Hænir - 23.03.1925, Blaðsíða 1
Q^'XJÍXX iXXXU1XXXLX * 1iX'tl iiÁt.iíXXX..
: Ritstjóri og ábyrgðarm. :
Sig. Arngrímsson |
Talsími 32 :: Pósthólf 45 !
Kemur út einu sinni í viku;
minst 52 blöð á ári. Verð
6kr. árg. Gjaldd.l. júlí, inn-
anbæjar ársfjórðungslega
3. árg.
Seyöisfirði, 23. marz 1925
12. tbi.
Ræða
Jóns Þorlákssonar
við 1. umræðu fjárlaganna í
Neðri deild 10. f. m.
Nl.
Gengið.
Gengi íslenzku krónunnar var í
byrjun ársins 53.8% af gullverði,
lækkaði síðan fyrstu mánuöi árs-
ins og náði Iágmarki 12. marz;
var það þá 46,8% af gullgildi.
Síðan hækkaði gengið, stóð í maí
og júní nálægt 50% af gullverði,
og hækkaði úr því jsfnt og þétt
upp í 63.1% af gullverði í árslok.
Hækkun hélt einnig áfram eftir
áramótin, og gengið er nú um
65.4% af gullverði. Auðvitað er
það hin mikla framleiðsla, sam-
fara hagstæðari verzlun, en undan-
farin ár, sem hefir gert þessa
hækkun mögulega, en að hækk-
unin hefir gengið jafnt og rólega,
án þess að gengið sveiflaðist upp
og niður, er að minsta kosti að
talsverðu leyti að þakka starfi
nefndar þeirrar, gengisnefndarinn-
ar, sem skipuð var á miðju árinu,
samkv. ákvörðun laganna um
gengisskráningu og gjaldeyrisverzl-
un frá 4. júní f. á. Vegna þess,
hve gengið ver lágt allan fyrrihluta
ársins, hefir meðalgengi peninga
vorra yfir árið í heild, ekki verið
nema hér um bil 53% af gullverði,
og hefir meðalgengið ekki orðið
svo lágt nokkurt undanfarið ár,
hafði t. d. verið um 59% árið 1923.
Seðlaútgáfan.
í sambandi við gengi pening-
anna, þykir mér rétt að gera grein
fyrir seðlaútgáfu bankanná á árinu,
og skiftum stjórnarinnar af henni.
f byrjun voru seðlar í umferð frá
báöum bönkunum tæpar 6 milj.
kr.. og 1. apríl var upphæðin
komin niður í 51/* milj. kr., hvort-
tveggja lægra en verið hafði nokkru
sinni á sama tíma árs síðan 1918.
1. júlí var veltan komin upp í 6.4
milj. kr., og var þetta líka lægra
en verið hafði á sama tíma síðan
1918. Eftir gildandi lögum átti ís-
landsbanki að draga inn 1 miljón
kr. af seðlum sínum fyrir 31. okt.,
en 30. júní skrifaði bankastjórnin
ráðuneytinu og benti á, að gjald-
miðilsþörfin mutidi ekki leyfa
þennan inndrátt, án þess, að aðrir
seðlar væru gefnir út í staðinn,
og vegna hækkandi verðlagsmundi
þurfa þar til viðbótaraðra miljón,
og lagði til, að ríkisstjórnin hlut-
aöist til um, aö Landsbankinn setti
í umferð samtals 2 milj. króna,
samkv. heimild í lögum nr. 7. frá
4. maí 1922. Um þetta var leit-
að álits stjórnar Landsbankans, og
taldi hún í svari sínu 12. júlí eigi
mögulegt að framkvæma lögmæt-
an seðlainndrátt án stórfeldrar
röskunar á atvinnulífi þjóðarinnar,
en leggur hins vegar mikla áherzlu
á, að seðlaútgáfan sé takmörkuð
svo freklega sem unt er, og þess
vegna haft aðhald sem mest má
vera. Eftir tillögu þessarar banka-
stjórnar var svo Landsbankanum,
með bréfi 17. júlí, heimilað að
setja í umferð l1/2 milj. kr. íseðl-
um, en báðum bönkunum tilkynt,
að ráðuneytið legði „áherslu á
það, að hvorugur bankinn noti
aukningu seðlamagsins til aukinna
útlána í neinni mynd, og að stjórn-
ir beggja bankanna geri alt sem í
þeirra valdi stendur, til þess, að
draga inn sem mest af umferða-
seðlunum í haust, þegar gjaldmið-
ilsþörfin væntanlega fer að minka.
