Hænir - 23.11.1927, Blaðsíða 3

Hænir - 23.11.1927, Blaðsíða 3
H Æ N I R 3 Símfréttir. Rv. 19/u. FB. Réttarhöld í Hnífsdalsmálinu halda áfram. Rannsóknardómarinn óskar þess getið, að hann í rétti í Hnífsdal í dag, hafi fundið höf- und atkvæðaseðils, er hann áður taldi ritaðan af Friðbjörgu Frið- riksdóttur í Hnffsdal. (Staðarnafnið líklega skakt, mun eiga að vera Bolungarvík). Sýkna Kristjáns Ól- afssonar hreppstjóra í Bolungar- vík þar meö sönnuð að hálfu og sennlega öllu leyti. Erlent: Frá Moskwa: Trotsky og Sinovief hafa verið reknir úr flokknum. Rússneska stjórnin óttast bylt- ingu. Fréttaritari Daily Mail álítur að margir kommunistar muni styðja Trotsky. r Fregn frá Riga hermir, að Stalin óttist að herinn geri byltingu. Sagt að stjórnin hafi flugvélar reiðu- búnar tif flótta. Frá PiIIsburg: Gasgeymir sprakk, 52 biðu bana, 500 meiddir. Frá París: Frakkland og Jugo- slavía hafa gert með sér hersamn- ing. Tilgangurinn virðist sá, að vinna á móti Balkanskaga-áform- um Mussolinis. Frá Róm: Stórráð fascista hefir stofnað nýja þingdeild í stað núverandi neðrimálsstofu, sem að eins fascistar eru kjörgengir til. Vinnuveitendur ákveða í samráði við stórráðið hverjir verði í kjöri í hvert sinn. Aflasala togara í Englandi góð. Togarinn „Maí“, á’Ieið til Eng- lands, rakst á skozkan togara, er •sökk. Maí flutti skipshöfnina til Aberdeen. Nánari fregnir ókomnar. Dánafregn: Brynjólfur Árna- son lögfræðingur á Akureyri and- aðist aðfaranótt 14. þ. m. eftir langvatandi nýrnasjúkdóm. Bryn- jólfur lauk stúdentsprófi í Rvík 1910 og heimspekisprófi við Hafn- arháskóia árið eftir. Stundaði síð- an laganám nokkur ár, en lauk ekki prófi. Málaflutnings- og innheimtustörf stundaði hann á Akureyri síðustu árin og þótli bæði duglegur og samvizkusamur. Stjórnmál lét hann og inikið til sín taka, og ritaði all- mikið á því sviði í „íslending". Kristneshælið var vígt 1. nóv. að viðstöddu miklu fjölmenni. Vígsluráeðu hélt Gunnar Benedikts- son prestur að Saurbæ, en aðal- ræðuna flutti Ragnar Ólafsson konsúll á Akureyri og afhenti rík- isstjórninni bygginguna. Þá töluðu einnig Jónas Jónsson dómsmála- ráðherra, Guðm. Björnsson land- læknir og Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins. Er hælið framúrskarandi vandað og full- komið í alla staði. Norðl. blöðin höfðu eftír landlækni úr ræðu hans, að „ekkert heilstihæli í heimi væri fullkomnara en þetta“. En hann hefir leiðrétt þetta og segist hafa sagt, að „hælið vaeri svo vandað og vel gert í alla Síldaraflinn 1' ár varö sem hér segir: Saltað. Kryddað. Selt til síldarolíu tn. tn. verksm. hl. safjarðarumdæmi 4774 2611 161381 Siglufjarðarumdæmi . . . . 112208 49969 222750 Akureyrarumdæmi 45501 6601 213073 Seyðisfjarðarumdæmi. . . . 