Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 13.05.1923, Blaðsíða 2
2 Sunnudagsblaðið. Ástarsaga flakkara. Eftir I*ío Baroja. Aili w W Cer Zala uste cenuben enamorafzia? Silian ishiri eta guitarra jotzia?1). Margoft, þegar Elizabide flakkari var að verki í vanhirta garð- inum sínum og Maintoni gekk þar fram bjá á heimleið úr kirkju, sagði bann við sjálfan sig: »Um bvað skyldi hún vera að hugsa? Skyldi hún vera hamingjusöm?« — Hann gat ekki skilið Main- toni. Lif hennar var honum gáta. Honum fanst það að vísu ekki nema eðlilegt, flakkaranum af guðs náð, er hafði ráfað um bálfan heiminn, að kyrð og fegurð litla þorpsins væri honum sjálfum hugþekk, hvíldin yndisleg eftir alt flakkið. En um hana, sem afdrei hafði verið degi lengur úr þorpinu, fanst honum öðru máli að gegna. Langaði hana aldrei til þess að kynnast stórborgalífl, fara í leikhús, dansa og skemta sér? Langaði hana aldrei til þess að njóta lifsins í gleði og glaumi? Og af því Elizabide flakkari gat ekki svarað sinum eigin spurningum hélt hann áfram að ræta upp illgresið úr garðinum sínum. »Hún er sterklega bygð«, hugs- aði hann áfram. »Sál hennar er göfug, hrein. Það er eitthvað svo óvenjulegt um hana, að hún er manni gáta«. Og Elizabide flakk- ari varð að sætta sig við að komast ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu i svip. Og hann hélt áfram að ræta upp illgresið úr garðinum sinum og að bugsa um Maintoni. Elizabide flakkari var einkennilegur náungi. í honum voru samtvinnaðir allir lestir og kostir Basque-búa þar á ströndinni. Hann var hugrakkur, háðskur, ósvífinn, ef þvi var að skiita. — Hlutleysi og kæruleysi var grundvöllurinn, sem karakter hans hafði bygzt á. Honum fanst ekkert sérlega þýðingarmikið eða mikils um vert. Og hann gléymdi fljótt liðnum atvikum. Hann hafði eytt þvi litla sem hann átti til þess að komast til Ameriku og þar vann hann að ýmsu, við blaðamensku, var umferðasali, vínsali og stórgripasali. Margoft var hann i þann veginn að verða stór-rikur, en af þvf varð aldrei, vegna rótgróins kæruleysis. Hann var einn þessara manna, sem voru örlagatrúar og aldrei mögla og sjaldan spyrna i móti broddunum. Sjálfur líkti hann lífi sinu við bjálka, er flýtur niður straumharða á og loks ber á haf út, ef enginn dregur hann á iand upp. Það var eitthvað f huga hans, sem dró hann frá verki. Stund- unum saman átti hann það til að horfa á straumstrengi árinnar, kynjamyndir skýjanna eða blikandi stjörnur himinsins. Þetta og þvílíkt heillaði huga hans, dró huga hans frá verki. Og margoft yfirgaf hann verk sitt án þess eiginlega að vita hvers vegna. Það var að eins eitthvað, eitthvað i sál hans, sem kallaði, lét hann reika, dreyma, stundunum saman. Eitt sinn vann hann á rikismanns setri i Uruquay. Það var seinasti staðurinn, sem hann hafði unnið á fyrir aðra. Elizabide var eða gat verið viðmótsþýður og var ekki óíriður sýnum, þótt hann væri orðinn þrjátiu og átta ára gamall. Og rikisbubbinn, húsbóndi hans, átli sér eina dóttur barna og hún var ófrið sýn- um og unni kynblendingi. Og rikisbubbinn bauð Elizabide bönd dóttur sinnar. Elizabide geðjaðist vel að hinu frjálsa lífi á þess- um slóðum og þá boðið. Það var rétt komið að seltum giftingar- degi. Og þá greip hann heimþrá, reginsterk, heit. Og i þetta sinn bélt heimþráin takinu á sál hans. Hann leit þorpið gamla i anda, saknaði þess, hæðanna gömlu, heyilmsins, saknaði Basque-héraðs- ins gamla, fagra; sveipað mistri lá það fyrir augum sálar hans. Hann gat ekki gleymt aftur nú. Það var ekki eðli hans að skýra fyrirætlanir sinar fyrir öðrum, svo morgun einn um sólarupprás tilkynti hann tilvonandi brúður sinni og tilvonandi tengdaföður, að bann ætlaði til Montevido til þess að kaupa virðulega gjöf heitmey sinni. Hann söðlaði hest sinn og reið til næstu járnbrautarstöðvar. En er hann kom til höfuðstaðarins keypti hann farseðil til Spánar. Og loks bar hann að ættargarði aftur, til lítils þorps í Guipuzcoa. Hann minlist við Ignacio bróður sinn, sem var lyfsali þar, fann fóstru sina að máli og lofaði henni að strjúka aldrei aftur og hreiðraði um sig i gamla húsinu sínu. Og þegar það fór að kvis- ast um þorpið, að hann hefði ekki grætt heitt fé í Ameríku, já, jafn vel eitt því litla, sem hann átti, lifnuðu gamlar umferðasögur 1) Hver var hugmynd pín um ásthrifni? Að sitja í bægindastól og leika á gitarinn? á ný. Og allir mundu eftir því á ný og ræddu um það, að hann var óáreiðanlegur og óstöðugur og eðli hans flakkaraeðli. En hann lét umt»lið skifta