Hænir


Hænir - 24.08.1926, Page 3

Hænir - 24.08.1926, Page 3
HÆN I R Tilkynning. Undirritaður hefir opnað bókbandsvinnustofu í Bjarka (áður sölu- búð Páls A. Pálssonar). Þar verður unnin allskonar bókbandsvinna. Töskur, veski o. þ. h. verður tekið til ágyllingar. Vinnustofan afgreiðir alt svo fljótt sem unt er, en aðaláherzla er ögð á vinnuvöndun. Aðeins bezta efni verður notað. Kjörorð vinnustofunnar er: Vönduð vinna fyrir sanngjarnt verð. Seyðisfirði 21/s. 1926. Fougners-bókband. S. Fougner-Johansen. Farkennara vantar næsta vetur í Reyðarfjarðarhrepp. Laun samkvæmt launalögunum, Umsóknir sentist fyrir 15. seftember n. k. Fræöslunefndin, ,iarta‘ m.s., þrímöstruð, bygð 1919 í Arendal, 300 smál. brutto, 218smál. netto, með Skandia-motor 120 hestöfl, sparneyt- inn. Hraði 8 míl. hlaðin- 2 mótorspil á dekki, tvær lúgur, 2 akkeri með 150 faðma keðju, með spánýjum seglum. Skipið er raflýst og nothæft til flutninga og fiskiveiða, sérstaklega síldveiða. Til sölu nú þeg ar og er í Færeyjum. Semja má við Þór. B. Guðmundsson Seyðisfirði, sem einnig gefur allar upplýsingar um verð og annað. Símnefni: Tobogi Væri ekki vit fyrir Seyðfirðinga að undirbúa sig undir síld veiðina næsta ár, með því að kaupa strax þetta skip, t. d. með hlutaféla^sstofnun ? Cementog timbur hvergi ódýrara en í verzluninni St. Th. Jónsson. Frá Berlin: Stjórnin hefir sent Danastjórn mótmæli vegna þess, að íslenzkt varðskip í maí hafi aðvörunarlaust skotið á þýskan togara. Frá Vínarborg: Nágrannar Búlgara eru sáióánægðir yfir sí- feldum óeirðum á landamærunum af völdum búlgarskra bófa. Júgó- slavía, Qrikkland og Rúmenía hafa sent harðorð mótmæli. Seinustu fregnir eru þær, að Búlgörum og Júgóslövum hafi lent saman og að 100 séu fallnir. Innflutt var í jú)í fyrir kr. 4,112, 725,00; þar af til Reykjavíkur kr. 1.658,896,00. Kristinn Guðmundsson, af Rauðasandi, hefir verið gerður doktor við háskólann í Kiel. Tveir togarar eru nú að ís- fisksveiðum. Rv. 2%. FB. Frá Moskva: Deilur halda áfram meðal stjórnarinnar, en uppreist- arfregnirnar eru álitnar uppspuni nágrannaþjóða. Frá Berlfn: Þjóðverjar og Belgíumenn semja um að hjálpa til að endurreisa frankann. Sam- tímis er samið um hvort Þjóð- verjar skuli fá aftur héruðin Eupen og Malmedy. Frá London: í gær var sam- eiginlegur fundur fulltrúa námu- manna og námueigenda haldinn samkvæmt beiðni Cooks, til að ræða friðarskilmála. Frá Akureyri: Síldveiðin geng- ur treglega. Um 50,000 tunnur saltaðar og kryddaðar hafa veiðst í öllum veiðistöðvum norðan- lands, en samtímis í fyrra 120,000. Samkvæmt síldveiðaskýrslu Fiski- félagsins var 15. ágúst búið að flytja út 45,632 tunnur, en sam- tímis í fyrra 102,294 tunnur. ...............• Vélbátur sekkur. Menn bjargast við illan ieik Vélbáturinn „B!iki“, eign Hall- dórs kaupmanns Jónssonar, lagði af stað héðan síðastliðið mánu- dagskvöld áleiðis til Bakkafjarðar meö fullfermi af salti og öðrum vörum og færeyskar. róðrarbát í eftirdragi, sem átti einnig af fara til Bakkafjarðar. Er kom norður á Héraðsflóa, að aflíðandi nóttu, gerðist sjór all-úfinn og dimt yfir. Þóttust bátverjar verða þess varir, að báturinn hyggi á eitthvert rek- ald í sjónum, án þess þó að geta séð hvað þaö væri. Varð skamt þess að bíða, að afleiðingar kæmu í Ijós, því þegar kom að bátnum ákafur leki, sem ekki varð við ráöið. Bátverjar, sem ekki voru nema tveir, neyttu allrar orku við dæluna, tii þess að reyna að fleyta farinu til lands, en lekinn óx stöðugt, unz þeir