Hænir


Hænir - 23.03.1925, Blaðsíða 2

Hænir - 23.03.1925, Blaðsíða 2
n æ N I[R NATHAN&OLSEN Tilbúinn á b u r ð u r. Eins og að undanförnu útvegum við Noregssaltpétur Superfosfat (fosfórsýru) Chilesaltpetur (köfnuparefni) Þessar áburðartegundir eru nauðsynlegar, ef þér viljið auka töðuna hiá yður. ef þér viljið „láta tvö strá vaxa þar, sem áöur var eitt“. J Látið okkur vita strax hve mikið þér þurfið af hverri tegund, svo við getum útvegað það nógu snemma. Verðið sanngjarnt. VERZLUNIN ST. 'FH. JÓNSSON hefir umboð fyrir: Brunaábyrgöarfélagiö „Nye Danske" Lífsábyrgöarfélagiö „Danmark“ Sjóvátryggingafélagið „Danske Lloyd“ Munið eftir að tryggja bæði líf og eignir. — nauðsýnlegt að viðhafa mestu gætni. Önnur er sú, aðvegnaund- angenginna breytinga á peninga- gildinu er jafnvægið milli tilkostn- aðar og afrakstrar við atvinnuvegi landsmanna sem stendur alveg gengið úr skorðum. Með öðrum orðum, vegna undanfarinnar hækk- unar á íslenzku krónunni hefir verðið á afurðum landsmanna að krónutali Iækkað hlutfallslega, en tilkostnaður innanlands við öflun afurðanna stendur ennþá í því háa krónutali, sem samsvaraði lágeng- inu fyrrj hluta árs 1924. Meðan þetta stendur svo, er tap á at- vinnurekstrinum alveg yfirvofandi, ef nokkuð ber út af um afurða- magn eða afurðasölu. Vona má, að þessi jafnvægisröskun lagfærist með tímanum á þann hátt, að til- kostnaðurinn lækki að krónutali, og lagi sig þar með eftir hinu hækkaða peningagildi, en ógæti- leg aukning eða útfærsla á at- vinnurekstrinum tefur fyrir lagfær- ingunni. Hin sérstaka ástæðan, sem nú knýr til þess að fara gæti- lega, er óvissan um gildi pening- anna eða gengi þeirra á komandi árum. Ef gengi íslenzku krónunn- ar heldur áfram að hækka, þámá búast við, að röskunin á jafnvæg- inu milli tilkostnaðar og afrakstr- ar haldi áfram að endurtaka sig hvað eftir annað, jafnvel þó lag- færingu verði náð um stundar- sakir. Aðvaranir bankanna, gengis- nefndarinnar og stjórnarinnar hafa naumast verið teknar nægilega til greina. Einhver aukning á fiski- flota landsmanna var sjálfsögð eftir svona mikið veltiár, en aukningin á togaraflotanum sýnist vera ó- gætilega mikil, þó vona megi, að fram úr rætist. Fjárhagur rfkissjóös. Framtíöar- stefnan. Þá skal ég loks víkja nokkrum orðum að horfunum um fjárhag ríkissjóðs, og um stefnu þá í fjár- málum ríkisins, sem ég tel, að vér eigum að fylgja næstu árin. Að nokkru leyti er þessi stefna á- kveðin af þjóðinni, með úrslitum síðustu kosninga, og af þessu Al- þingi, sem framgekk af þeim kosn- ingum. — I fyrra, á fyrsta þinginu eftir kosningarnar, var sú stefna tekin afdráttarlaust og ágreinings- laust milli þingílokkanna, að stöðva tekjuhallana, að sjá um, að gjöld ríkissjóðs færu ekkifram úr tekjum. Ég þykist vita, að eng- in hætta sé á, að hvikað verði frá þessari braut. En spurningin, sem úr þarf að leysa, er þessi, hvað á að gera við skuldirnar, og og fyrst og fremst lausaskuldirnar? Rikisskuldarnar f árslok 1923. 18 milj. kr. Lausaskuldir 43/i milj. króna. í landsreikningnum fyrir 1923 má sjá, að skuldir ríkissjóðs eru í lok þessa árs taldar rúml. 18 milj. og 62 þús. kr. og eru þá danskar krónur taldar án gengis- munar og sterlingspund ekki með fullum gengismun þeim, sem nú er. Síðan sá LR. var saminn, hefi ég þó fundið tvær skuldir, semég vissi ekki um áður, og veit ekki til, að nokkurntíma hafi verið taldar í LR; önnur í dönskum kr., um 135 þús., tilheyrandi Vífils- staðahælinu, en hin í íslenzkum krónum, smáskuld til jarðeldasjóðs, tilheyrandi Eiðaeigninni, hvort- tveggja samingsbundin lán. Af allri skuldaupphæðinni eru í LR um 474 milj. taldar lausaskuldir, en þar við ber að bæta einni af þeim upphæðum, sem taldar eru með fastaskuldum, en það var 72 milj. kr. til Landsbankans, sem upphaflega var samningsbundin skuld, en er fallin í gjalddaga fyrir nokkrum árum, án þess að afborganir hafi frarið fram eða nýr samningur verið gerður. Lausa- skuldirnar voru því í reyndinni 48/4 milj. kr. Þar af má telja sam- kv. framanskráðu, að greiddar hafi verið' á árinu 1924 upp und- ir 8/4 milj. kr., og eru þá fullar 4 milj. eftir. Lausaskuldir veröur að greiða sem fyrst. Nú er um tvent að velja. Ann- aðhvort að reyna að borga þess- ar skuldir á stuttum tíma 3—4 ár- um, eða breyta þeim í samnings- bundin afborgunarlán. Það væri ef til vill unt að fá talsverðu af þeim breytt í 15 eða 20 ára lán með 6^/2 til 1% vöxtum. Ég ræð eindregið til að fara hina leiðina, reyna að græða