Sunnudagsblaðið - 20.09.1925, Page 2
2
Sunnudagsblaðið.
SunnuéagsBlaéié.
Sunnudagsblaðid kemur nú út með
nokkuð öðru sniði en upphaflega. Efni
verður líkt og áður, en fjölbreyttara,
og nú verður blaðið einnig myndablað.
Annars verður ekki fjölyrt um blaðið
í þessari nýfu mynd. Almenningur mun
taka þvi vel, eigi það góðar viðtökur
skilið.
Blaðið kemur út um hverja helgi,
nema sérstakar ástœður valdi. — Aug-
lýsingum eru menn beðnir að koma á
afgreiðsluna, helst fyrri part vikunnar.
Blaðið verður fullprentað á fösiudags-
kvöldum og selt í lausasölu og borið
til áskrifenda á laugardögum.
Virðingarfylst
Axel Thorsteinson.
Dauði Hákonar jarls.
(Oehlenschlager).
Dimmasta langnætti dvelur í löndum,
Dauflega sjöstirnið skín,
Ofviðrin rjúkandi brjótast úr böndum,
Brakar í furunni og volega hvín.
Stormköst í blótlundum geigvænleg gnýja
Um grámosug skurðlíkun Valhallar día.
»Feigð að oss fer,
Senn föllum vér«.
Fá snarast um blótsteinn, sú byltan er hörð,
Svo brotna kringdreifð fornbein á jörð.
Pau gotnesku steinbáknin ramgjör rísa,
Rauðlit í tunglskini fimbulhá.
Turnspirur hátt upp í hæðirnar risa,
Hvarfla skuggarnir múrunum á.
Inn skín um blýgluggann bjartgeisli mána
Beint inn á altaris róðukross frána:
»Hins hvíta Krists
Er hylling viss,
Fyr þyrnikórónu hans mun sig hneigja
Háfjöllótt norðrið og kné sín beygja«.
Ólafur Tryggvason leggur að láði,
Lætur hann messur syngja á strönd,
Með sér að sunnan mikill í ráði
Munkana flutt’ hann i Dofra lönd.
Hin kristna trúin sig brátt út breiðir,
En búandmenn Hákon til rómu leiðir.
Fyr feðra trú
Er sverðhríð sú,
Þeir verjast og berjast með bööhreysti snjalla,
En buðlungur hrekur á flótta þá alla.
Um miðnæturskeið gól haninn hvellur,
Er Hákon blét sínum nið,
Glóðvolgan hnííinn - þá hrygð föður svellur -
Úr hjartanu hann kippir með bæn um frið:
»Sjá Æsina í friði, mig forsköp trylla,
Pigg fórnina, Kristur, og lát þig stilla,
Vort fjall-frón kveð
Og gleð vort geð«.
En örlaganornar uglan flögrar
Með illsvita hrinum og fársfull ögrar.
Sjá krossfánar vaða í lofti fyr liði,
Með leiftrandi hraða þá ber.
Hátt gjalla lúðrar með hvetjandi kliði,
Né hamingju er vant þar er Ólafur fer, —
Og sjá má þar róðunnar sigurteikn ljóma,
Sálmar og bænsöngvar kringum það hljóma.
Með krossmyndað sverð
Stýrir kongur ferð.
Á undan berst sigurorð öðlingsins nýja,
Einstæður Hákon í bræði má flýja.
Hann hleypur burt gneggjandi gangvara fráum
Við Gaula stöðvar hann löðrandi jó:
»Pótt allir hér gerist að önnungum lágum,
Skal égr aldrei vanvirða kyn mitt þó«.
Viknandi drepur hann drösulinn góða,
Dreyranum gjörir sinn kyrtil að rjóða:
»I*að blóð tjáir þér
Að banað sé mér,
En, Ólafur, bíddu, — hér afrek býr,
Og aðstoð veita mér Pór og Týr«.
Pað tinnar úr augunum heiftugu, hörðu,
Hann heldur til granskóga fjalls,
í jarðfylgsni þaðra þéttlega vörðu
Með þrælnum Kark’ er nú vistin jarls.
