Dagur verkalýðsins - 01.04.1930, Page 4
DAGUR VERKALÝDSINS
nesku kommúnistanna. Þetta vita
borgarablöðin og þessvegna Ijúga
þau. Sagt er að öll tæki séu leyfi-
leg í stríði og þessari siðferðis-
reglu hafa borgarablöðin ósi>art
fyigt.
Og það væri í sjálfu sér hugs-
unarvilla að krefjast þess, að þau
gerðu það ekki. Enginn krefst
þess af úlfinum að hann verndi
lambið og enginn krefst þess af
blaðasnápum auðvaldsins, að þeir
taki málstað verkaíýðsins, hvorki
verkalýðs Rússlands né annara
landa. Borgarablöðin rækja hlut-
verk sitt eins vel og þau geta, og
það mistekst einnngis vegna þess,
að það er ekki unt lengur að halda
við slíkri botnlausri vanþekkingu
meðal verkalýðsins, að hann trúi
hverju sem í hann er logið.
Sá dagur mun upp rexma, að
verkalýðurinn fær að vita sann-
leikann um Ráðstjórnar-Rússland
og þann dag, er sníkjulífi borg-
arablaðanna lokið. Þangað til
munu slík blöð sem Morgunblað-
ið og Vísir vera til marks um það,
að í kolsvarta myrkri er grútar-
týran mikið ljós. En þann dag,
er íslenskir verkamenn og bændur
komast að raun um að rússnesku
kommúnistamir berjast ekki í
eiginhagsmunaskyni, heldur fyrir
hagsmunum hinna fátæku og und-
irokuðu um allan heim, munu
blaðamenn Morgunbl. og Vísis að
öllum líkindum fá annað gagn-
legra verk að vinna, en að ljúga
um Rússland.
Reykjavík, 20. apríl 1930.
Axel Svenson.
Fordismi
Á undanfömum árum hefir
hinn víðfrægi bílaframleiðandi
og miljónamæringur Henry Ford
gefið út nokkrar bækui*, sem bera
nafn hans. Heldur hann þar fram
nýrri stefnu í iðnaðarmálum, er
hann sjálfur hefir tekið upp í
verksmiðjum sínum og telur
heillavænlegasta til þess að ráða
fram úr vandamálum þeim, sem
nú stefna hvað mest að auðvalds-
þjóðfélógunum. Stefna þessi felst
aðallega í því, að nú eigi gamla
reglan „að kaupa alt sem ódýrast
og selja alt sem dýrast“ ekki
lengur við í framleiðslunni heldur
sé það nú vænlegasta leið til vel-
gengni „að kaupa dýrt, en selja
ódýrt“. Máli sínu til sönnunar
bendir hann á það, að hann hafi
hækkað kaup verkamanna sinna
úr 2.50 dollurum upp í 6.00 doll-
ara á dag og aldrei grætt meira
en einmitt síðan, enda þótt hann
jafnframt taki lægra verð fyrir
framleiðsluna. Þetta segir hann,
að beii að skýra á þann hátt, að
kaupgeta manna í landinu vaxi
með hækkuðu kaupi, en það hefir
aftur í för með sér aukna eftir-
spurn eftir framleiðsluvörum og
þó gróðinn á hverju stykki verði
minni en áður verði heildarútkom-
an 'betri.
Þar sem stefna þessi hefir
fengið nokkra áheyrn, ekki aðeins
hjá auðvaldssinnum, heldur einnig
hjá mönnum, sem telja sig verka-
lýðsforingja af róttækara armi,
svo sem t. d. leiðtogara óháðra
verkamannaflokksins breska, þyk-
ir hlíða að athuga hana nokkru
nánar.
Ford segist græða á því að
hækka kaupið og lækka verð á
vögnum sínum. Það mun rétt
vera að gróði hans óx um það
leyti, sem kaupið var hækkað, en
orsökin til aukningar gróðans var
ekki kauphækkunin, heldur nýjar
uppfyndingar og ný skipulagning
framleiðsluaðferðanna. Með því að
þúsundir og tugir þúsunda
stykkja eru nákvæmlega eins, eru
vélamar bygðar sérstaklega með
þessi ákveðnu stykki fyrir aug-
um og þannig úr garði gerðar, að
þær í einu fullgera hlutinn. Við
þetta eykst vinnuhraðinn svo
geipilega, að einn maður afkast-
ar nú 4—5 sinnum meira verki á
klukkustund en áður. Vélamar
reka mennina áfram miskunnar-
laust, og sá sem ekki getur fylgst
með vélhraðanum er umsvifalaust
rekinn á dyr. En til þess að fá
mennina til að reyna að halda í
við vélhraðann, varð Ford að
greiða þeim hærra kaup en áður.
