Hænir - 10.11.1923, Page 4

Hænir - 10.11.1923, Page 4
2 HÆN I R 1. tbl. i Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Appelsínur Epli Vínber Kartöflur Mjólk, 2 teg. Ke^, 3 teg. Maismjöl Haframjöl Rúgmjöl Hveiti, 2 teg. Rúsínur Sveskjur Súkkulaði, 5 teg. Grænsápu Handsápur Sóda Kaffi Export Cylinderolíuna „RAPID“ Símskeyti (frá fréttaritara Hænis). Ak. ö/n. Þýzkaland f uppnámi. Ægilegar dýrtíöaróeirðir hófust á mánudag í Berlín, og halda áfram sem Qyðingaofsóknir. Allar búðir Gyðinga rændar. Búist við bióðugum atbiirðum um alt rfkið í dag (9 nóv.). Vopnaðir herflokkar vaða uppi í Bayern, Saxlandi, Thúringen, Pommern, Mecklenburg, Slesíu og Austur-Prússlandi. Ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til varnar Berlínarborg og krefst stuðnings allra stétta. Frakkar eru reiðubúnir til að ráðast inn í Þýzkaland ef þjóðernissinnar nái völdum þar. Rfnarlýðveldið er liðiö undir lok. Belgir hafa skift um steínu og svift skilnaðar- menn vopnum. Noregur: Landsfundur kummunistanna norsku, hefur synjað úrslitakröfum frá Moskva um aö hallast að fyrirtnælum þaöan rneð 163 atkvæðum gegn 103, og er meiri hlutinn farinn úr alþýðusambandinu í Moskva. Meirihluti Stórþingsins norska hefur lagt til að Kristjanía heiti Osló. Tyrkland er orðið lýðveldi og forseti þess Mustapha Kemal. Reykjavík. Þrír menn hafa horfið í höfuðstaðnum með hokkurra daga milli- bili, og þykir þetta eigi einleikið. Maður hefir verið settur í gæzlu- varðhald, sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi eins mannsins. Barðastrandasýsla: Hákon Kristófersson B ? atkv. Andrés Jóhannesson F Dalasýsla: Bjarni Jónsson frá Vogi B 420 atkv. Theodór Arnbjarnarson F 316 — Snæfellsnessýsla: Halldór Steinsson B 666 atkv. Guðmundur Jónson J 214 — Jón Sigurðsson F 24 — Mýrasýsla: Pétur Þórðarson, B sjálfkjörinn. Jón Sigurðsson tók framb. aftur. Borgarf jarðarsýsla: Pétur Ottesen B sjálfkjörinn. Reykjavík: Jón Þorláksson B Jón Baldvinsson J Jakob Möller B Magnús Jónsson B Héðinn Valdemarsson J Lárus Jóhannesson B Hallbjörn Halldórsson J Magnús V. Jóhannesson J B-iistinn, listi borgaraflokksins, fékk 4944 atkv. og kom þannig að 3 mönntim, en A-Iistinn, listi jafnaðarmanna, fékk 2492 atkv. og kom að 1 manni. Úrslit kosninganna hafa orðið þau að- Borgaraflokkurinn hefir fengið 21 sæti, Framsóknarflokk- urinn 11, Jafnaðarmenn 1 og 1 er óráðir.n, Magnús Torfason 1. þm. Árnesinga. Framsóknarflokkur- inn hefur unnið á í 4 kjördæmum: S-Múlasýslu, Eyjafj.sýslu, Stranda- sýslu og V-ísafj.sýslu. einn þing- manni í hverju, en aftur á móti tapað í 5 kjördæmum, 1 þingsæti í hverju: Vestm.eyjasýslu, Árnes- sýslu, Rangárv.sýslu, V-Skaftafells- sýslu og Akureyri. Keyndar er ekki gott að gizka á hvar Magnús Torfason ræður sig í skiprúm, en snúist hann í lið Framsóknar- flokksins, verður þar jafnt á skipaö að höfðatölu og fyrir kosningar, þar til útséð er um N-Múiasýslu. En ekki ætlandi að henni verði jafn mislagðar hendur og S-Múla- sýslu. Því mestum undrum sætir það í þessum kosningum, að fella Magnús Gíslason, sýslumann, jafn ágætan mann og gáfaðan frá kosningu, en velja í hans stað Ingvar Pálmason, að honum ólöstuðum, sem manni. Kosning- arnar í Strandasýslu og V-ísa- fjarðarsýslu bera reyndar heldur slælegan vott um stjórnmálalegan þroska kjósenda. En þrátt fyrir þessa vinninga mun nú Fram- sóknarflokknum finnast svipur sinn anpar