Sunnudagsblaðið - 15.07.1923, Page 3

Sunnudagsblaðið - 15.07.1923, Page 3
Sunnudagsblaðið. 3 ^reifinn fvá Jffij^onie ^KtÍsío. Skáldsaga eftir Alexander Dumas. (Framh.). — Afsakið niig, herra Morrel, þér megið eigi reiðast mér, en eg verð að heimsækja föður minn án tafar. En eg þakka yður þann heiður, sem þér sýnduð mér. — Þér hafið rétt fyrir yður, Dantes, og þér eruð góður sonur. Dantes spurði dalítið hikandi: — Líður föður mínum ekki vel? — Það held eg, Edmond, þótt fundum okkar hafi ekki borið saman. — Nei, Hann unir vist alt af í kytru sinni. — Það sannar að minsta kosti, að hann hefir ekki liðið skort í íráveru yðar. Dantes brosti. — Faðir minn er stoltur, herra Morrel. Hann hefði aldrei leitað aðstoðar neins, þó hann ætti ekki málungi matar. Að eins Guð_sinn myndi hann biðja. — Já, já. Eftir heimsókn yðar til hans, vona eg að þér komið. — Enn verð eg að biðja yður afsökunar, herra Morrel. Að þessari heimsókn lokinni verð eg að fara í aðra heimsóknina til. Og eg bið þeirrar heimsóknarstundar með eigi minni óþreyju en hinnar fyrri. — Ó, eg hafði gleymt þvi. Einhver mun bíða yðar á landi uppi með eigi minni óþreyju en faðir yðar. Eg á við hina fögru Mercedes. Dantes brosti. — Já, hélt brakúninn áfram. Eg er ekkert hissa á því, þó hún spyrði all oft hvað Faraó liði. Fari í logandi, Edmond, ef þér eruð ekki öfundsverður af svo fagurri ástmær. — Hún er ekki ástmey mín. Hún er heitin mér. Dantes sagði þetta í alvörurómi. — Það er nú oft lítill munur á hvítu og gráu, sagði Morrel hlæjandi. — Um okkur er það svo sem eg sagði, mælti Dantes. — Jæja, Edmond minn, nú ætla eg ekki að tefja yður lengur. Þér hafið annast alt frábærilega vel. Nú getið þér verið alfrjáls um skeið. Eruð þér féþurfi? — Nei, þökk fyrir. Eg á þriggja mánaða laun ósnert. — I’ér eigið fáa yðar líka, Edmond. — Munið eftir því, að eg á aldraðan föður. — Já, já. Þér eruð góður sonur. Gangið á fund hans. Eg á einnig son og myndi reiðast þeim illa, er kæmi í veg fyrir að hann heilsaði mér eftir þriggja mánaða burtveru. — Með leyfi yðar mun eg þá — Datttes tók i búfuna. — .Tá, ef þér hafið mér frá engu öðru að skýra. — Nei. — Fékk Leclere kapteinn yður ekki bréf til mín, er hann lá á banasænginni? — Hann var ekki fær um að halda á pennaskafti. En eg minnist þess, að eg þarf að biðja yður um nokkurra daga burtfararleyfi. — Til þess að gifta yður? — Já — og til þess að fara til Parísarborgar. — Gott og vel. Verði svo sem þér viljið. Það er sex vikna verk að afferma skipið og þér hafið því nógan tíina. 1 fyrsta lagi eftir þrjá mánuði fer Faraó aftur. En þá verðið þér að vera hér. Morrel klappaði á öxl Dantesar og bætti við. — Faraó bíður skipstjóra síns. -- Skipstjóra, sagði Dantes og ljómaði af gleði. Vitið þér, að það var leyndasta von mín. Hafið þér þá tekið þá ákvörðun, herra Morrel? — Væri eg engum háður, Dantes, myndi eg segja: Það er ákveðið, og rétta yður hönd mína. En þér þekkið ítalska máls- háttinn: I félagsskap er enginn einráður, og þar eð eg er í samfélagi með öðrum, verð eg að bíða um stund áður en fulln- aðarákvörðun er tekin. En helming atkvæða hafið þér með yður. Mitt atkvæði. Og reiðið 3fður á, að eg mun reyna að búa yður i hag. Dantes varð hrærður og með tárin í augunum greip hann báðar hendur skipstjóra og mælti: — Eg þakka yður fyrir hönd Mercedesar og föður míns. — Minnist ekki á það Dantes Farið uú á fund Mercedesars og komið svo til mín. — En á eg ekki að róa yður á land? — Nei, þökk. Eg verð að líta á bækurnar með Danglarsi. Vornð þér ánægður yfir framkomu hans á skipinu? — Spurningu yðar má svara á tvo vegu. Góður félagi er hann ekki. Við áttum eilt sinn í smáerjum saman og síðan lítur hann mig augum óvinar. 