Sunnudagsblaðið

Issue

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Page 2

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Page 2
74 Sunnudagsblaðið. Þann 28. nóv. síðastliðið ár voru 100 ár liðin síðan fyrsti danski gaman- leikurinn var sýnduj; á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. I minningu dagsins var þá leikin þar óperetta J. L. Heibergs og Weise’s »Et Eventyr i Rosenborg Have« o. fl. það var »Kong Salomon og Jörgen Hattemager«, sen) var leikinn þ. 28. nóv. 1825. Er það gamanleikur eftir Heiberg. Næstu árin á eftir samdi hann ýmsa gamanleiki og fékk í fyrstu harða dóma, en leikrit hans hafa farið sigurför fram á vora daga samt sem áður. Myndin, sem hér er birt er úr »Kong Salomon og Jörgen Hattemager«, er sá leikur var sýndur 1825 (myndin til vinstri), en i miðjunni er mynd af Heiberg og til bægri mynd úr »Aprilnarrene« eftir Heiberg, er Trine Tar (leikin af frú Anna Bloch) sýnir dansmeistaranum Tennemann (leikinn af Peter Jerndorif) hverjum fram- förum hún hefir tekið í danslistinni. JTóliix 1925. Römm var goða rimma, rögn ófu styr sagna, skelfdu ógnun eflda öld á knje fellda. — Reisið þor, þrinnið sporin, þrekraun borin, mun vora, Storð markið Óðins orku örlög sterk í verki. — Jól færi yl, — ólum — yndi lund — Gieipnis — bindi. Ást varpi yst neista árs friðar og griða. Nýrra ár mun órum afljetta, ef hug fljettið vizkunnar dirfð, og vaskir vinnandi mann-dáð innið. Jóh. Jósefsson. Landnám Islendinga vestan hafs fímmtiu ára. Eftir Richard Beck. Ithaca, N. Y., 22. ág. 1925. Um þessar mundir eru þeir atburðir að gerast vestan Atlants-ála, sem ís- lendingar austan hafs geta illa látið sig engu skifta. í dag halda landar okkar hátiðlegt hálfrar aldar afmæli fslensks land- náms í Vesturheimi. Tímamót þessi eru svo merkileg, að maklegt er að geta þeirra að nokkru. Snerta þau eigi að eins íslenska þjóðarbrotið vestra, heldur einnig allla Islendinga. Hygg eg það mála sannast, að syst- kyni okkar vestan hafs hafi eigi ávalt notið þeirrar samúðar og skilnings frá heimaþjóð sinni, sem æskilegt hefði verið, en báðir aðilar hafa efa- laust átt sök á því að svo var. Mis- skilningur af beggja hálfu hlóð eigi ósjaldan þann múr þeirra á milli, sem örðugur reyndist yfirferðar. Skal þar eigi meira um rætl. Skilningsleysið mun nú sem betur fer, að mestu, eða öllu, horfið úr sögunni. Aukin samúð og samvinna eru alls staðar augljós. Bróðurhönd og hugur brúa hafið. Atlantsálar eru að vísu djúpir, en hafa þó reynst væðir. þó er það trú min, að mörgum íslendingum heima sé eigi eins kunnug sem skyldi saga hins nýrra landsnáms landa þeirra i Vínlandi hinu góða. Myndi þó hvorki ófróðlegt né ógagnlegt, að kynnast þeim þætti í sögu þjóðar sinnar svo er hann hrífandi og ríkur þess, sem frásagnar er vert. Okkur, sem heima erum aldir, sem heitastir þykjumst ættjarðarvinirnir, og erum vonandi slikir, finst ógurlegt til þess að hngsa, hvílik blóðtaka það hefir verið fámennri þjóð okkar, að sjá á bak svo margra mætra dætra og sona. Sannarlega metur enginn það tjón til aura né álna. En hinu gleymum við eigi ósjaldan, hvern skerf landar okkar vestan hafs hafa lagt til menn- ingar kjörlands sins og hvert gagn þeir hafa, beinlínis og óbeinlinis, unnið ættjörð sinni þótt fjarlægð skyldi þá frá henni. Göngum nú á sjónarhól á þessum tímamótum i sögu islenskra Vest- manna, og rennum augum yfir farinn feril þeirra. Flestir af þeim flytjast vestur um haf með ljettan sjóð veraldlegra auð- æfa. All-tíðast mun framtíðarvonin hafa verið veganestið mesta, en að baki hrakspár af hálfu sumra þeirra, er eftir sátu. Margur þeirra var svo settur, að »hans aleign var farbréfið keypt fyrir grip«, og að »framtíðin bjó í hans höndum tveimur«. Var því eigi annars kostur flestum þeirra, þá er vestur kom, en að taka hvert það starf, sem bauðst. Stóðu landar okkar einnig ver að vígi mörgum öðrum, því að þeim voru eigi kunnir starfs- hættir eða vinnubrögð erlend. Fæstir þeirra munu og hafa kunnað enska tungu til nokkurs hlýtar. Var því á brattan að sækja og margan örðugan hjalla yfir að klífa. Frh. Rit send Sunnudagsblaðinu. Iðunn, 9. ár. 4. hefti. Efni: Elsla óðal á íslandi (Skarð á Skarðsströnd), eftir Ólaf Lárusson, fróðleg og skemti- leg • grein. Kristur eða Pór. Nokkrar athugasemdir við Straumhvarfa-ritgerð Sigurðar Nordals, eftir E. H. Kvaran. Eins og kunnugt er skrifaði Sigurður Nordal ritgerð í skirni, sem hann kallaði »Undir Straumhvörf« og er um lifsskoðun þá, er fram kemur i skáldsögum E. H. Kvaran, og Nord. ekki lelur heillavænlega fyrir þjóðina. Grein um Kvarans i þessu Iðunar- hefti er svar gegn henni. Hún mun verða lesin með athygli um alt land. Það þarf auðvitað aldrei að minnast á það hvernig gengið er frá því, sem hann lætur frá sér fara. Þar er alt af um sömu snildina að ræða, hvort heldur um skáldsögu eða ritgerð er að ræða. En það er sannarlega ekki minst um það vert fyrir lesandann, að finna að hann er að lesa ritgerð eftir mann, sem ómögulegt er að efast um, að er einlægur og sannur í trú sinni og lifs- skoðun. Slíka menn hlýtur jafnvel mötstöðumaðúrinn að virða. Tilgang- urinn er ekki sá með þessum linum, að skrifa itarlega um ritgerðir þessara manna, heldur aðallega að benda þeim er lásu grein Nordals, á að lesa svar Kvarans. En eg get með engu móti skilið, að það geti haft annað en góð og göfgandi áhrif á sálarlif manna, að kynnast lifsskoðun E. H. Kvaran. Brot úr ferðasögu. Inga Lára Lárus- dóttir segir frá ferð sinni til Canada og Bandarikjanna og segir skýrt og vel frá öllu, er fyrir augu hennar bar Er greinin prýdd nokkrum myndum, frá Washington, D. C„ höfuðstað Bandarikjanna. Rúms vegna hefir ung- frúin orðið að fara mjög fljótt yfir sögu, en saml er grein hennar góðra gjalda verð. Þá eru tvær sögur, Mera-Grimur, efrir Einar Þorkelsson og Jólasveinninn,

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.