Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 3
Snnnadagsblaðið. 3 vatnsrensli í jörð, er myndaði hreina, krystalsskæra lind. Vatn þessarar lindar var æ svo kyrt. Og þegar sólin gljáði á sléttan flöt lindarinnar, minti hún á sólbjartan krystal á hrjósti jarðarinnar. þessu lík, kannske, var sál Maintoni, hugsaði Elizabide. Hugsanir Elisabide um Maintoni hurfu ekki. Yrði nokkur breyt- ing á urðu þær enn ylríkari en áður. Vorið leið og sumarið kom í almætti sínu. í garði lyfsalans safnaðist öll fjölskyldan oft og iðulega. Aldrei hafði Elizabide verið á eins góöum vegi að verða rótgróinn, aldrei jafn hamingju- samur — og þó leið honum illa. Og er leið á kvöldið einn slík- an dag og mergð stjarna kviknaði úti í geimnum og Júpiter gljáði á »festingu« himinsins, blikaði enn skærara en hinar stjörnurnar, varð alt tal þeirra lægra og innilegra. Maintoni varð ræðnari og samræðufúsari. Og klukkan níu, þegar póstvagninn, skrýddur marglitum Ijóskerum, fór um þorpið, stóðu þau upp. Og Elizabide hélt heim og hugsadi margar hugsanir, sem allar snerust um Maintoni. Stundum sótti á hann þunglyndi, kæru- leysisþunglyndi og hann spurði sjálfan sig: »Er það ekki kynlegt, að hafa ferðast um hálfan heiminn og ioks setjast að í smáþorpi, verða ásthrifinn af sveitastúlkn — og skorta hug til þess að bera upp við hana bónorðiö?« Sumarið leið og uppskeruhátíð fór í hönd. Hún var haldin ár- fega í Arnazabal og fjölskylda lyfsalans fór þangað á ári hverju. »Þú slæst i förina?« spurði Ignacio bróður sinn. »Nei«. »Hvers vegna ekki?« »Mig langar ekki til þess«. »Ja-jæja! En þú verður einn eftir, því jafnvel stúlkurnar ætla Iika«. »Ætlar þú að fara?« spurði Elizabide Maintoni. »Ja, eg geri ráð fyrir þvi. Eg elska slikar skemtanir«. »Trúðu því ekki«, sagði lyfsalinn. »það er ekki ástæðan. Hún fer þangað til þess að sjá unga lækninn i Arnazabal. Hann var að reyna að koma sér í mjúkinn hjá henni á uppskeruhátiðinni i fyrra«. »Ha, ha«, sagði Maintoni. »Hvers vegna ekki?« Elizabide, flakkarinn, fölnaði og svo varð andlit hans rautt sem blóð og svo spratt honum sveiti i enni. Hann krepti hnef- ann. En hann mælti eigi orð af munni. Daginn fyrir hátíðina spurði lyfsalinn bróður sinn enn á ný: »Ætlarðu að koma eða ekki?« »Kannske eg komi«. Elizabide ypti öxlum. Þau lögðu öll af stað i býtið næsta morgun á leið til Arnazabal- þorps. Fyrst fóru þau um þjóðbrautina og síðan um götuslóða þar sem akrar voru á báðar hliðar, akrar huldir háu grasi og purpuralitum blómum. Svo tók skógurinn við. Það var hlýtt i veðrinu. Morgundöggin lá enn á grasinu. Him- ininn var ljósblár og að eins fáein hvit smáský voru sjáanleg. Og þessi hvítu smáský greiddust sundur í teina og hurfu seinast alveg. Um klukkan tiu voru þau komin til Árnazabal. Þorp þetta stendur á hæð. Götur þorpsins voru að eins tvær eða þrjár að tölu. öll hús af steini gerð. í miðju þorpinu var opið svæði eða torg og þar var kirkjan og lögreglustöð bygðarinnar. — Þau gengu rakleitt til smáhúss, er kona lyfsalans átti og gengu i eldhús. Húsvörðurinn var gömul kona og reis hún úr lokrekkju sinni og heilsaði öllum alúðlega og kysti Maintoni og systur hennar og börnin. Hún var gömul og grá orðin þessi kona. Svörtum klút vafði hún um höfuð sér. Nef hennar var langt og bogið. Andlitið hrukkað. Munnurinn tannlaus og alt þetta gerði hana dálítið nornariega í útliíi. »Og yðar hátign var í Vesturheimia, sagði hún við Elizabide. »Já, eg var þar«, sagði hann stuttlega. Hann skyldi háð kerlu, og það mildaði ekki skap hans. Það var kominn messutfmi svo þau gengu öll í kirkju nema kerling, er varð eftir heima og bjó þeim nónverð. — Áður en þau settust að borðum tendraði lyfsalinn flugelda og púðurkerlingar til þess að skemta börnum sínum. Flugeidana sendi bann úl frá glugga af efri hæð hússins. Siðan var gengið niður og sest að borðum. Pau voru um tuttugu alls og meðal þeirra var læknirinn ungi, sem lét ekkert tækifæri ónotað tif þess að reyna að koma sér i mjúkinn hjá Maintoni. v Og Elizabide, flakkaranum, var svo þungt i skapi, að hann var farinn að hugsa um það í fullri alvöru, að fara aftur til Ameriku. Manitoni rendi oft augum sfnum til hans. »Hún er að skopast að