Dvöl - 11.02.1934, Page 18
16
D V
Ö L
11. febr. 1934
berja á honum, fyrir því hann
var mikill fyrir sér, en .Tón lítil-
menni til burða. Það segja og
sumir, að prestur lysti Jón linefa-
högg og það með, að þegar eftir
visnaði liönd prests og kenndu
menn það fjölkyngi .Tóns á Hellu.
11. Hellu-Jón leikur á Skóga-Jón.
Hellu-Jón lagði mjög þungan
hug á Skóga-.Tón fyrir því hann
þóttist ekki fá á hann leikið. Var
það þá síðar á einu sumri, að
Skóga-Jón fór lestaferð vestur
undir Jökul. Var Þuriður kona
lians þá þunguð. Sagði hann
henni áður hann fœri að
heiman, að ganga aldrei út
um nætur, hvað sem henni
heyrðist eða þætti við liggja,
og hét hún þvi. En það varð
meðan Jón var á brottu, að
oft Jieyrðist henni liark úti á nótt-
um, en hún gætti þess vandlega,
er maður hennar varaði hana
við, áður en hún ól harn það, er
hún gekk með. En þá var það
viku síðar nótt eina, að úr hófi
keyrði, þvi að allar voru þá þekj-
ur barðar og brothljóð í hverju
Iré. Sendi liún ])á út að vila, hvað
um var. Sá kom inn aftur, er
sendur var, og varð einskis var,
og sagði það Þuríði, en ekki létti
harkinn að lieldur, og var þá enn
að lieyra sem bærinn mundi nið-
ur hrynja. Varð henni það þá fyr-
ir, að hún gætti ekki varúðar
manns síns og liljóp út. Sá hún þá
kúafjölda ærinn. Sigaði hún á þær
og elli úr túninu, en er hún kom á
túngarð, datt henni í hug, við
hverju maður hennar hafði var-
að hana og flýtti sér heim, en þá
var barnið dáið, er hún hafði ný-
alið, og var það kennt Hellu-
Jóni, og ætlað hefði liann henni
það sama,,ef hún færi út af tún-
inu. En það er frá Skóga-Jóni að
segja, að nótt þessa hina sörnu
rak liann lest sína vestan Yxna-
<lalslieiði, og er hann kom að
Lurkasteini, þar norður hallar af
heiðinni, rnælti liann við lags-
menn sina og hað fvrir sér: „Þar
tókst honum að drepa harnið“.
Heið hann þegar undan lestinni
út til Skóga að vita hvað konu
sinrii liði. Lofaði hann þá guð,
er henni hafði ekki að meini orð-
ið. En það er sagt, að eftir það
hyggði hann á að fyrirkoma
Hellu-Jóni, ef færi fengist, þó
ekki hefði hann leitazt við því
áður.
600 dagblöð
eru hætt að koma út í Þýzka-
landi síðan Nazistar tóku þar við
völdum. Útbreiddast er nú „Ber-
liner Morg'enpost“ í 343 þús. eint.
(áður 750 þús.), en næst er höfuð-
málgagn Hitlers „Völkischer Beo-
hachter", í 311 þús. eint. Yfirleitt
hefir útbreiðsla Nazistablaðanna
aukizt, en annara minnkað, vegna
afnáms prentfrelsisins.
Prentsmiðjan Acta.