sáu aö engi voru önnur ráð til bjarga lífinu en að yfirgefa Blika, en reyna að fleyta sér á „færeyingnum" aðlandi. annað var ekki að gera en leyta lendingar við Unaós, en þó lítt fýsilegt, því brimsævi var við ströndina. Þar sem þeimsýndistlík- legast að renna að landi, í Stapavík, var stórgrýtisurð fyrir. Lentu þeirþar í hrakningum. Mest, er þeirhöfðu tekið með sér úr Biika, tók út úr bátnum í brimlendingunni, og út- sogiðvarnærri því búið að taka bát- inn og annan manninn, vélarmann- inn, en formanninutn tókst með snarræði og dugnaði að bjarga. Komust þeir svo loks heim aö Unaós, sem er stundargöngu frá lendingu, og fengu þar hinar beztu viðtökur og aðhlynningu. Og hing- að komu þeir landveg á miðviku- dagskvöld. Formaður var þessa ferð Jón Árnason skipstjóri, en vélarmaður bátsins Sveinbjörn Ingimundarson. Ungfrú Thorstina Jackson, mentakonan íslenzka, býst viö að koma hingað til Seyðisfjarðar seint í þessum mánuði. Líklega hingað frá Akureyri á „Guðrúnu“ um 15. þ. m. Hefir hún þá með sér áhöld til að sýna myndir að vestan, hér og víðar. Hún er út- )úin með tvo fyrirlestra, antian um íslendingabygðirnar í heild sinni, en hinn um Dakota-bygð- irnar, sem bygðareinkenni, og seg- ir þar nákvæmlega frá frumbýl- ingslífinu og framþróuninni, og sýnir þá einnig nokkuö af öðrum myndum, merkum einstaklingum o. fl. Hún óskar helzt að flytja báða þessa fyrirlestra hér, ef fólk vill hlusta á, sem varla þarf að draga í efa. Þar að auki hefir hún mikinn hug á að flytja einn fyrir- lestur á Kóreksstöðum, og jafn- vel á Egilsstöðum, ef tími leyfir. í Reykjavík og annarsstaðar sem hún hefir talað og sýnt myndir er stöðugt húsfyllir. Forsætisráöherra Jón Þorláks- son, fór snöggva ferð til útlanda fyrirskömmu, og mun koma heim snemma í næsta mánuði. Situr hann þingmannamótið norræna í Kaupmannahöfn, og með honum, úr flokki íslenzkra þingmanna, Klemenz Jónsson. Landskjörsatkvæðin. Atkvæða- tala E-listans hafði óvart mis- prentast í síðasta tölublaði. Þar stóð niðurstöðutalan 1312, en átti að vera 1213 atkv. Ógiid voru 150 atkv., og höfðu því alls 14,097 kjósendur greitt atkvæði En við landskjörið 1922 voru alls greidd 11962 atkvæði. Dálítið höfðu nöfn verið færð til á listunum, mest á D-lista. At- kvæði hinna nýkjörnu þingmanna féllu þannig: Jón Þorláksson 5469% atkv. Magnús Kristjánsson 3383% „ Jón Baldvinsson 31574/o „ Og varamennirnir: Þórarinn Jónsson 4583 atkv. Jón Jónsson 2889 „ Jónína Jónatansdóttir 2636 „ Páll Þorleifsson, cand. theol. frá Hólum, var einasti umsækj- andinn um Skinnastað í Axarfirði, og kosinn prestur safnaðarins með yfirgnæfandi atkvæðafjölda. Enda hafði hann fengið áskorun frá all- mörgum sóknarmönnum um að sækja um embættið. Páll dvelur nú sem stendur í Svíþjóð ogmun ekki koma heim fyr en um miðj- an vetur. Silfurbrúðkaup áttu þau hjón- in Ingibjörg Friðgeirsdóttir og Þór- hallur JDaníelsson á Höfn í Horna- firði, sunnudaginn 22. þ. m. Var mikill vinafagnaður á heimili þeirra um kvöldið er stóð alt til morguns, meö ræðuhöldum, söng og öðrum gleðskap. Sverrir Johansen frá Reyðar- firði hefir opnað bókbandsstofu hér í bænum sem sjá má af aug- Iýsingu á öðrum stað hér í blað- inu. Má Seyðfirðingum vera gleði- efni, aðfá hingað vandaðan bók- bindara. Gestamargt óvenjulega, hefir verið hér í sumar. Fjöldi fólks, sem héðan hefir flutst, hefir heim- sótt Seyðisfjörð. A Esju fóru héð- an frú Guöný Jónsdóttir frá Ak-

x

Hænir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.