Sunnudagsblaðið - 09.05.1926, Blaðsíða 2
152
Sunnudagsblaðið.
Sakúntala
eða
Týndi liriii“;m’iiin.
Fornindversk saga.
(Framh.).
Einbúarnir bönduðu henni frá sér.
»Vertu kyr«, sögðu þeir, »annaðhvort
er maður þinn að freista þín og þá
mun hann síðar meir kannast við
ranglæti sitt og friðmælast við þig, eða
hann heldur þú farir með fals og
svik og þá hneppir hann þig í ánauð
en ánauðin er vel þolandi, þegar
samvizka þín segir þér, að þú hafir
talað hreinan sannleik«.
Sakúntala varð við þetta svo yfir-
komin af örvæntingu að hún fórnaði
grátandi höndum til himins og kall-
aði hástöfum: »Ó, dauði! frelsaðu mig
frá þessu lífi!«
Koungurinn fann að hin ókunna
lcona var fastlega sannfærð um að
hún segði hreinan sannleik, og gat
hann nú ekki lengur ímyndað sér, að
hún vísvitandi vildi draga á tálar,
heldur mundi hún sjálf vera á tálar
dregin af öðrum. Hann gat ekki
heldur annað en hrærzt til með-
aumkunar, þegar hann horfði á hug-
stríð þessarar fríðu yngiskonu.
»Nei«, sagði hann við hallarprestinn
og hristi höfuðið »eg man ekki til að
eg hafi nokkurn tíma séð þessa konu.
Og samt get eg ekki haldið, að allt
þetta sé tóm uppgerð. Nú svnist mér
það vera glæpur að útskúfa henni, ef
hún skyldi vera eiginkona min. En
ef svo er, að hún villist á mér og eg
tek hana til mín, þá drýgi eg kanske
meiri synd með því að taka annars
manns konu. Seg mér nú, hvað þér
þykir ráðlegast; hver syndin er að
þínu áliti stærri: útskúfun eiginkonu
eða sambúð við annarlega konu?«
»Synd er synd«, svaraði hallarprest-
urinn, »það er mitt ráð, að þú upp
kveðir ekki allt of bráðan dóm: haltu
Sakúntölu eftir og prófaðu þína
liðnu æfi«.
»Svo skal gera, sem þú segir. Taktu
hana með þér og hafðu hana í þinni
ábyrgð«.
Presturinn greip þegar um hönd
Sakúntölu og dró hana með sér hálf-
nauðuga um leið og þeir einbú-
arnir voru að fara. Sakúntala kvaddi
þá sorgbitin og vafraði svo með prest-
inum út úr höllinni. Hún átti nú að
fylgjast heim með honum í hús hans
og lá leiðin fram hjá dísa-vatninu.
Sakúntala gekk seinlega og grátandi
með hinum æruverðuga presti, sem
leiddi hana, en hann var síns vegar
næsta hugsandi út af allri aðferð
konungsins og gat með engu móli
skilið í henni. Þá bar svo til, að þau
sáu ljósbjarma mikinn alt í kring um
sig, og í sömu svipun leið af himni
ofan geislandi og guðdómlega fögur
kona, sveipuð björtu skýi. Hún hreif
Sakúntölu úr höndum prestsins og
hvarf með hana á augabragði upp í
himininn.
Konunginum brá mjög er hann
fréttti, hvernig Sakúntala hafði horfið,
»Ekki man eg neitt til þess«, sagði
hann íhugafullur, »að eg hafi nokkurn
tíma átt þessa konu, og þó er hjarta
mitt einhvern veginn svo órólegt, að
mér liggur við að leggja trúnað á
sögu hennar«.
Hann friðaðist þó smámsaman, og
að fáum dögum liðnum var enginn,
sem mintist á þenna atburð.
Pá bar svo til að fátækur fiskimað-
ur i Sakravatara veiddi stóran rauð-
karpa og fann í kviði hans hinn feg-
ursta gimsteinshring. Fiskimaður fór
til kaupmanns með hringinn og hugði
sér til hreifings að selja honum hann
fyrir mikið fé. Kaupmaður lítur á
hringinn og sér að á hann er grafið
nafnið: Dússíanta, ásamt ríkismerki
konungs. Hann taldi þá sjálfsagt, að
fiskimaðurinn mundi hafastolið hringn-
um og lét draga hann fyrir dóm.
Dómarinn staðfesti grunsemd kaup-
mannsins og var svo fiskimaðurinn
dreginn fyrir borgarstjórann og tekinn
undir málspróf af honnm og mátti
þola illa meðferð af þjónum hans. Þá
hafði og borgarstjórinn jatnframt sent
einn af embættisþjónum sínum á kon-
ungs fund með hringinn og skyldi
hann afhenda honum hann og spyrja
um leið, hvaða hegningu þjófurinn
ætti að sæta.
