Sunnudagsblaðið - 20.09.1925, Blaðsíða 3
Sunnudagsblaðið.
3
nunnur. Þegar hún var á barnsaldri
gekk hún á fund Leo XIII. páfa, ásamt
föður sínum, og beiddist leyfis að ger-
ast nunna. En páfinn neitaði, vegna æsku
hennar. Beið hún þolinmóðlega, uns hún
varð sextán ára. Dvaldi hún síðan í átta
ár í Lisieux-klaustri. Hún var tuttugu
og fjögra ára, er hún andaðist, og var
fáum kunnug, nema stallsystrunum í
klaustrinu.
Kona að nafni Margaret Mary Lukes
skrifar um systur Therese í ameríska
blaðið »The Washington Star«.
»Ást hennar á guði var svo einlæg
og traust hennaráhonum svo takmarka-
laust, að allir, sem voru nálægir henni,
fundu áhrif hins góða, fyrir hana.
Eftir beiðni nunnu einnar í klaustr-
inu skrifaði hún æfisögu sina, sem hún
kallaði »sögu sálar sinnar«. Áhrif þeirr-
ar bókar voru geysilega mikil. Þó bókin
væri skrifuð á afskektum stað í Frakk-
landi, þá leið ekki á löngu, þangað til
búið var að þýða hana á flest tungu-
mál heimsins. Bók hennar var ekki
saga um fullkomið líf, heldur sagði hún
í henni með látlausum orðum, frá dag-
legri baráttu sinni og hugarstríði, hvern-
ig hún reyndi að lauga sál sína hreina
í sólskini guðs Alföður. Rétt áður en
hún dó hét hún því, að láta »rigna rós-
um«. Er hún dó batnaði systur einni
í klaustrinu af langvarandi veikindum.
Og nunna ein, sem á þeirri stundu lá
á bæn í klefa sínum, sagði, að loftið í
klefanum hefði skyndilega orðið þrung-
ið mikilli angan, eins og af fjólum. Og
ýmislegt annað varð orsök þess, að
menn lærðu að elska hana og hétu á
hana sér til hjálpar, á stundum neyðar
og hörmunga.
Hvað sem vísindamenn segja og hin-
ir vantrúuðu, þá verða hin góðu áhrif
systur Therese aldrei afmáð. Miljónir
manna út um gervallan heim nefna nafn
hennar í bænum sínum, biðja til guðs
sins gegnum hana. Fjögur hundruð
manna, sem sumir koma að úr öðrum
heimsálfum, koma daglega og krjúpa
við gröf hennar. Við helgiathöfn í
Lisieux, þar sem hún dó, voru 3 kard-
inálar viðstaddir, 14 biskupar og 500
prestar, en aðkomumenn voru fleiri en
byggja alt Island.
I stríðinu var hún átrúnaðargoð róm-
versk-kaþólsku hermannanna. Braziliska
þjóðin sendi silfurkistu, er líkami henn-
ar var í lagður. Cosgrave, forseti írska
fríríkisins, lagði fána með skjaldarmerki
írlands á gröf hennar, og vottaði ást
hinnar irsku þjóðar á henni. Talið er,
að 44 milj. ritlinga og bóka hafi verið
skrifaðar um hana. Það var sigur henn-
ar á sjálfri sér, sem hóf hana.
»Eg veit það«, sagði hún, »því eg hefi
reynt það, að riki föðursins er hið innra
í oss«.
Afgreiðsla
blaðsins er opin á sUnnudögum til
hádegis. ' ■ ' ' '
Fjölbreyttast og smekklegast úrval til
tækifærisg'j afa.
Silfurvörur
Frá Georg Jensen,
þær fallegustu sem flytjast til landsins.
Gullúr, — Silfurúr, — Armbandsúr.
Stærst og fallegast úrval sem sést hefir hér á landi. Nýjustu gerðir
beint frá Svissneskum verksmiðjum. — Öll úr aftrekt afbragðs-
vel og ábyrgð tekin á réttum gangi.
Trúlofunarhringar. Altaf nóg úr að velja, verðið eftir
þyngd. Allir geta fengið við sitt hæfi. Ágröftur samstundis.