Hænir


Hænir - 23.03.1925, Side 3

Hænir - 23.03.1925, Side 3
HÆNIR þar sem þær eru beztar, íþvíefni finnum vér enga fyrirmynd betri en fjármálastjórn vors eigin lands eins og hún var fram að styrjöld- inni miklu. Þjóðarsorg. (Helgað minningu sjómannanna, er fórust í mannskaðaveörinu 7.-8. febrúar 1925.) Enginn flýr eitt um skref örlaga skapadóm; veraldar vegabréf verða þá innantóm. „Þegar að kemur kall kaupir sig engi frí". Hinum á hœla skall hurð, eða nœrri því. Fátt segir einum af. Ei mun það vafi neinn: SkipsÖgn í hyldjúpt haf hverfur sem maður einn. Alveg í einum svip yfir lykst báran há. Afskráir alla og skip Ægir í skyndi þá. Þetta er hið ægiiegasta sjóslys, sem orðið hefir hér á landi, og er sannkallaður alþjóðarharmur, því að þarna hafa horfið hinir röskvustu menn, úr öllum lands- fjórðungum, Og hvað var mann- tjón ófriðarþjóðanna í styrjöldinni miklu á móts við það manntjón, sem orðið hefir í liði íslenzku sjómannanna á þessum vetri? — Það var hverfandi, þrátt fyrir all- ar vígvélarnar. Er það ekki sorg- legt, að okkar fámenna þjóð skuli greiða slíkan skatt, að jafnvel sé þyngra en tárum taki? Og er það þá ekki eðlilegt, að maður geti ekki trúað því fyr en í seipustu lög, að forlögin séu svo grimm sem raun er á? En það er fagur vottur um hugsunarhátt íslendinga, að einkis hefir veriö látið ófreist- að til þess að leita uppi hin horfnu skip og reyna að bjarga þeim. Mun það í annálum haft, svo lengi sem land er bygt, þá er skipafloti héðan ieitaði dögum og vikum saman um þvert og endilangt Qrænlandshaf. Veörið mikla. Það brast á íslenzka fiotann, sem þá var vestur á „Hala“, um hádegi laugardaginn 7. febrúar. Varð það með svo skjótri svipan, að slíks munu ekki þekkjast dæmi, enda umhverfðist sjórinn í einu vetfangi, og ekki var hægt að ráða við neitt. Hið síðasta, sem menn vita um þá „Leif hepna“ og „Robertson", er það, að þeir voru skamt hvor frá öðrum, þegar veðr- ið skall á, en skip þau, er næst þeim voru, mistu brátt sjónar á þeim. Veðrið hélzt óbreytt í hálf- an annan sólarhring, en þá tók þ /í heldur að slota. „Leifur hepni" var með talsverðan afla, en um hitt skipið vita menn síður, hvort það hafði veitt nokkuð að ráði. Manntjónið. Á „Leifi hepna“ voru þessir 33 menn: Gfsli M. Oddsson, skipstjóri, Skólavörðustíg 3 B. Ingólfur Helgason, 1. stýrimaður, Hafnarfirði. Ásgeir Þórðarson, 2. stýrimaður, Bergstaðastr. 37. Valdemar Árnason, 1. vélstj. Hverf- isgötu 16. Jón Halberg Einarsson, 2. vélstj. Njálsgötu 39 B. Magnús Brynjólfsson, loftskeytam. Lindargötu 14. Jón Cornelius Pétursson, bátsm. Vesturg. 25 B. Ólafur Jónsson, matsv. Laugav. 38. Sigmundur Jónsson, Laugaveg 27. Stefán Magnússon, Njálsgötu 32 B. Jón Guðmundsson, Frakkast. 23. Ólafur Qíslason, Hverfisgötu 32. Þorbjörn Sæmundsson, Bergþ.g. 4. Oddur Rósmundsson, Bergþ.g. 7. Ólafur Brynjólfsson, Lindargötu 14. Jónas Quðmundsson, Akranesi. Sveinbjörn Elíasson, Bolungavík. SigurðurQuðmundsson, Önundarf. SigurjónJónsson,Bergstaðastr.30B. Helgi Andrésson, Mjóstræti 4. Jón Sigmundsson, Laugaveg 50. Jón Hálfdánarson, Hafnarstr. 18. Randver Ásbjörnsson, Rauðarárst. 