Dvöl - 11.02.1934, Page 16

Dvöl - 11.02.1934, Page 16
.14 D V Ö L 11. febr. 1934 fslenzkar sagnir og kveSlingar. Þáttur frá Jóni á Hellu, Jóni í Skógum og Jóní Eggertssyni. Eftir Gísla Konráðsson. 9. Enn áleitni Hellu-Jóns við Skóga-Jón. Skömmu síðar var það, aS Skóga-Jón var genglnn á næsta hæ, eSa aS fé sínu. Kom þá grá kýr lieim að Skógum, með brota- júfri, að þvi kallað er. Kona Jóns sá, að ekki var hún af næstu bæj- nni, hugði slrokukú vera, og ætl- aði velgerð i að mjólka liana, að liún skemmdist eigi; var að sjá, að hún væri kvenelsk; fór því til og mjólkaði kúna. En i þvi lnin hafði hreitt liana og setti frá sér fötuna, kom Jón maður hennar hlaupandi, spyrndi fæti við föt- unni og s])illti niður allri mjólk- inni; kvaðst sjá, hvað Hellu-.Tón liefði ætlað sér og öllu hyski sínu, ef neytt hefði verið mjólkurinn- ar. Sáu þá heimamenn að hann tók svartan — aðrir segja mó- rauðan — hvolp úr barmi sér^og sigaði á kúna. Elti hann kúna og út með ánni, fyrir neðan Möðru- velli. Sá það freskir menn og ó- freskir, að hundur hljóp af strönd utan móti kúnni og hvolpinum, en allt hvarf það við Hörgár- dalsá. Misserum var svo farið, að nýhyrjaður var sláttur. Yar það þá degi síðar, að um miðdegi lá svartur hvolpur undir bæjarvegg á Brakanda, koti einu hjá Auð- hrekku. Hiti mikill var á, og er sláltumenn, er höfðu lagt sig fvrir um liæstan dag, komu út aftur til sláttar Jítið af nóni, sáu þeir hvolpinn; stóð hann upp og geispaði. Hevrðist þeim hann þá mæla mannsröddu, að þeir sögðu, og segja: „Heitt á Brakanda núna, piltar!“, og varð það siðan að orðtaki sumra, þá hitar eru miklir. Við það hvarf liann á brottu. Slíkar voru þá sagnir, og þeim öllum trúað. 10. Frá Hellu-Jóni og Jóni presti. Jón hét prestur, er sagður er á Höfða í Höfðahverfi, en aðrir telja það Jón ])rest greipaglenni á Skinnastöðum verið hafa sonEin- ars jjrests galdrameistara, og sagl er að Hellu-Jón hefði gletzt við ])rest þennan, en ekki getið hvað þeim bar á milli í fyrstu, en tal- ið, að prestur væri harðger og manaði Jón og létist að engu hræddur. Það var þá nokkru síð- ar, að prestur fór sjóleið i kaup- stað inn á Akureyri, en er inn sótti á fjörðinn var það í logni, að hoði reis undir skipi ])rests, svo

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.