláut einnig sinn
skerf.
Elísabet lifði í f jölskyldu, sem naut
kærleika, friðar og samlyndis í rík-
um mæli. Hún elskaði ekki aðeins
systkini sin, heldur einnig frændur
sína, er hún auðsýndi þá ást, sem hún
gat ekki auðsýnt börnum sínum, því
Guð lét hana vera barnlausa. Þess-
vegna féll henni það mjög þungt að
missa frændfólk sitt. Árið 1889 dó
faðir hennar úr inflúenzu, eftir
þriggja daga legu. Hún var þá sjúk
og gat ekki kvatt hann í hinzta sinn.
Vi,ð jarðarförina. var lagð'ur krókur á
leið, til þess að hún gæti kvatt föð-
ur sinn úr legubekknum sínum. Ári,ð
1901 dó elzti bróðursonur hennar, 3
ára að aldri. Elísabet elskaði hann
Merki kronius
7