Þessi aukning reyndist ónóg.
Ýmist eftir beinni beiðni Lands-
bankans eða eftir meðmælum frá
honum, var honum með sömu
skilyrðum heimilað að gefa út til
viðbótar:
30. sept. 1 milj. kr.
7. okt. J/2 milj. „
31. okt. milj. „
Samtals var þá búið að gera
ráðstafanir til að setja í umferð
33/4 milj. kr. umfram þær 6 milj
er íslandsbanki mátti hafa úti eftir
31. okt., og gömlu Landsbankseðl-
ana 8/í milj. kr., eða seðlaveltan
var komin alt aö ÍO1/^ milj. króna.
Samkvæmt skýrslum bankanna
hefir seðlaveltan í heild verið á
mánaðarmótum:
30. sept. 1924 9 milj. 979 þús.
31. okt. 1924 10 milj. 015 þús.
30. nóv. 1924 8 milj. 984 þús.
31. des. 1924 8 milj. 621 þús.
31. jan. 1925 8 milj. 295 þús.
Hámarki náði seðlaveltan í nóv.
snemma, komst upp í ÍO1^ milj.
kr., og mun aldrei áður hafaorð-
ið eins mikil, nema haustið 1919
og 1920.
Þessi mikla aukning seðlavelt-
unnar, var auðvitað mjög varhuga-
verð, og ráðuneytinu var það Ijóst,
að skylt var að neyta allra ráða
til þess að sporna á móti henni.
Ástæðan fyrir seðlaþörf bankanna
haustmánuðina var yfirleitt ávalt
ein og hin sama, nefnilega kaup
þeirra á erlendum gjaldeyri. Þeir
hafa á liðna árinu keypt erlendan
gjaldeyri fyrir eitthvað 17 milj.
kr- um fram það, er þeir seldu.
Þennan mismun urðu þeir að borga
með ísl. krónum. Nokkuð greiddu
jeir með skuldajöfnuði við selj-
endur; þar að auki gátu þeir not-
að afborganir, sem þeim guldust
frá öðrum hérlendum skuldanaut-
um. En þetta reyndist ekki nóg,
seðlaaukningu þurfti til viðbótar.
— Sú spurning liggur nærri,
hvernig farið hefði, ef neitað hefði
verið um seðlana, og svarið ligg-
ur í augum uppi. Þá hefðu þeir
orðið að hætta að kaupa þann
erl. gjaldeyri sem bauðst; verð
hans hefði hríðfallið í bili, meðan
framboðið var mest, en hækkað
síðan aftur. Ef neitað hefði verið
að nokkru eða öllu um þær 2xjv,
miljónir, sem heimilaðar voru á
einum mánuði, frá 30. sept. til 31.
okt., einmitt þegar útflutningur og
sala á aðalafurðum landbúnaðar-
ins var að byrja, þá hefði þar af
leitt stórkostlegt verðfall á einmitt
þeim erlenda gjaldeyri, sem fékst
fyrir þessar afurðir, og þar meö
óverðskuldað stórkostlegt tap fyrir
landbúnaðinn. Undir þessum kring-
umstæðum varð ráðuneytið að
telja sér skylt að heimila þá seðla-
útgáfu, sem þurfti til þess, að
bankarrir gætu haldið erlenda
gjaldeyrinum í því verði, sem
gengisnefndin skráði.