þetta á fám árum, og ég held, að það verði mögu- legt, ef engin stórfeld óhöpp koma fyrir. En það kostar talsverða sjálfsafneitun, því að verklegar framkvæmdir ríkissjóðs verða af skornum skamti á meðan. í mínum augum mæla margar mikilvægar ástæður með því að reyna að greiða skuldirnar á stutt- um tíma. Fyrst sú, að meðan út- gjöldin í 7. gr. fjárlaganna, vextir og afborganir lána, gleypa lli allra tekna ríkissjóös þá verður hvort sem er, ávalt mjög erfitt að hafa nokkurn af- gang til verklegra framkvæmda. Ef lausaskuldirnar væru festar með lántöku til lengri tíma, þá mundi bætast við núverandi útgjöld 7. gr. afborgun þeirra, 200 til 300 þús. kr. árJega, og greinin halda áfram að vera afskaplega þungur baggi um langt áraskeið. Önnur ástæð- an er sú, aðmestaf þessum Iausa- skuldum er í dönskum og íslenzk- um króum, en báðar eru sem stendur ekki nema um 2/s af gull- virði. Þær geta hækkað, enginn getur fortekið nema þær komi upp í gullverð, en því meir sem þær hækka, því meira raunveru- legt verðmæti þarf skuldanautur- inn (ríkissjóður) að láta af hendi til greiðslu vaxtá og höfuðstóls.— Reikningslega tilheyra síðustu greiðslurnar af tveim síðastnefndu lánunum, samtals 125 þús. kr., ár- inu 1928, en falla báðar í gjald- daga 2. janúar, og verður því í reyndinni að greiða þær af tekj- um ársins 1927. Þannig lækka af- borganir fastra lána samkv. 7. gr. á þessum tímamótum um 7s milj. kr. Jafnframt ber oss að greiða um 72 milj. kr. árlega í afborgan- ir af öðrum fastaskuldum, og telst mér svo til, 'að í árslok 1927 muni eftirstöðvar þeirra nema tæpum 10 milj. króna, og mest af þeim eru lán með iágum vöxtum, svo að gjöldin í 7. gr., afborganir og vextir af lánum, ættu úr því ekki að verða hærri en hér um bil 1 milj. kr. árlega, eða um helming- ur þess, sem nú er. Þar sem vér þá jafnframt værum losnaðir við greiðslurnar af lausaskuldum, mundi árlegur útgjaldaléttir nema fullum 2 milj. kr., sem verja má eftir því sem ástandið þá útheimt- ir, annaðhort til lækkunar á skött- um, eða til aukninga á framjcv., eða að nokkru til hvors fyrir sig. Er þessi greiðsla lausaskuld- anna á þrem árum ekki of þung- bær? Það er hún ekki ef bærilega árar. Ekki þarf annað en aðhalda áframeinsogsíðastliðið ár.Tekjuar- ganurgogeins val924 borgar lausa- skuldirnar að fullu á þrem árum. Mér finst sjálfsagtfyrir ríkissjóð- inn, eins og fyrir aðra skulda- nauta yfirleitt, að nota sér lágeng- ið, eftir því sem getan leyfir, til þess að greiða skuldir sínar með raunverulegum afföllum. Þriðja á- stæðan er sú, að slík skulda- greiðsla er sú bezta aðstoð, sem unt er að láta peningastofnunum og þeim atvinnuvegum, er lánsfé nota, í té á þeim erfiðu árum, sem búast má við, að nú séu framundan. Við skuldagreiðsluna, einkum innlendu skuldanna, losn- ar fjármagnið, verður handbærttil útlána, atvinnuvegunum tileflingar. Stefna stjórnarinnar er aö leitast viö, aö greiöa lausaskuldirnar á næstu þrem árum. Vér skulum þá hugsa oss, að lausaskuldirnar yrðu greiddar á þrem árum, þær væru úr sögunni í árslok 1927. Þá er að athuga, hver breyting verður á samings- bundnu skuldunum áþessutímbili. Fyrsta íslenzka ríkisskuldin, síma- lánið frá 1908, var borgað upp á síðasta ári. Á næstu þrem árum eiga þessi lán að hverfa, af þeim er talin eru í LR. 1923: Upphæð í árslok Árlega 1923. afborgun Lán hjá dönskum bönkum 1912. 133333 33333 Skipakaupalán í Har.delsbanken 825000 200000 íslandsbankalán frá 1918 ..... 500000 100000 Það er skoðun stjórnarinnar, aö vér eigum að setja oss það á- kveðna mark, að borga lausaskuld- irnar að fullu á þessum þrem ár- um. Auðna ræöur hvort þaðtekst aðná markinu, en hugur háttvirtra þingmanna ræður hálfum sigri í slíku máli, því má ekki gleyma. „Ríkiö án ríkisskulda“. Eitt af því fáa úr nútíðarstarf- semi íslendinga, sem verulega vakti athygli erlendra manna, var það, að vér bjuggum skuldlaust. Vér vorum „ríkið án ríkisskulda", og fyrir þetta öfunduðu útlendingar okkur og mikilsvirtu okkur, hve- nær sem á það var minst. Eftir styrjöldina miklu stendur nú öll Norðurálfan undir óbærilegri byrði ríkisskulda, og einnig oss hefir hrakið æði langt úr þeirri hollu stefnu, sem áður var haldin. Þó eru ríkisskuldirnar ekki orðnar oss nálægt því önnur eins sligunar- byrði og flestum hinum ríkjunum, þær eru ekki meiri en svo, að með öflugu átaki getum við hrist þær af oss. Fyrirmynda í starf- semi vorri, eigum vér að leita oss

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.