Á þessu sést, að aukning gróðans
er ekki afleiðing af hærra kaup-
gjaldi, heldur hefir aukning vél-
hraðans og eftirreksturinn eftir
verkamönnunum gert það óum-
flýjanlegt áð borga þeim hærra
tímakaup. Eftir sem áður er það
Ford, sem hirðir verðmætisaúk-
ann, sem skapast við vinnuna og
því heldur hann áfram að græða,
Nú nokkur orð um þá hliðina,
sem að verkaiýðnum snýr. Þess
er áðui- getiö, að þeim, sem ekki
halda í við vélhraðann, er sam-
stundis vikið úr vinnunni. Nú er
það staðreynd, að þótt menn geti
haldið hraðanum nokkra stund,
gefast þeir upp áður en varir og
æss eru nú fá dæmi, að sami
maður starfi árið út hjá Ford.
Margir gefast upp eftir 4—6
mánuði og aðeins fáir geta að-
staðið lengur en 8—9 mánuði.
Eftir þann tíma eru þeir úttaug-
aöir og þola ekki að vinna, að
minsta kosti ekki um nokkurt
skeið. Þetta, samfara hinum gífur-
legu afköstum hvers eins þann
tíma, sem unnið er, framkallar
stórkostlegt atvinnuleysi. Útkom-
an verður því í reynd alt önnur
en Ford gefur í skyn. Látum töl-
urnar tala. 1 bók sinni „í dag og
á morgun“ segist Ford hafa 200
þús. manns við vinnu í verksmiðj-
um sínmn og 36 síðum aftar í
sömu bók fræðir haxm oss á því,
að hann hafi greitt þeim alls 250
milj. dollara í kaup og enginn hafi
fengið minna en 6 dollara á dag.
Þetta einfalda dæmi sýnir blekk-
ingar Foi’ds ljóslega því útkoman
verður 1250 dollarar á ári fyrir
hvern mann eða um 4 dollarar á
virkan dag. Tií samanburðar má
geta þess, að samkvæmt opinber-
um skýrslum stjórnai-valdanna í
Bandaríkjunum eru minstu þurft-
ai’laun 1600 dollarai’ á ári, svo að
vei’kamenn Fords vantar 350 doll-
ara til að ná þeim.
Árið 1914 ákvað Ford minsta
kaup hjá sér 5 dollara á dag. Síð-
an hefir það hækkað, um 1 dollara
eða 20%. Á sama tíma hefir
dýi’tíðarvísitala Bandaríkjaima
hækkað svo, að raunverulega hef-
ir kaupgeta verkamanna Fords
minkað um 30%.
Þetta sýnir, að Fordisminn er
þess ekki megnugur að draga úr
stéttamótsetningum auðvalds-
skipulagsins, heldur verður hann
þvert á móti til þess að auka þær.
Breskir og þýskir sósíaldemó-
kratar hafa tekið stefnu þessari
fegins hendi, lofsungið hana í rit-
um sínum og sagt: „Ef þetta er
kapitalismi, þá er það að minsta
kosti sú tegund hans, sem gengur
næst því að vera sósíalismi’*.
Ganga þeir hér enn sem fyr er-
indi auðvaldsins meðal verkalýðs-
Hvað er vinnutlminu
lang'ur við höinina
í Beykjavik?
ms.
Bankamálið.
Þegar lögin um Útvegsbanka og
Islandsbanka höfðu verið sam-
þykt á alþingi, deildu blöð alli’a
flokka um það hver hefði borið
sigur úr býtum í bankamálinu.
Iiver er þá hin raunverulega úr-
lausn bankamálsins ?
1. Banki spekúlantaxma er end-
urreistur, hlýtur nýtt nafn, nýtt
fjármagn og nýja bankastjóm.
2. Ríkið er raunverulega gert
ábyrgt fyrir útgerðai’braski ein-
staklinga og öllum þeim skellum
sem kunna að lenda og hljóta að
lenda á bankanum.
3. Miljónaskuldasúpa bankans
er lögð á herðar almennings.
Alt þetta verður alþýða að
greiða með auknum tollum og
sköttum í framtíðinni. Dæmi þetta
sýnir ljóslega hvemig ríkisvaldið
hlýtur altaf að verða verkfæri í
höndum braskaranna með núver-
andi þjóðskipulagi.