Konungurinn kannaðist undir eins
við hringinD, að það var sá hinn sami
sem hann hafði gefið Sakúntölu. óð-
ara en hann sá hringinn voru heil'tar-
álög Dúrvasa horfin. Allt hið umliðna
rifjaðist upp fyrir honum og stóð
deginum ljósara fyrir hugskotsaugum
hans. Mest sveið honum, að hann
hafði ekki lagt neinn trúnað á orð
einbúans, sem gat þess til að Sakún-
tala mundi hafa týnt hringnum þegar
hún baðaði sig i Sakravatara. Hann
lét embættisþjóninn samstundis frá
sér fara og fékk honum meðferðis
digran gullsjóð handa fiskimanninum,
sem sat í varðhaldi fullur örvænting-
ar. Nú varð hann fegnari en frá verði
sagt, þegar hann var leystur úr fjötr-
unum og komst heim aftur með full-
ar hendur fjár.
Nú slepti konungurinn sér í djúpri
hrygð og var engu sinnandi. »Hvernig
var eg blindaður?« sagði hann við
sjálfan sig, »af hverjum ára var eg
tryltur, að eg skyldi útskúfa slikri
dýrðar-konu? Var hún ummynduð
með töfrum eða var myrkri slegið yfir
hugskot mitl?«
Hann hélt hendinni fyrir enni sér
og starði út í bláinn. Síðan hljóp hann
eins og óður um hallarsalina og kall-
aði harmandi á Sakúntölu. »Sakún-
tala var mín rétta eiginkona«, sagði
hann, »og þegar eg rak hana frá mér
hef eg ekki getað verið með öllu ráði«.
Alt frá þessum tíma hafnaði kon-
ungurinn öllum glaðværðum lífsins.
Aldrei kom honum svefn á auga,
heldur lá hann andvaka hverja nótt
og á daginn lokaði hann sig inni i
herbergjum sínum til þess að geta
svalað sorginni í næði.
Það var siður á Indlandi að fagna
vorinu með hátíðahaldi, en nú lagði
konungur bann við þvi. Dagurinn var
fyrir hendi þegar hátíðin átti að hald-
ast, og alt var í fegursta blóma: him-
ininn og jörðin voru þrungin af frjó-
semd og blíðu vorsins; þá bað gyðjan
Sanúmati guðinn Indra orlofs að
mega svífa niður á jarðríki undir
himneskri hulinsblæju til þess að vera
í sambúð menskra manna um stundar-
sakir og hyggja að háttum þeirra. Hún
kom þá rakleitt að lystiskógi þeim, er
Dússíanta hafði flutt í úr aðsetursborg
sinni. Og er hún gekk þar ósýnileg á
meðal gæslumanna skógarins, þá heyrði
hún þá varla tala um annað en
Sakúntölu og konunginn, hvað hann
væri orðinn sturlaður og hvað sárt
hann iðraðist eftir að hafa útskúfað
henni.
»Hann hefir nú ekki lengur af
neinni gleði að segja«, sagði einn
þjónninn við annan þjón í hálfum
hljóðum, »og ekki lætur hann þegna
sína framar sjá sig; hann byltir sér
andvaka í hvílu sinni og þegar hann
talar við einhvern, þá ruglar hann
saman nöfnunum og kemur með svo
undarlegar spurningar, að vel mætli
draga í efa, hvort hann einu sinni er
með öllu ráði«.
»Hefirðu tekið eftir því«, hvislaði
hinn þjónninn enn þá lægra, »hvernig
kraptar hans þverra og hvað hann er
dapur í yfirbragði? Fjörið er horfið
úr augum hans og roðinn úr kinnum
hans. En svo mjög sem hann hefir
gengist fyrir, þá gr hann samt prúð-
menni enn sem fyr. Hann er eins og
gimsteinn, sem hefir rýrnað við
slípun, en er þó gimsteinn eftir sem
áður«.
þjónarnir hættu þessu tali, því nú
heyrðist mannamál. Konungurinn kom
sjálfur og var Malavia með honum.
»Matavía!« sagði konungurinn stilli-
lega og tók um handiegg hróður síns,
»eitt er sem eg lengi hef ætlað að
spyrja þig, en at því eg er svo sinnu-
laus af söknuðinum eftir Sakúntölu,
þá hefir mér altaf gleymst það. Eg
man það vel að eg játaði fyrir þér ást
mína á Sakúntölu í einbúalundi Kan-
va og sagði þér alt; hvernig stendur
á því, að þú hefir ekki minst á það
með einu orði síðan eg kom heim
aftur? Var fyrir þér eins og mér, að
þú hafðir gleymt því?«
»Nei«, svaraði Matavía, »ekki var
það; eg man enn þá glögl hvað þú
varst hrifinn, þegar þú talaðir um
Sakúntölu, en eg man líka, að þú
bællir nokkru við, sem varð til að
villa mig; þú sagðir að þér væri engin
alvara og þetta væri ekki annað en
gaman. Nú ásaka eg heimsku mína,
að þetta skyldi villa mér sjónir. Mér