9. Jón Jónsson, Austurstræti 11. Sigurður Lárusson, Bröttugötu 6. Sigurður Jónsson, Miðstræti 8 B. Sigurður Albert Jóhanness., Hvg.16. Sveinn Stefánsson, Miðhúsí Qarði. Þorlákur Einarsson, Rúfeyj.,Breiðaf. Jón Sigurðsson, Sveinseyri, Dýra . Ólafur Þorleifss., kyndari, Vatnsst.4. Björgvin Kr. Friðsteinsson, kyndari, Laufásveg 27. Jón Stefánsson, Sauðagerði C. Á „F. M. Roþertson" voru 29 íslendingar. Þessi eru nöfn þeirra: Einar Magnússon, skipstjóri, Vest- urgötu 57. Björn Árnason, 1. stýrim., Lauf. 43. Sigurður Árnason, 2. stýrim., frá Móum, Kjalarnesi. Bjarni Arnason, Grund, Kjalarn. Bjarni Eiríjcsson. bátsm., Hafnarf. Jóhann Ó. Bjarnason. Óðinsg. 17 B. Gunnl. Magnússon, Vesturgötu57. Einar Helgason, matsv., Patreksf. Anton Mngnússon, frá Patreksfirði. Halldór Guðjónsson. Njálsg. 36 B. Erlendur Jónsson, Hafnarfirði. Þórður Þórðarson, Hafnarfirði. Tómas Albertss., frá Teigi íFljótshl. Sigurjón Guðlaugsson, Hafnarfirði. Valdemar Kristjánss. Bræðrabst.24 A Halldór Sigurðsson, Akranesi, Óiafur Erlendsson, Hafnarfirði. Ól. Bjarni Indriðason, Patreksf. Árni Jónsson ísfjörð, Þingh.str. 15. Jón E. Ólafsson, Keflavík. Einar Hallgrímsson, Hafnarfirði. Magnús Jónsson .loftskeytam. Flatey Jón Magnússon. Grettisgötu 53 A. Vigfús Elísson, Hafnarfirði. Óli Sigurðsson, Norðfirði. Egill Jónsson, Hafnarfirði. Óskar V. Einarsson, Vesturg. 30. Kr. Karvel Friðriksson, Reykjavík. Jóhannes Helgason, hjálparmatsv. Hafnarfirði. Auk þess voru á Skipinu 6 Eng- lendingar. Enski skipstjórinn hét C. Beard. Sorgarathöfn. Þögn! — Hið svarta sorg&rský, er svifið hefir norðri í, nú byrgir alla útsýn vona um afturheimt landsins góðu sona; og reiðarslagsins dómsorð dynur: Dáinn er faðir, bróðir, vinur! Og harmi lostin hnípir þjóð, til himins stíga andvörp hljóð. Við hjarta fslands hneit sá hjör er hvassast beit. < V Sorgarathöfn ter fram hér í bæn- um í dag sins og skýrt var frá í Dagblaðinu á Sunnudaginn. Gengst bæjarstjórn fyrir því og fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna í sam- einingu. Verður athöfnin með svo miklum hálíðleikablæ, að slíkt hef- ir ekki þekst hér á landi áður. Öll vinna og öll umferð á sjó og landi á að stöðvast kl. 2 stund- víslega og fullkomin kyrð að hald- ast í 5 mínútur. Sérhver maður á að staðnæmast þar sem hann er þá, og allar samræður eiga að íalla niður bæði úti og inni um allan bæ. Minningarguðsþjónustur verða síðan haldnar bæði í Dómkirkj- unni og Fríkjrkjunni kl. 3 og verð- ur reýnt, eftir mætti, aö sjá svo um, að ástvinir hinna látnu kor.- ist þ r að á undan öðrum. í Dómkirkjunni talar séra Bjarni Jónsson og í Fríkirkjunni séra Árni Sigurðsson. Á Alþingi verða engir fundir í dag, en forseti sameinaðs þings og formenn sjávarútvegsnefnda beggja deilda taka þátt í sorgarat- höfninni í Dómkirkjunni. Skeyti frá H. H. konunginum. Prins Knud viöstaddur sorgar- athöfnina. Svolátandi skeyti barst forsætis- ráðherra í gær frá konungi: „Drotningin og ég vottum aö- standendum hjartanlega hlut- tekningu. Sonur minn veröur fyrir mfna hönd viöstaddur sorgarathöfn- ina“. M.b. Sölveig. Á hann