Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 1
 Sunnudagsblaðið. I. ár. S«»l idnsinn 13. maí 1023. 1. tl>i. &unnuéags6laéi&. Hlutverk Sunnudagsblaðsins oerður, að regna að flylja al- menningi eillhvað fallegt oy fróð- legt að lesa á kgrrum stundum á hverri helgi. Hugmyndin er, að i hverju blaði verði cin smásaga, þgdd eða frumsamin, saga, sem fram- hald verður af i hverju blaði, stuttar greinir um menn og mál, utan lands og innan, og margt fleira. Reynt verður að vanda mál og efni og gera blaðið œ betur ár garði, svo það verði kœrkom- inn gesiur á sem flestum islenzk- um heimilum Vonum vér þvi, að almrnningur hlúi að þessum litla visi. í nœsta blaði og eftir það oerður bálkur undir fgrirsögn- inni »Vikan sem lciða. Er al- menningi boðið rúm i bálki þessum til birtingar gmsu, sem við ber á viku hverri, svo sem um gi/tingar, trúlofanir, sam- sœti o. m. fl. BRÁÐA BIRGÐA RÁÐSTÖFUN. Fgrst um sinn geta menn hringt i síma 4-29 viðvikjandi augl. i Sunnudagsblaðið. Helst kl. 1—2 daglega. NIÐURSETT VERÐ! Rökkur /., 1. —12. h. og II., 1. og 2. h. verður selt framvegis fgrir að eins kr. 3 50. Fœst á afgrciðslu Sunnu- dagsbluðsirts og i bókaverzlun Ár- scels Árnasonar, Laugaveg 4. RÖKKUR 2. h. II. árg., sem út kom i bgrjun þessa mnnaður, verður sent viða um land ásamt fyrsiu tölubl. Sunnudagsblaðsins, sem sgnishorn af því, sem birt oerður framvegis i dálkum þess. TILKYNNING. Mánáðarritið Rökkur kemur ekki út áfram. Áskrifendum þess rits, vestan hafs og austan, verður sent Sunnu- dagsblaðið i staðinn. Vilji einhver þeirra ekki saelta sig við breyt- ingu þá, sem orðið hefir, eru þeir vinsamlcga beðnir að gera utgef. Sunnudugsblaðsins viðvart. Spnnska HttUfHu { blaðinu er þýdd úr spönsku á ensku af H. C. Schweikert. Pio Baroja er Spánverji og var fæddur i San Se- bastian árið 187?.. Æskuár sin átti bann heima i Basque-héraöinu i Guipuzcoa, og margar fegurstu nitt- úruiýsingar hans eru til orðnar vegna áhrifanna, er petta græna hérað misturs og móðu hafði á ung- 11 ) Kritstjaníu, Noregi. Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. — 1 m I a n d k d e i 1 d i n lóggilt af Sljórnarráði Llands, desember 1919. Ábyrgðarskjölin á islenzku! Varnarþfng i Reykjavik! Iðgjöld og tryggingarfé reiknað í isl. krónum. Iðgjöidin lögð inn í Landsbankann og spari- sjóði víðsvegar um land, þar sem tryggingarnar eru keyptar. — Viðskiiti öll ábyggileg, bagfeld og refjalaus! -A..V. Liftrygging er sparisjóður. En sparisjóður er engin liftrygging! Hygginn maður tryggir lif sitt. Heimskur iætur pað verai — Dýrmætasta eignin er síarfsprek pitt og lífið sjálft. Trygðu pað! — Gefðu barni pínu líftryggingu! Pá á pað fasteign til fullorðinsáranna! Sím nr. 1250. Grundarstíg 15, Reykjavík. Ilelffi Vm1 fýsHOii (Fornstjóri í«landtsdeildar.) ■A.'V". Þeir sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn, og láti aldurs síns getið! Póstbólf 533. I. Borðið var neglt saman úr ókefluðum greniborðum. Þeir, sem við það sátu, spiluðu whist. Og þeim veittisf ógreitt að draga til sin gjöfina, vegna þess hve borðplatan var ójöfn. Efri hluta lík- ami þeirra huldu að eins nærskyrtur þeirra; svitinn bogaði af andlitum þeirra. En þeim sveið í fætur; frostið beit þá. F*ó höfðu þeir allir þykka ullarsokka dregna á fætur sér og skinnsokka þar yfir. Slikur var munur hita og