Dvöl - 11.02.1934, Page 7
11. febr. 1934
D Y
o
Lúlu þykir gott sælgæti. Það
sagði hún mér í annað skiptið,
scm ég heimsótti hana. Skrítið,
þegar hún nartar í það, og það
hverfur inn á milli rauðra var-
anna. Og svo uppgerðar vonbrigð-
in, þegar allt er búið. Hún er al-
veg dásamleg. Hún hvíslaði því að
mér, að hún væri svo hrædd við
þrumur, að hún styngi höfðinu
milli svæflanna i setustofubekkn-
um, þegar þrumuveður gerði. Hún
trúði mér líka fyrir þvi, að sig
liefði alltaf langað til að eiga
svartan flauelskjól með mjög
löngum slóða og hvítum blúndum
i hálsmáli og ernium. Hún full-
vissar mig um, að hún muni verða
afhrýðissöm eins og Spánverji, og
að hún ætli að kaupa sér gullbú-
inn rýting, til að hefna sin með.
En hvað hún er hrífandi, þegar
liún endurtekur við mig þessar
i jarstæður með barnslegum sann-
færingarkrafti. Jafnvel Soffia get-
ur ekki s-tilll sig um að brosa. Og
nvað svipur hennar verður þá
þjartur. Ó, þessi Soffía, sem eg
þekki ekki neitt.
Bókin, sem Iiann hélt á, datt á
gólfið. Hann hrökk saman og leit
undrandi kringum sig cins og
'iann ætti bágl með að skilja, að
þetta væri hann sjálfur. En þetta
var áreiðanlega hann sjálfur, Ró-
kertó Montefrancó, sem stóð sigað
þvi að vera niðursokkinn í hugs-
anir sínar.
Svo var það eitt kvöld, Myrkrið
Ö L
var að detta á. Soffía stóð við
gluggann út að svölunum og horfði
ofan á iðuna á götunni og lilustaði
á skarkalann. Það var eins og hún
væri að hyggja eftir einhverju sér-
stöku. Skyndilega roðnaði lnin og
hneigði sig ofurlitið. Svo náföln-
aði hún, sneri sér undan og gekk
innar í herbergið. 1 söniu andrá
kom Lúla þjótandi, skellti á eftir
sér hurðinni og velti um stólnum
í flýtinum.
•— Hvað ert þú að gera hér, ung-
frú Soffia Santangeló? Ertu að
lesa ?
•lá. Eg var að lesa.
Og þú kærðir þig ekki einu
sinni nm að standa úti á svölun-
um.
En, ef'ég liefði nú gert það?
Hugsaðu ])ér. Ég hefi verið
bundin, því að saumakonan mín,
hún Albína, er að sauma mér
kvöldkjól, og ég varð að máta
hann. Eg skalf af óþolinmæði, þvi
að í gærkvöldi sagði ég Róbertó,
að hann skyldi fara í gráa yfir-
frakkann sinn í kvöld, spenna Sel-
im fyrir vagninn klukkan liálf sjö
og aka hérna fram hjá. Ilver veit,
nema hann hafi hlýtl mér.
Roberó ók hérna fram hjá í
gráa frakkanum.
- Guð komi til. livernig veiztu
það? Ég liélt, að þú hefðir verið
að lesa.
— Ég stóð við gluggann.
Svo þú þekkir Robertó, þó að
þú lítir aldrei á hann. Hneigði
liann sig fyrir þér?