í fylgsninu týrir furuspónn glæddur,
þeir fálátir sitja, þrællinn er hræddur,
Hver öðrum i krá
Trúir illa þá.
Á þungbúinn jarl hvessir þrællinn sýn,
En þá sofnar jarlinn, er miðnótt dvin.
Pað hvíslar í myrkrinu — Hákon í svefni
Sér Hermóð birtast, þann goðheims ár:
»Nú treysta þér regin við óvænt efni,
Veit Ólafi kristna banasár.
Gulltárum Freyja grætur hin væna,
Skal glæpdólgur suðrænn krossfesta, ræna
Oss deildum verð?
Upp, drag þitt sverð,
Stökk dreyranum Ólafs á okkar stalla,
Pá öðlast þú fullsælu Rögnis halla«.
Svo vitrunin kvað og var á förum; —
Nú vaknar Karkur og orð kvað slík:
»Mér birtist Jesús með bros á vörum,
Hann benti mér á þitt dreyrugt lík«.
»HræðstÁsaþórs hamar.þú arlakinn smeykur,
Hví ert þú í framan svo svartur og bleikur?
Eru helráð þér
í hug gegn mér?«.
»Nei«, sagði þrællinn með hálfum huga,
En Hákon úrvinda svefn réð buga.
Með heljarglott liggur Hákon í draumi,
Svo þykkir þrælnum við slíka vo:
»fví sá eg hann aldrifinn unda straumi?
Pví yptir hann hægri brúninni svo?
Hann níddi með ránskap Noregs lendur,
En nú í hans blóði þvæ eg hendur.
Mér Ólafur blítt
gefur gullmen frítt« —.
Svo hermdi þræll bleikur í hræðslu fallinn,
Á háls í myrkrinu skar hann jarlinn.
Pá hvella við lúðrar svo heyrist í fjöllum, —
»Hann hingað flýði! — Hann hér finst víst!«
Sem hamramur fossinn með hríðsterkum
föllum
Nú hildingur inn með liði brýst.
Með atgeirum drepa þeir illþræl, en feginn
Sér Ólafur kempuna Hákon veginn:
»Sem höfuðlaus her
Nú heiðnin er,
Hefnt er þess illa sem Hákon fékk stofnað
Og heiðindóms villunnar fortjald er rofnað«_
Pað þrumar í fjarlægu fjall-himinlofti
Og felmtrandi nötrar haf og jörð.
Úr norðurheim rýmdu með Rögnahvofti
Öll regin heiðninnar, útlæg gjörð.
Par fyr voru blóthundar ginnhelgra goða,
Nú getur kirkjur og munklífl að skoða,
Á stangli má
Um storð þó sjá
Hvar mannháir vésteinar mæna hljóðir,
Sem minna á fornheimsins slöktu glóðir.
Stgr. Th. þýddi_
Systir Therese.
Systir Therese Martin, rómversk-ka-
þólska nunnan, sem var elskuð meira en
nokkur annar maður eða kona á henn-
ar tíma, þráði mest af öllu að gleymast.
En vegna mannkosta hennar og krafta-
verka, hefir rómversk-kaþólska kirkjan
tekið hana í helgra manna tölu, en það.
er hæsta virðingin, sem hún lætur í té^
Ekkert var til sparað að gera þá helgi-
athöfn sem eftirminnilegasta og hátíð-
legasta. St. Péturskirkjan var öil ljósum
prýdd, en allur lýður Rómaborgar horfði
á og 60,000 aðkomumanna, sem komu
gagngert i þeim erindum, að vera við-
staddir þessa athöfn.
»Litla blómið« var systir Therese
kölluð, vegna þess, að hún hét því að
láta »rigna rósum«. Sjaldan kemur það
fyrir, að menn eða konur séu tekin i
helgra manna tölu fyrr en eftir langau
tima, stundum margar aldir. En systií-
Therese dó þ. 30 apríl 1897 og vorts
allmörg skyldmenni hennar viðstödd
helgiathöfnina í Róm.
Systir Therese var fædd í Alencon i
Frakklandi, og var yngst níu barna.
t’rjár systur hennar aðrar gerðust