en var fyrir kosning- arnar, og sem hrunið hafi blóm- knappur úr kórónu sinni er Akur- eyringar lögðu foringjann að velli, forseta sameinaðs þings. Af 12 jafnaðarmönnum og kommunistum sem í kjöri voru náði aðeins'l kosningu. Að landskjörnu þingmönnunum meðtöldum, en N. Múlasýsiu ótalinni, er þá flokkaskipun þannig: 25 Borgaraflokksmenn, 13 Framsóknarflokksmenn, 1 Jafnaðarmaður og 1 óráðinn. Kokkur orð. Þar eð ég hef nú ákveðið að hætta blaðútgáfu og blaðamensku hér eystra, og snúa mér að öðr- um störfum, vil ég biðja hið nýja blað að bera öllum lesendum blaða þeirra, er ég hef stjórnað, beztu þakkir og kveðjur. Vænti ég, að mér gefist í framtíðinni kostur á að ná tali þeirra í riti, þótt á ann- an hátt verði en áður. Vil ég óska þess fyrir hönd hins nýja blaðs, að það megi ná til sem flestra og verða iesendum og rit- stjóra að gagni og gleði. Seyðisfirði,7.dag nóvembermánaðar 1923 Quðmundur Q. Hagalín. ."-O-- ■' — Frá bæjarstjórnarfundis.þm. Það nýmæli var þar á ferðinni, að Haraldur Guðmundsson, verk- stjóri, sótti um lausn úr niður- jöfnunarnefndinni. Eftir all-miklar umræður samþ. bæjarstjórnin að verða við þessari beiðni hans, nokkuð fyrir þá sök, að það upp- lýstist á fundinum, að heilsu hans væri þann veg farið, að honum þætti sér hollara, að vera ekki bundinn við þesskonar störf, en þó frekar vegna hins, að mönn- um var Ijóst, að flokkur sá, er stóð að kosningu -hans í niður- jöfnunarnefndina, gerði það að honum þvernauðugum. Annars leit meirihluti bæjarstjórnar svo á, réttilega, að tæplega væri gerlegt að verða við svona löguðum beiðnum, því fleiri gætu á eftir komið, og óheppileg skifti á mönn- um á miðjum kjörtímabilum, og skjóta þá inn í slíkar nefndir mönnum, sem ókunnir væru störf- unurn. í sambandi við þetta þykir rétt, að benda hvaða flokki sem er á það, að það er mjög óheppilegt, að þröngva mönnum, þótt góðir og starfhæfir séu, tif starfa opin- berra mála. Enda er það sjaldn- ast þörf. Venjulegast nógir tilleið- anlegir, þótt það séu stundum þeir, er síður skyldi. Fyrir fundinum lágu einnig beiðnir frá ungfrú Elízabet Bald- vins, um að fá e,ina kenslustofu í barnaskólanum til epskukenslu 3— 4 tíma í viku, og frá Hermanni Þorsteinssyni, erindreka, fyrir hönd Fiskifélags íslands, um að fá eina kenslustofu í barnaskólanum fyrir sjómannanámskeið, sem á að halda hér frá 19. þ. m. til l.febr. næstk., eða í rúma 2mánuði aðfrá- dregnum hátíðunum. Bæjarstjórn- in sam|oykti með 8 atkv. gegn 1 að leyfa báðum umsækjendum að nota kenslustofurnar endurgjalds- laust, með ljósi og hita. En synd væri að segja að þetta gengi orðalaust af, og ekki laust við að vikið væri frá efninu. Að því er sjómannanámskeið- ið snertir má geta þess, að þetta verður í síðasta sinn, sem það verður haldið, og ættu menn því að nota tækifærið. Pianókensla. Nokkrir nemendur geta fengið tilsögn í píanóspili. Emilía Bjarnadóttir Talsími 38 2, hefti af Þjóðsögum og sögnum Sig- fúsar Sigfússonar er nýbyrjað að prenta hér í prentsmiðjunni, og búist við að prentun þess verði lokið í janúar næstk. Þetta hefti verður nálega þrefalt stærra en 1. heftið og heitir sá flokkur Vitrana- sögur. Verður útgáfa þessa heftis jafn vönduð og hin fyrsta.j og kápu- myndin hin sama. Hænir kostar í lausasöhi 25 aura. Þeir, sem gerast vilja fastir kaupendur, tilkynni.

x

Hænir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.