hefir verið minst hér í blaðinu áðurog sagt frá því, hverj- ir menn voru á honum. Eins og kunnugt er, voru sex menn á þeim bát og fórst hann í sáma rokinu og botnvörpungarnir Ýmislegt um skipin. Af skipshöfninni á „Leifi hepna“ voru 12 menn kvæntir og láta eftir sig 31 barn. Helgi Andrésson var faðir 1. stýrimanns. Hann var gamall þilskipsformaður að vest- an.. Fyrir mörgum árum hvolfdi undir honum hákarlaskipi; velti skipið sér um kjöl og reisti sig aftur á hinn bóginn, og misti Helgi engan mann. — Mun slíkt eins dæmi hér á landi og þótt víðar sé leitað. Magnús Brynjólfs- son og Ólafur Brynjólfsson voru bræður. Ólafur Gíslason var bróðj ir Guðm. G. Hagalíns skálds. Flestir af þessum mönnumvoru á bezta aldri. Þrír bræður frá Mó- um á Kjalarnesi voru á „Róbert- son“, Björn, Siguröur og Bjarni Árnasynir. Hinn síðastnefndi læt- ur eftir sig konu og 7 börn ung. Erlendur Jónsson lætur eftir sig konu og 5 börn, Þórður Þórðar- son konu og 10 börn. Jón Magn- ússon konu og 3 börn, Egill Jóns- son konu og 6 börn, Bjarni Eiríks- son konu og börn, Kr. Karvel Friðriksson konu og börn, Árni Jósson ísfjörð 3 börn, en tvö þeirra eru uppkomin. Einar Magnússon skipstjóri lætur eftir sig ekkju og 2 börn. Bróðir hans, Gunnlaugur, var á skipi meðhon- um. Bjarna Eiríksson tók út af „Kára Sölmöndarsyni" í fyrra, og var það sérstakt lán, að hann náðist þá lifandi. — Jón Ólafsson var bróðir Guðbjarts Ólafssonar skipstjóra. („Dagblað“ 10. marz.) Ennfremur má geta þess, að Ólafur Þorleifsson, kyndari á Leifi hepna, var frá Bæ í Lóni í Aust- ur-Skaftaf.sýslu, sonur Þorleifs ÓI- afssonar bónda þar. Var Ólafur sál. um skeið kyndari á Goðafossi, mesti myndarmaður. Hluttekning hér. Þess gleymd- ist að geta í síöasta blaði, að hér á Seyðisfirði var sýnd hluttekning í minningarathöfninni lO.þ.m. með flöggum í hálfa stöng um allan bæ og á Goðafossi, sem var staddur hér á norðurleið, vinnustöðvun og klukknahringingu í 5 mínútur. Símfregnir. Rvík 18/b. FB. Komunistaóeirðir urðu nýlega í Halle í Þýzkalandi, fjöldi særðir og sjö drepnir. Frá Peking er símað að Sun- Yat Sen* sé dauður. Genffregn hermir, að Chamber- lain segi Breta ekki geta að- hylst Genfsamþyktina. Frá Alþingi. Tryggvi flytur þingsályktunartil- lögu um að sklpa 5 manna nefnd, ti! þess, að rannsaka Krossanes- málið. Efri deild feldi stjórnar frumvarp um hækkun sóknargjalda. í neðri deild var sjúkratrygging- arfrumvarpi stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá vísað frá alls- herjarnefnd. Allsherjarnefnd hefir klofnað á frumv. um bannlaga- breytinguna. Árni frá Múla og Jón Kjartansson vilja ekki svifta lækna lyfseðlaheimild, ræðismenn rétti til þess, að flytja inn vín til heimilisþarfa, né skip vínveitinga- rétti. Sveinn í Firði og fleiri flytja hvalveiðafrumvarp. Eitt atriði þess er um heimild til að, veita sérleyfi til hvalveiða gegn endur- gjaldi í ríkissjóð. Breyting á lögum um fiskiveiðar eftir aðra umræðu *Nafnkunnur stjórnmálamaður (lýðveld- issinni) kjnverskur, lýðveldisforseti des. 1911—marz 1912.

x

Hænir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.