kulda í litla bjálkakofanum. Á gólfinu var frost, um miðja veggi hiti. Yukonofninn, sleginn saman úr járnþynnum, var rauðkyntur. Átta fet til hliðar var hilla. Á henni lágu frosin kjötstvkki. Einn þriðji hluti hurðarinnar frá gólfinu var hrimgaður. í rifunum milli bjálkanna gljáði isingin. Ljós bar inn um glugga einn litinn. í stað glers var notaður oliu- borinn pappír. Neðri hluti pappírsins var isaður orðinn um þuml- ung á þykt, af utöndun þeirra, er inni voru. Mennirnir, er við borðið sátu, spiluðu whist á einkennilegan hátt: Samspilendur, er töpuðu, áttu að höggva fiskvök á Ýukon-ánni. En fsinn á henni var um sjö fet á þykt. »f*að er óvenjulegt, að slikt kuldakast komi í marz«, sagði sá, er stokkaði. »Hvað heldurðu, að það séu margar gráður, Bob?« »0, fimtíu og fimm eða sextíu, fyrir neðanl Hvað heldur þú, Iæknir?a Læknirinn sneri höfði sinu og leit á neðri bluta hurðarinnar. Svipurinn bar það með sér, að hann var að reikna í huganum. wFimtíu. Alls ekki meira en fimtiu fyrir neðan. Kanske dálitið minna, segjum — fjörutiu og níu. Þið sjáið hrimið á hurðinni. Pað nær rétt upp a$ fimtiu-markinu. En efri brún hrfmgaða hlutans er örðótt. Pegar það voru sjötíu fyrir neðan náði brúnin fullum fjórum þumlungum ofar«. — Hann tók spilin sin og án þess að raða þeim, kallaði hann: Kom inn. Pví einhver hafði barið á hurðina í sömu svipan. Sá, er inn kom var risi vexti, hálsgildur og herðibreiður Svfi. En það var þó fyrst bert, er hann hafði tekið af sér loðbúfuna með eyrnarsneplunum og klaka- drónglarnir fóru að þiðna úr skeggi hans, þegar frostgriman, sem huldi andlit hans þiðnaði, að hann var þeirrar þjóðar. Meira. NÝJA BIÓ Danzmærin frá París Sjónleikur í 8 þáttum. Að- alhlutverkið leika Mae Murray og Monte Blue. Mynd pessi er orðin fræg fyrir pað, að frönsk danz- mær, sem i æsku var á vegum Leopolds Belgíu- konungs, hötðaði mál út af myndinni, vegna pess að hún rekti æfiferil sinn á mjög óviðeigandi hátt. Varð pað til pess að bann- að var að sýna myndina í Frakklandi. Mae Murray leikur frá- bærlega vel og yfirleitt er myndin mjög vel úr garði gerð. — Sýningar kl. 7 og 9. linginn. Baroja lagði stund á lækn- istræði og náði prófi, en hann prakti- seraði að eins faeina mánuði. Svo að kalla alt hans líf hefir helgað verið bókmentastarfi. Ekki eru verk hans kölluð gallalaus. Bera sumir honum á brýn, að hann riti viða steingervingslega og án samhengis. En kostirnir eru margir og víða er hann frumlegur, fjörlegur og ein- lægur og pvi sennilegast, að»í. hon- um sé gull og grjóta. Hjá honum verður pess oft vart, að nhjartað er með, sem undir slær«. Enn aðrir telja hann meðal peirra priggja skálda, er mest skari fram úr i nú- timabókmentum Spánverja. Bækur hans hafa oft og víða verið pýdd- ar. Af peim, sem birst hafa i ensk- um pýðingum má nefna: »Caesar or Nothing«, »The City of the Dis- creet«, og »The Quest«. — Stuðst við »World Fiction« I., 6.). m í Frakklandi eru járnbrautir samtals 5500 milur á lengd. Er þegar byrjað að breyta þar til svo er timar liða verða ein- göngu rafmagnsbrautir i Frakk- landi. Búast Frakkar við að spara 2—3 miljónir smálesta af kolum á ári. ♦ ♦ ♦ Borgin Paterson i New Jers- eyrikinu i Bandarikjunum er, samkvæmt amerískum skýrslum, fremsta silkiiðnaðarborg í heimi.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.