sig engu. Hanæ stundaði garð sinn, svona í viðlögum, og hann smiðaði sér bát, Indiánabát (canoe), og skemti sér á honum á ánni. Og þá fanst nú flestum þorps- búum nóg um. Og Elisabide flakkara fanst Ignacio og kona hans og börn lita sig smáum augum og hann var ótiður gestur á heimili þeirra fyrst i stað. En svo uppgötvaði hann, að þeim þótti í raun og veru vænt um hann og voru fáleg að eins vegna þess hve sjaldan bann kom. Og þá fór hann að heimsækja þau tíðar. Hús lyfsal- ans var í útjaðri þorpsins og fjarri öðrum húsum þess. Á milli götunnar og húsanna var garður og milli garðs og götu veggur allhár. Dökklaufga lárviðartré skýldu húsinu fyrir norðanáttinni og limið gnæfði yfir vegginn. í námuiida var lyfjabúðin. Á hús- inu voru engar svalir og giuggarnir voru óreglulega settir f veggi, ef til vill vegna þess að einstakir hlutar hússins höfðu verið end- urreistir. — Er þú varst á ferð i járnbrautarlest i norðurhéruðum Spánar, hefirðu þá aldrei komið auga á hús, umgirt slikum görð- um, hús, sem þú hlaust að líta öfundaraugum? Fanst þér ekki, að þeir, sem þar ættu heima, hlytu að lifa ánægjulegu lífi? Vöktu þau ekki hugsanir í sál þinni um kyrð og ró; gerðirðu þér ekki í hugarlund, að þar væru öll gluggatjöld þykk og skraut- leg, húsgögn öll af dýrum viði gerð og að þar inni væri stór klukka, hálfrar aldar gömul eða eldri, sem hægt og rólega fram- leiðir tikk-takk-tikk-takk og með því vaggar sælum sálum í svefn? Svona var hús lyfsalans, húsið hans Ignacio. 1 garðinum uxu hýasinthur og stórar heliotrópur, sem náðu upp að gluggakistum. Og hvitar rósir, mergð hvitra rósa greri í skjóli garðveggsins. Og þegar Elizabide flakkari nú kom til bróður sfns sýndi lyfsalinn og kona , hans og börn þeirra hon- um um. Og þau sátu í garðinum og þaðan leit hann Maintoni í fyrsta sinni á æfinni. Hún tíndi ertur í svuntu sína. Hún og Eli- zabide heilsuðust kæruleysislega. »Við ættum að ganga til árinnar«, sagði kona Iýfsalans við systur sina. »Segðu stúlkunum að koma á eftir með súkkulaði- drykkinn«. Niður að ánni voru perutrjáagöng og var limið sam- tvinnað yfir höfðum þeirra, er um þau gengu. Og þar sem þau end- uðu á árbakkanum, var steinbekkur og steinborð. Þarna sátu þau. Sólin varpaði skini sinu á trjálim og blómskraut og sléltan flöt árinnar. Áin ljómaði eins og gullskjöldur. Hún var tær og ef þau gengu fram á bakkann gátu þau séð steinana á botninum og silfurbúkaða fiska synda fram og aftur. Þetta var seinni hluta dags og alt var kyrt, fagurt, guðdómlegt; alt brosti; himininn var svo heiður og blár. Og er leið að kvöldi og skuggarnir lögðust á garðinn, komu stúlkurnar með drykkinn. Börnin gæddu sér á krásunum og Elisabide sagði frá ferðum sinum. Þau hlustuðu á hann hljóð og virtnst þrá meira, er hann hætti. Öll nema Maintoni. »Þú kemur aftur á morgun«, sögðu börnin. »Já, eg skal koma«. Elizabide fór til húss sfns og hann hugsaði án afláts um Main- toni, dreymdi um hana. Hann leit hana fyrii' augum sálar sinnar eins og hún var, leit sanna mynd hennar: smávaxna, granna, með dökk, tindrandi augu, leit hana þannig í hópi barnanna, sem unnu henni hugástum. Þetta var þriðja ár eldri sonar lyfsalans á undirbúningsskóla og Elizabide bjálpaði honum við frönskunámið. Og Maintoni var þá oft viðstödd. Hugsanirnar um systur mágkonu sinnar höfðu sest að í huga Elizabide. Hann gat ekki hrundið þeim frá sér og hann hirti ekki um að reyna það. Og þessar hugsanir hans um Maintoni breyltust ekki. Hann vissi ekki hvort sál hennar var barnssál, er þekti fáar langanir og þrár. Og hann vissi ekki hvort hún Jét sig litlu skifta alt, sem var utan fjölskylduhrings hennar. Hún hélt áfram að vera honum gáta. Oft starði hann á hana og bugsaði: »Hvaða hugsanir vaka i sál hennar?« Og einu sinni spurði hann hana hreint og heint: »Hugsarðu aldrei um giftingu, Maintoni?« / »Eg, að eg hugsi um giftingu?« »Þvi ekki?« »Hver myndi annast börnin, ef eg giftist? Þar að auki er eg þegar orðin gömul piparmey«. Maintoni hló við. wÞiparkerling og aðeins tuttugu og sjö ára! Þá hlýt eg, sem er orðinn þrjátiu og átta ára gamall aö vera því sem næst karlægur öldungur i augum þfnum«. En Maintoni sagði ekkert. Hún að eins brosti. Og þetta kvöld var Elizabide hissa á sjálfum sér, þvi Maintoni átti hverja hans hugsun. »Hún er undarleg stúlka«, hugsaði hann, »hún er ekki hroka- full eða neitt sérstaklega rómantiskt um hana og þó —«. Á árbakkanum skamt frá þar sem bugða var á veginum, var

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.