mér«, hugsaði Elizabide' »Hún heldur að hún eigi ást mfna og ertir mig með því að daðra við annan«. Og hugur hans leitaði til strandarinnar við mexikanska flóann. — Um klukkan fjögur var staðið upp frá borðum og skömmu siðar var farið að dansa. Læknirinn skildi ekki við Maintoni, sem gætti Elizabide með augum sfnum, er hún gat því við komið. Rökkrið seig á og þá fór gleðin hæst fram. Þá hófst það, sem kallað er aurrescu. Unga fólkið tókst i hendur og steig keðjudans um torgið. Fyrstir fóru bumbuslagarnir. — Tveir ungir menn standa enn til hliðar og ræða saman. Svo ganga þeir frekar óhug- lega til Maintoni og bjóða henni drotningartign þessarar bát ðar. Hún reynir að afþakka boðið, lítur á mág sinn, sem hlær og systur sina, sem líka hlær og loks á Elízabide, sem ekki stökk bros og enn var fölur og fár. »Þakkaðu heiðurinn. Vertu ekki að neinni vitleysu«, sagði systir hennar. Og keðjudansinn, sern hafði verið stöðvaður í byrjun, hefst að nýju, með allskonar aldargömlum seremónium. — Aurrescu var nú um garð gengið. Lyfsalinn tók konu sina og læknirinn Maintoni og svo stigu þau fjögur fandangódans. — Fað var orðið dimt. Bál v’oru kveikt á torginu og skömmu síðar fór fólk að hugsa til heimferðar. Lyfsalinn og fólk hans gæddi sér á súkkulaðidrykk í gamla húsinu og svo var haldið af stað heimleiðis. Eldflugur flögruðu yfir runnaþykninu. Fær vorn eins og mergð lítilla stjarna, er kviknuðu og dóu. Og nóttin var hljóð. Nátt- úran var hljóð, alt í ríki hennar. Að eins froskarnir létu til sin heyra. Og er þau gengu niður hæð eina, stakk lyfsalinn upp á þvi, að þau skyldu haldast í hendur og syngja gamla Basque- ballöðu eður strengleikaljóð. Og þau gengu niður hlíðina syngj- andi. Og Elizabide reyndi að forðast Maintoni, en hvernig sem á því stóð var hún alt af næst honum. Og er þau mynduðu keðju, samkvæmt boði lyfsalans, er fór fremstur, var hún líka stödd við hlið hans og hún rétti honum hvita, granna, hlýja hönd sína. Og við og við gerði lyfsalinn, sem átti það til að vera mesti galopi, þeim þann grikk að stöðva skyndilega og varð þannig um nokkra smáárekstri að ræða og þá næstum féll Main- toni i faðm Elizabide. Hún hló til mágs sins og svo til flakkarans, sem ekki einu sinni brosti. »F*vi ertu svona þunglyndislegur?« spyr hún og augun dökku tindra, skina á hann. »Eg?.Eg veit ekki. Sumir menn eru svo slæmir i sér, að gleði annara hryggir þá«. »En þú ert ekki slæmur í þér«, sagði Maintoni og horfði á hann fast og lengi. Elisabide, flakkaranum, fanst að jafnvel karlinn í tunglinu hlyti að taka eftir og hlægja að óðagoti hans og fumi. »Nei, eg er ekki slæmur í mér«, tautaði hann loks. »En eg er eitthvað svo óstöðugur i rás og ónýtur til alls. Allir þorpsbúar segja að svo sé«. »Og þú lætur slikt á þig festa?« »Já, þvi eg held það sé satl. Mig grunar það að minsta kosti. Og það er óskemtilegur grunur manni, sem er að halda af stað til Suður-Ameriku i annað sinn«. »Að fara aftur. Þú að fara burtu«. Maintoni fölnaði, röddin titraði. »Já«. »En hvers vegna?« »Eg get ekki sagt frá þvi«. »En ef eg get mér þess til?« »Mér mundi sárna það mjög, ef þú skopast að mér af því eg er gamall og —«. »Nei, neil« »Af því eg er fátækura. »Fað skiftir engu«. »Maintoni! í einlægni? Fú mundir ekki neita mér?« »Nei, þvert á móti«. »Fá elskarðu mig, eins eg elska þig«, stamaði Elizabide, flakkarinn. »Alt af, alt af«, sagði Maintoni og lét höfuð sitt hniga að þrekn- um barmi hans. Hann kysti hárið hennar dökka og jarpa. »Maintoni, komdu hingað«, sagði systir hennar. Og Maintoni yfirgaf hann. En hún leit aftur og aftur um öxl sér. í*au héldu átram i áttina ti| þorpsins. í kringum þau var nóttin. Og það var eins og náttúran, nóttin, ætti sér hjarta, risa- hjarta einhversstaðar úti í tjarskanum — og þau heyrðu veikan óminn af sterkum slögum þess. . . . . . . Og í brjósti Elizabide, flakkarans af guðs náð, sem hann eitt sinn var, risu öldur nýrra hugsana, hamingjuríkra hugsana. Hann gekk hratt, glaður, ör, fullur nýrra vona og það var sem augu hans störðu á fjarlæga, fagra stjörnu og hann mælti til hennar ástarorðum, lágt, mjög lágt. . . . Þýdd úr ensku **/n — ’22.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.