A undaníörnum fundum hefir
verið rætt um það í verkamanna-
féiaginu Dagsbrún að stytta
vinnutímann. Bent var á það, að
vinnutíminn við samskonar vinnu
erlendis er 8 stundir á dag og auk
þess er eftirvinnutíminn mjög
takmarkaður.
Enginn tre/stí sér til að mæla
á móti því, ai vinnutímann þyrfti
að stytta. En þegar- ákveðnar til-
lögur komu fram, voru menn ekki
á eitt sáttir um það, hvaö vinnu-
tíminn við höfnina er langur nú.
Sumir héidu því fram, að vinnu-
tíminn væri 10 tímar, en aðrir að
hann væri 11. Eins og kunnugt
er, er vinnutíminn 11 stundir,
þar með talin tvö hálftíma kaffi-
hlé. Þeir sem héldu því fram, að
vinnutíminn væri aðeins 10 stund-
ir, gátu ekki fallist á það, að
kaffihléin væru reiknuð með
vinnutímanum og slíka reiknings-
aðferð ættu verkamenn að varast.
Þetta mál ætti annars tæplega
að þurfa að rökræða. Verkamenn
fá nú borgað fyrir 11 stundir og
málið ætti því að vera ljóst.
Stærðfræði er að vísu góð, en ef
hún byggist ekki á rökréttri
hugsun getur hún orðið hættuleg
fyrir verkalýðinn.
Hinsvegar er hugsanlegt, að
þegar að því kemur, að verka-
menh krefjast styttingar vinnu-
dagsins í fullri alvöru, þá haldi
atvinnurekendur því fram, að
vinnutíminn við höfnina sé nú
þegar aðeins 10 stundir. Slíka
túlkun getur enginn verkamaður
fallist á, enda brýtur hún í bága
við þann mælikvarða, sem notað-
ur er í öðrum löndum.
Tökum Svíþjóð sem dæmi. Sví-
þjóð var meðal þeirra landa, sem
fyrst undirrituðu Washington-
samninginn frá 1919 um stytt-
ingu vinnutímans. Áður en 8
stunda vinnudagurinn kom til
frámkvæmda, var venjulega unn-
ið 52 stundir á viku við hafnar-
vinnu í Svíþjóð, 9 stundir á dag
og 7 stundir á laugardögum, þar
með talin tvö kaffihlé, fjórðung
stundar hvert.
Þegar 8 stunda vinnudagurinn
kom til framkvæmda, vildu at-
vinnurekendur afnema kaffihléin,
en verkamenn tóku því fjarri.
Var þá tekið til að rannsaka
hvernig þessu væri hagað í öðrum
löndum. Árangurinn af þeirri
rannsókn varð heldur raunalegur
fyrir atvinnurekendur. Næstum
álstaðai’ voru kaffihlé, en víðast
höfðu verkamenn lengri kaffihlð
en sænsku verkamennimir og
vinnuhraðinn minni. Verkamenn
halda enn kaffihléi sínu og engum
kemur til hugar að halda því
fram, að vinnutíminn sé 1x/% tími
en ekki 8.
Ilt væri ef búið væri að búa
svo í haginn með reikningsaöferð
um óvinveittum verkalýðnum, að
atvinnurekendur gætu stutt sig
við röksemdir verkamannanna
sjálfra, og krafist þess, að kaffi-
tíminn væri afnuminn um leið
og vinnutíminn er styttur hér
við höfnina. Þá væri ver farið en
heima setið. Vinnutíminn er 11
stundir við höfnina, og enginn
verkamaður ætti að gera at-
vinnurekendum til þægðar, að
segja að vinnutími hans sé
skemmri en hann er í raun og
Mikil sókn er nú hafin um land
alt, af hálfu verkalýðsfélaganna,
fyrir hagsmunamálum verkalýðs-
ins. Krefjast félögin kauphækkun-
ar, styttan vinnutíma og afnám
næturvinnu og helgidagavinnu.
í Reykjavík samþykti verka-
mannafélagið Dagsbrún afnám
næturvinnunnar, eða með öðrum
orðum afnám allrar hafnarvinnu
frá kl. 10 að kvöldi til kl. 6 að
morgni. Nú sem stendur undir-
býr félagið sig undir stytting
vinnutímans, samfara kauphækk-
un og afnámi allrar vinnu við
höfnina á hvíldardögum.
