Hænir - 10.11.1923, Qupperneq 3

Hænir - 10.11.1923, Qupperneq 3
Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Arngrí.msson Talsími 32 :: Pósthólf 45 Kemur úl einu sinni í viku; niinst 52 blöð á ári. Verð 6 kr. árg.; til næstu ára- móta 1 kr., er greiðist fyrir 15. desember þ. á. 1. árg. Seyðisfirði, 10. nóvember 1923 1. tbl. Auglýsing. Búnaðarnámsskeið verður haldið að Egilsstöðum í Vallahreppi dag- ana 21.— 24. janúar 1924. Umsóknir sendist Sveini Jónssyni, bóncla á Egilsstöðum, fyrir 7. janúar. Ætlast er til að umsækjendur mæti að kvöldi þess 20. Búnaðarsamband Austurlands. Brautargengi. „Þá kná Hænir hlautvið kjósa ok burar byggva bræðra Tveggja vindheim víðan. Vituð ’er enn eða hvat?“ (Völuspá). „Hánn varð að sætt með goðum og Vönum“. — (Gylfaginning). HÆNIR heitir hann. Að erfðum fékk hann þaö vanda- sama hlutskifti,að úrskurða vanda- mál og þagga þrætur. í vöggugjöf öðlaðist hann fjöl- vísi, og í tannfé mælsku. Og í nafnfesti er honum gefinn eiginleikinn ad hugsa rétt, og dygðin að vilja vei. Stefna Hænis í þjóðmálum mun koma Ijósast fram í því, hverja aístöðu henn tekur til mála þeirra, er hann ræðir. Munu hin'ýmsu atriði máia þeirra, sem efst eru á baugi með þjóð vorri nú og framvegis, tekin til meðferðar öðru hvoru. En vit- anlega er ekki hægt að gizka á öll þau mál, er Hænir kann að láta sig varða. Rás viðburðanna lyftir smátt og smátt tjaldinu frá sjónarsviði framtíðarinnar, þar sem ný viðfangsefni birtast og krefjast nýrrar athygli og nýrra starfa, þótt þau, sem efst eru á dagskrá sam-. tíðarinnar, verði1 útkljáð að kalla. Skal nú að nokkru gerð grein fyrir áliti Hænis í ýmsum atrið- um: Hverskonar breytingar sem um er að ræða, getur hann því að eins aðhylst, að þær séu augsýni- lega til umbóta. Honum stendur ekki svo ógurlegur geigur af upp- hrópunum ærslabelgjanna: „að láta alt hjakka í sama farinu“, en véit hitt, að: „oft er það gott, sem gamlir kveða“, og þess vert, að ekki sé við því skelt skolleyr- unum. Mun Hænir því standa fast á móti umróti og byltingum í hátt- um þjóðarinnar og þjóðskipulagi voru því, sem nú er, en styðja fornar jojóðlegar venjur og forna menningu eftir því, sem við þykir eiga. Báða aðalatvinnuvegi landsins, sjávarútveg og landbúnað, mun Hænir styðja jöfnum höndum, því að honum er það Ijóst, að vel- líðan landsmanna er undir þeim komin, og að þeir, .sem þá at- vinnuvegi stunda, eru máttarstoð- irnar undir fjárhagsþoli þjóð- arinnar, og að hagur þessara at- vinnugreina er svo nátengdur, að hvorum fyrir sig ber að styðja hinn til viðhalds og eflingar þjóðinni. A kaupsýslusviðinu mun Hænir af alefli styðja frjálsa verzlun, hvort sem er kaupfélagsskapur eða einstakra manna verzlun. En á hinn bóginn mun hann leggjast eindregið á móti allri ríkiseinka- sölu og einokun. Mentir, listir og vísindi mun Hænir styðja af fremsta megni, eftir því sem hann telur ástæður leyfa og að haldi komi þjóðinni. Sjálfsforræði íslands út á við vill Hænir af alefli styðja, og að öll viðskiftafyrirtæki, sem landið hefir, verði innlend eign svo fljótt sem verða má, þar á meðal rit- símasambandið. Stéttaríg allan vill Hænir stuðla til að kæfa niður, því honum er fullljóst, hversu miklum háskaslíkt má valda í þjóðfélaginu, og því frekar, er um fámenna þjóð er að ræða, sem veitir ekki af að vinna með óskiftum kröftum. Hænir vill sneiða hjá illdeilum og ósæmilegu rógskrafi, en eigi að síður mun hann mæla með fullri alvöru, við hvern sem hann á í hlut. Og í því sambandi þyk- ir rétt að taka það fram, að hann ber