Þetta er í eðli sínu alveg hið
sama, sem að leyfa seðlabanka á
venjulegum tímum, að gefa útseðla
til að kaupa fyrir þá gull, og það
er jafnan talið sjálfsagt. En hitt
væri alveg óleyfilegt, að prenta
seðla til þess að lána þá út. Slíkt
leiðir beint út í verðfall pening-
anna. Og þegar svona stendur á,
að óvenju mikla seðla hefir þurít
að láta úti vegna kaupa á gulli
eða erl. gjaldeyri, þá er ekki nóg
að hafa útlánin meðan seðlavelt-
an er að aukast; það verður að
hefta þau þangað til svo mikið er
inn komið af seðlunum aftur, að
seðlaveltan þykir hæfileg. Slík út-
lánahöft eru ekki annaö en brýn
og óhjákvæmileg ráðstöfun til þess
að halda uppi genginu, eða gildi
peninganna.
Bankarnir, gjaldeyrisnefnd og
ríkisstjórn aðvara.
Þetta hefir bæði bönkunum,
gjaldeyrisnefndinni og stjórninni
verið Ijóst. Bankarnir sendu út að-
vörun til skiftavina sinna um að-
hald í ráðstöfunum, og ráðuneyt-
ið sendi, eftir beiðni gjaldeyris-
nefndarinnar, áskoranir í sömu
átt til allra sparisjóða og sveita-
stjórna. Seðlaveltan hefir líka far-
ið minkandi seinustu mánuðina,
en þó er hún ennþá svo mikil,
meira en þriðjungi hærri en í fyrra
á sama tíma, að full ástæða ertil
að fara varlega.
Ég hefi viljað skýra nokkuð ít-
arlega frá þessu, bæði vegna þess,
aö málið er í sjálfu sér svo mik-
Isvert, og vegna þess að stjórnin
hefir orðið fyrir dálitlu aðkasti út
af því, að hún vildi ekki um mán-
aðamótin okt,—nóv., þegar seðla-
veltan var sem allra hæst, neyða
-andsbatikann til að byrja á lán-
veitingum, samkv. lögum frá 4.
úlí f. á., um stofnun Búnaðarlána-
deildar. Þessi lánadeild tók svo til
starfa jafnskjótt og inndrætti seðla
var svo langt komið, að með
nokkru móti þótti forsvaranlegt að
hvetja til þess, að nokkur banka-
lán yrðu veitt, og það var ekki
fyr en um síðustu mánaðamót.
Horfurnar.
Þá læt ég útrætt um liðna árið að
sinni, og sný mér að þeim við-
fangsefnum, sem fram undan eru.
Skal ég þá fyrst drepa lítjð eitt á
almennar horfur.
Gdðæri freistar til áræða.
Það er almenn reynsla, að góð-
ærið freistar manna til ýmiskonar
áræða og framkvæmda, jafnvel til
léttúðar og eyðslu. Sagan sýnir
greinilega, að góðæri í fjármálum,
eða hækkandi hagsveifla, stendur
aldrei nema örfá ár í senn, og
endar með fjárkreppu, sem verð-
ur því harðari og skaðvænni fyrir
atvinnulífið, sem menn hafa verið
örari til áræðanna og léttúðugri
á uppgangsárunum. Þessu lögmáli
lútum vér eins og aðrir. Á róleg-
um tímum virðist hækkun hag-
sveiflunnar, eða góðærið í fjár-
málum, geta staðið yfir í 3 til 5
ár, en á umbrotatímum vilja sveifl-
urnar verða tíðari og styttri. Er
skemst á að minnast, að síðasti
uppgangstíminn hjá oss stóð ekki
nema rúmlega eitt ár, 1919, og á
eftir kom sú fjárkreppa og hrun,
sem vér höfum ekki yfirstigið til
fulls ennþá. Vér megum nú ekki
við því, að sá uppgangstími, sem
byrjaði snemma á síðastliðnu ári,
endi með einu hruni. Fram-
kvæmdamennirnir í landinu veröa
að liafa glöggar gætur á því, að
ráðast nú ekki í annað eða meira
en það, sem þeir geta af eigin
efnum fleytt yfir næstu fjárkrepp-
una, þegar hún kemur.
Gengishækkun raskar jafnvægi
milli tilkosnaöar og afraksturs.
Auk hinnar almennu vitneskju
um það, að sérhver uppgangstími
endar með fjárkreppu, eru í þetta
sinn tvær sérstakar ástæður fyrir
hendi, sem gera það knýjandi