Á Siglufirði ákvað bæjarstjóm-
in að stytta vinnutímann við alla
bæjai-vinnu, svo að nú er unnið
frá kl. 7 að morgni til kl. 5 að
kvöldi, en sama dagkaup helst.
Meirihluti bæjarstjómarinnar er
skipaður róttækum verkamönnum.
Auk þess hafa allir verkamenn
a staðnum fengið tvö hálftíma
kaffihlé með fullu kaupi, svo
vinnutími verkamanna á Siglu-
firði er nú einum og tveimur tím-
um styttri en hér í Reykjavík.
Á Akureyri hefir verkamanna-
félagið samið nýjan kauptaxta,
sem gengur í gildi nú eftir 1. maí
og felur í sér mikla kauphækkun.
Dagvinna verður: í almennri
vinnu kr. 1,25 og í hafnarvinnu
kr. 1,40. I nætur- og helgidaga-
vinnu er kaupið kr. 2,10 og 3,00.
í Vestmannaeyjum stendur yf-
ir kaupdeila. Hafa þegar náðst
samningar um tímakaup verka-
manna. Verkamenn fengu 10 aura
hækkun á dagkaupi, eða kr. 1,20
eins og hér í Reykjavík. Kaup við
eftirvinnu og helgidagavinnu
hækkaði að miklum mun. Enn er
ósamið um kaup kvenna og launa-
uppbót aðgerðarmanna.
í verkfallinu sló í harðbakka
milli verkamanna og verkfalls-
brjóta, fylgismanna þorsteins Víg-
lundssonar og annara liðhlaupa
frá bæjarstjórnarkosningunum í
vetur. Notuðu verkfallsbrjótar
ýms barefli og munaði minstu að
stórslys hlytust af.
Á Isafirði standa nú yfir samn-
ingar um kaupgjald milli verka-
manna og atvinnurekenda. Krefj
ast verkamenn töluverðrar kaup-
hækkunar.
Á Patreksfirði hefir verka-
mannafélagið átt í deilum við at-
vinnurekendur. Eftir verkfallið
síðasta stofnaði félagið verkfalls
sjóð, sem meðlimirnir greiða i
ákveðna upphæð vikulega. Verka-
mannafélagið á Patreksfirði, Sjó-
mannafélagið hér og Hið ís^
lenska prentarafélag, eru nú einu
félögin á landinu, sem hafa
verkfallssjóði. Nauðsynlegt er að
öll verkalýðsfélögin á landinu
fylgi dæmi þeirra.
---—o----
son undir nöfnunum Jón Baldvins-
son, Helgi Briem og Jón Ölafs-
son. Er þetta mála sannast hjá
blaðinu og alþýðu manna skýrt
óvenjulega ljóst og skilmerkilega
frá öllum málavöxtum. Munu
þessar nafnbreytingar vera ein-
hver hin mesta stjórnkænska, eh
sogur fara af hér á landi. Að vísu
var það framúrskarandi viturlegt
þegar séra Sigurgeir bauð sig
fram til Alþingis á ísafirði, sem
jafnaðarmaður í umboði Ihalds-
flokksins, en þó verður þetta að
teljast mun snjallara.
Alþingishátíðin og þjóðbandalagið.
Eins og kunnugt er, á Alþingi
að koma saman á Alþingishátíð-
inni í sumár. En einn liðurinn í
dagsskrá hátíðarinnai’ er sá að
þingið samþykki á þingvöllum
einhver þau lög, sem séu mikils-
verð fyrir þjóðina. Hver verða
þau lög? Skyldi það verða lög um
alþýðutryggingar, lög um afnám
óbeinna skatta eða lög um eftir-
gjöf skulda, sem hvíla á smá-
bændum? Eða ef til vill lög um
réttlátari kjördæmaskipun og
lækkmi aldm-stakmarksins til
kosningarréttar ? Nei, afmælis-
gjöfin til íslenskrar alþýðu er alt
önnur, því að eftir því sem vér
höfum heyrt eru þau lög, sem
hér um ræðir, lög um þátttöku
Isiands í Þjóðabandalaginu, hem-
aðarbandalagi auðvaldsrík j anna.
Þaimeð er hlutleysi landsins kast-
að á glæ og stórveldunum gefinn
íhlutunarréttur um mál þjóðar
vorrar. — Þessari afmælisgjöf má
íslensk alþýða ekki taka með
þögn og þolinmæði. Hver sá jafn-
aðarmaður, sem myndi ljá þessu
máli fylgi sitt, væri svikari við
málstað verkalýðsins.
veru.