1 heimsku minni stakk eg upp á, að við skyldum eyða tíu mínútum á eyjunni Monte Christó til þess að jafna deilur okkar. Það var rangt af mér að slinga upp á því og hann hefði eigi þurft að sinna því. — En hvað starf hans snertir hefi eg ekkert miður gott um hann að segja. Þér munuð vafalaust verða ánægður, er þér sjáið hve vel hann hefir rekið starf sitt. , — En, spurði hr. Morrel, segið mér nú hreint og beint: Ef þér væruð skipstjóri á Faraó mynduð þér sætta yður við Danglars í þessari stöðu? — Hvort sem eg er kapteinn eða stýrimaður mun eg æ fyrst og fremst taka tillit til óska yfirmanna minna. — Já, þér eruð drengur besti, Dantes, En farið nú. Eg sé, að þér eruð orðinn óþreyjufullur. — Eg hefi þá fengið leyfi yðar? — Já. — Má eg fara á kænu yðar? — Vissulega. — Bestu þakkir, hr. Morrel! Eg vona að hitta yður heil- an siðar. — Far vel, Edmond, lánið fylgi yður. Unglingurinn stökk i kænuna, settist á afturþóftu og skipaði hásetum tveimur að róa sig á land. Og burt skreið fleytan ör- hratt á milli mörg hundruð báta, er næstum þöktu sundið milli tveggja skiparaða frá hafnaropi að Orleansbryggju. Morrel horfði á eftir bátnum. Hann leit Dantes stökkva á land upp og hverfa i þröng þá, sem daglega frá klukkan fimm á morgana til klukkan 9 á kvöldin er á Cannebieren, sem er fræg gata, en nálægt henni stökk Dantes á land upp. Eru margir Marseillebúar svo hreyknir af götu þessari, að þeir í fylstu alvöru og með fjálgleik segja, er tækifæri býðst: »Væri Cannebieren í Parísarborg væri hún dálitil Marseille«. Þegar Morrel leit við sá hann, að Danglars stóð að baki hans. Virtist hann bíða eítir skipun Morrels, en í raun og veru hafði hann einnig horíí á Dantes í kænunni. En augnaráð hans var alt annað en herra Morrels. Annar kapítuli. Feðgarnir. Nú skulum við gleyma Danglarsi um stund, óþokkanum, sem reyndi að rægja félaga sinn við yfirboðara þeirra, og fylgja Dantesi í anda. Hann hefir nú snúið yfir á Noaillegötuna frá Cannabieren. Fer hann inn i hús eitt Iítið og gengur upp stig- ann. Það er dimt og hann styður sig með annari hendi við stigagrindina en hin hvílir yfir hjartastað, eins og til þess að draga úr slögum órós hjarta. Hann staðnæmist við dyr, sem eru opnar í hálfa gátt. Hann lítur inn í litla stofu, stofuna, sem faðir hans bjó í. Fréttin um komu Faraós hafði enn ekki borist öldungnum, er stóð þar á stól og reyndi að binda upp vafningsjurtir, sem vöfðust upp að glugga hans. Skyndilega fann hann, að sterkar hendur vöfðust um hann og heyrði rödd þektrar, kærrar raddar: — Faðir minn, hjartkæri faðir. — Gamli maðurinn rak upp óp og hneig svo náfölur að barmi sonarins. Dantes varð hræddur. — Faðir minn! Ertu veikur? — — Nei, nei, Edmond, sonur minn, barnið mitt. En eg bjóst elcki við þér á þessari stund og gleðin kom svo óvænt. ó, guð minn, eg held eg deyi. — — Reyndu nú að jafna þig, faðir minn. Vissulega er það eg. Gleðistundir lengja Tífið, segja þeir, og eg hræddist eigi að koma þér á óvart. Brostu nú til mín og lít eigi lengur á mig með undrunarsvip. Eg er kominn aftur og segi góð tíðindi. — Guð sé lof, drengurinn minn, sagði gamli maðurinn. En hver eru hin góðu tíðindi? Þú ætlar kannske aldrei að skilja mig aftur eftir einan? Segðu mér um hamingju þína. — Guð fyrirgefi mér gleði mína, því hún fæddist vegna sorg- ar annara. í*að er gamli málshátturinn, sem hér sannast: Eins dauði er annars brauð. En Guð veit, að þessi óvænta ham- ingja kom án þess að eg leitaði hennar. Eg get eigi varist því að vera léttur i lund. Leclere kapteinn er dáinn og það er mjög liklegt, að eg fái stöðu hans með aðstoð herra Morrels. Taktu nú eftir, faðir minn! Tvítugur kapteinn, hundrað Louis- dora laun og hluta ágóðans af rekstri skipsins. Gat eg, fátækur háseti, búist við eða þráð nokkuð meira?«

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.