sjálfur ábyrgð á orðum sín- um, og enginn skipar honum að mæla annað en það, er honum gott þykir. Svo á hendur honum sjálfum er að stefna ávirðingun- um, ef ástæða þykir til. En hverj- um þeim, sem ræða vill við hann með hógværð og rökum, býður hann að taka til máls. Hænir vill stefna mannvitinu á rökþing, þar sem valdagráðugir flokksribbaldar verða að þoka, svo að heilbrigðir kraftar þjóðar- innar sjálfrar fái að njóta sín. Til þess vili hann verða eins og „liann varð aö sætt með goðum ogVön- um“. Og megni hann þann „hlautvið kjósa“ með íslendingum, sem grær upp af mannviti, drengskap og sannri ættjarðarást, þá á hann skilið að Iifa. Ávarp. Mér er það Ijóst, er ég ræðst í að stofna þetta blað, að erfiðleik- ar miklir eru á viðhaldi þess. Vænti ég því blaðinu stuðnings og velvildar allra góðra manna, sem fylgja eða fylgja kunna, að ein- hverju eða öllu leyti stefnu þeirri, er það heldur fram. Sérstaklega sný ég þessu máli mínu til Austfirðinga, því ég efast ekki um, að þeir sjái gagniö af því, að blað sé gefið út í fjórð- ungnum, því óneitanlega er það þó altaf menningarvottur. Og ég mun gera mér far um, að gera það svo úr garði, sem tök verða á. Og fremur öðru verða þau mál til meðferðar, er Austfirðinga sjálfa varða. Ritstj. Alþingiskosningarnar. Nú er frétt um kosningarnar í ölium kjördæmunum, nema Norð- ur-Múlasýslu, og hafa þær farið sem hér segir: Gullbringu- og Kjósarsýsla:* 1. Ágúst Flygenring B 1457atkv. 2. Björn Kristjánsson B 1369 — Sigurjón Á. Ólafsson J 708 — Felix Guðmundsson J 566 - Vestmannaeyjasýsla: Jóhann Þ. Jósefsson B 652 atkv. Karl Finarsson F 354 — . Ólafur Friðriksson J tók framb. aftur. Árnessýsla: 1. Magnús Torfason Ó 769 atkv. 2. Jörundur Brynjólfss. F 766 — ÞorleifurGuðmundsson F 589 — lngimar Jónsson J 537 — Sig. Sigurðsson B 489 — Gísli Skúlason B 207 — Páll Stefánsson F 155 — Rangárvallasýsla: 1. Eggert Pálsson B 692 atkv. * B = Borgaraflokkur. F Framsóknarflokkur; J = Jafnaðarmaður. Ó= Óráðnir. Með smáletri nöfn þeirra, sem ekki náðu kosningu. 2. Klemenz Jónsson F 651 — Einar Jónsson B 641 — Gunnar Sigurðsson F 623 — Helgi Skúlason ? 61 — Vestur-Skaftafellssýsla: Jón Kjartansson B 455 atkv. Lárus Helgason F 316 — Austur-Skaftafellssýsla: Þorleifur Jónsson F 319 atkv. Sigurður Sigurðsson B 195 — Suöur-Múlasýsla: l.Sveinn Ólafsson F 883 atkv, 2. Ingvar Pálmason F 838 — Magnús Gíslason B 610 — Sigurður Kvaran B 480 — Seyöisfjörður: Jóhannes Jóhannesson B197atkv. Karl Finnbogason F 178 — Norður-Þingeyjarsýsla Benedikt Sveinsson B sjálfkjörinn. Suður-Þingeyjarsýsla: Ingólfur Bjarnason F 877 atkv. Sigurður Jónsson F 377 — Akureyri: Björn Líndal B 656 atkv. Magnús Kristjánsson F 613 — Eyjafjaröarsýsla: 1. Einar Árnason F 1195 2. Bernharður Stefánss. F 900 atkv. Sefán Stefánsson B 895 — Sigurður E, Hlíðar B 781 — Stefán Jóh. Stefánsson J 304 — Skagaf jarðarsýsla: 1. Magnús Guðmundss. B 901 atkv. 2. Jón Sigurðsson B 839 — Jósep Björnsson F 495 — Pétur Jónsson F 423 — Austur-Húnavatnssýsla: Guðmundur Ólafsson F 392 atkv. Sigurður Baldvinsson B 314 — Vestur-Húnavatnssýsla: Þórarinn Jónsson B 262 atkv. Jakob Líndal F 235 — Eggert Leví tók framb. aftur. Strandasýsla: Tryggvi Þórhallsson F 377 atkv. Magnús Pétursson B 281 — Norður-ísafjarðarsýsla: Jón A. Jónsson B Jón Thóroddsen J Arngr. Fr. Bjarnason Ó ísafjörður: Sigurjón Jónsson B 440 atkv. Haraldur Guðmundsson J 439 — Vestur-ísafjarðarsýsla: Ásgeir Ásgeirsson F 620 atkv. Guðjón Guðlaugsson B 341 —

x

Hænir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.