Axel Svenson.
Ungir jafnaðarmenn.
Hreyfing ungra jafnaðarmanna
hefir vaxið mjög ört síðustu tvö
árin. S. U. J. hefir nú orðið fjöl-
mennar deildir í öllum stærstu
kaupstöðum landsins, Reykjavík,
Hafnarfirði, Siglufirði, Akureyri
og Vestmannaeyjum og víða er
stofnun félaga í undirbúningi.
Sambandið gefur úr mánaðarblað,
Kyndil.
Nafnbreytingar.
Nafnbreytingar eru nú mjög
farnar að tíðkast hér á landi.
Þykja þær kurteislegar og hyggi-
legar ráðstafanir. Á síðari árum
hafa sumir íslenskir listamenn
skift ærið títt um nöfn, því eins
og kunnugt er, falla nöfn úr tísku
eins og hvað annað. Þá hafa póli-
tískir flokkar tekið að skifta um
nöfn og er það eins og gefur að
skilja hin mesta stjórnkænska.
íhaldsflokkurinn kallar sig nú
Sjálfstæðisflokk, og þykir það
mun smekklegra nafn, þó lands
menn kunni lítt að meta. Sjálf-
stæðismenn telja smekkvísi sína
um nafnaval svo frábæra, að það
eitt ætti að nægja til þess að
flokkurinn fengi meiri hluta allra
greiddra atkvæða við næstu kosn-
ingar.
Alþýðubl. flutti fyrir skemstu
þá fregn, sem leiðréttingu við
frásögn Morgunblaðsins, að búið
væri að opna íslandsbanka undir
nafninu Útvegsbanki. Bankastjór-
ar væru þeir Eggert Claessen, Sig-
urður Eggerz ög Kristján Karls-
Fræðirit um jafnaðarstefnuna.
Auk tímaritsins „Réttm’“, sem
er hið eina tímarit íslenskra jafn-
aðarmanna, hafa undanfarið kom- ,
ið út nokkrar ágætar bækur og
bæklingar um jafnaðarstefnuna.
Jafnaðaimannafélagið gamla í
Reykjavík gaf út Kommúnista-
ávarpið eftir Mai'x og Engels,
Jafnaðarmannafélagið á Akureyri
hefir gefið út Þróun jafnaðai’-
stefnunnar eftir Engels og Er-
indi bolsjevismans til bænda
eftir Einar Olgeirsson og jafn-
aðarmannafélagið „Sparta“ gaf út
„Athugasemdir Marx við Gotha-
stefnuskrána með inngangi og
eftirmála eftir Brynjólf Bjama-
son. I undirbúningi er „Lenin og
kenning hans“, eftir Stalin og
rit hagfræðilegs efnis, sem
„Sparta“ mun gefa út, bæklingur
um baráttu verkakvenna, sem
verkalýðsfélögin á Siglufirði gefa
út, svo og bæklingur um Alþingis-
hátíðina frá 'Sambandi ungra
jafnaðarmanna. — Verkamenn
biðjið bóksala að útvega ykkur
þessar bækur.
Erindi bolsjevismans til bænda
heitir bæklingur eftir félaga
Einar Olgeirsson sem nýkominn
er út. Bæklingurinn er séi’prent-
un úr „Rétti“. Erindi þetta lýsir
stefnu kommúnista í landbúnað-
armálum og er framúrskarandi
vel skrifað. Þyrfti bæklingurinn
að komast inn á hvert bænda-
heimili á landinu. Hann fæst hjá
aðalumboðsmanni „Réttar“, Jóm
Guðmann, Akureyri.
Traktor til Rússlands.
Eins og skýrt er frá í blaðinu
á öðrum stað, hófu verkalýðsfé-
lögin í Vestmannaeyjum fjársöfn-
un til kaupa á dráttarvél (trakt-
or), sem íslensku verkalýðsfélög-
in gefi Ráðstjórnarlýðveldunum á
alþingishátíðinni. Traktorsöfnun-
in er nú í fullum gangi víða um
landið og hefur fengið góðar und-
tektir.
Útvegsbankinn.
Heyrst hefir að það sé í ráði
að rannsaka innstæðufé manna í
Útvegsbankanum til þess að kom-
ast að raun um hvort rétt sé tal-
ið fram til skatts.
Prentsmiðjan Acta.