18333 • Samtals 180816 59181 597204 Afli árið 1926 97242 35097 112426 1925 215011 39099 220073 Samtals hefir verið saltað og kryddað hér á landi í sumar 239997 tunnar af síld, og þar að auki selt til síldarolíuverksmiðjanna 597204 hektolítrar, sem hefði orðið rúmar 790000 tunnur, ef saltað hefði verið, svo aflinn er alls um 1030000 — ein miljón og þrjátíu þú&. tunnur. — Þar að auki veiddu Norðmenn hér við land í sumar, sem saltað var utan landhelgi og flutt til Noregs, 181784 tn. — Af salt- aðri Íslandssíld hafa því komið á markaðinn á þessu hausti 362600 tunnur, og 59181 tunnur af kryddaðri síld. staði, að það væri á við allra vönduðustu heilsuhæli á Norður- öndum, stór eða smá, og að það væri líka fyrsta heilsuhæli í heimi, sem væri hitað upp með jarðhita". Hælið kostaði V2 miljón kr. og var helmingurinn samskotafé. Vel að verið á fáum árum. Treysta Austfirðingar sér að leika slíkt eftir í sjúkrahúsmálum sínum? Læknir hælisins er Jónas Rafn- ar, * yfirhjúkrunarkona Sólbjörg Bogadóttir, aðstoðahjúkrunarkona Steinunn Jóhannesdóttir, ráðskona Ása Jóhannesdóttir frá Fjalli, ráðs- maður Eiríkur Brynjólfsson og vélstjóri Bjarni Pálsson. Jón Þorláksson fyrv. forsætis- ráðherra hefir verið kosinn full- trúi f bankaráð íslandsbanka í stað Dana, er áður skipaði það sæti. Er þannig einum íslenzkum manni fleira íbankaráðinu en áð- ur var, og þeir þar með orðnir svo margir, að hægt er að skjóta á lögmætum fundi í bánkaráðinu í Rvík, hvenær sem þurfa þykir. Mun það flestum gleðiefni að umráð og stjórn bankans kom- ist í það horf, að verða að sem mestu í höndum íslendinga. — Alþýðublaðið hefir verið með glósur út af þessari vlturlegu ráð- stöfun dönsku hluthafanna í ísl.- banka, að velja íslending í b^nka- ráðið og reynir með því, að leiða athygli manna frá „ölmusagjöfun- um“ alræmdu. Virðist þó munur- inn nokkuð ótvíræður á því, að íslenzkur maður taki sæti útlend- ings í stjóru eigi þýðingaminni fjárstofnunar í landinu en banka, eða hitt, að íslenzkir menn þyggi fé af útlendingum til áhrifa á íslenzk stjórnmál, munurinn, völd- in í hendur fslendinga eða úr höndum þeirra. Hátiðarljóðin 1930. Undirbún- ingsnefnd hátíðahaldanna hefir sent út tilkynningu um hátíðarljóðin. Ætlast hún til að íslenzk skáld keppi um verðlaun fyrir að yrkja þau. Séu verðlaunin 2000 kr., 500 kr. og 300 krónur. Er þetta til- kynt að því ’tilskildu, að Alþingi veiti fé til verðlaunanna. Nýr fslenzkur doktor. Uelgi Tómasson geðveikralæknir á Kom- mune-spítalanum í Khöfn hefir gert merkar rannsóknir og upp- götvanir á því sviði. Mun hann og nú hafa varið doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla, um þessi efni, sem þegar hefir verið prent- uð. Mun hann vera fimti íslenzki læknisfræðidoktorinn. Á undan hafa verið: Jón Gíslason frá Mó- gilsá, um 1800, Jón Hjaltalín, 1839, Jón Finsen, 1874 og Jónas Jónassen, 1882. Prestskosningin á Akureyri fór fram sunnud. 6. þ. m. Taln- ingu atkvæða er nýlokið. flest at- kvæði fékk séra Friðrik Rafnar á Útskálum, 761 atkv. og er því löglega kosinn. Séra Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað fékk 397 atkv. og hinir umsækjendurn- ir séra Sigurður Einarsson í Flat- ey og séra Ingólfur Þorvaldsson í Olafsfirði, annar 47 og hinn 57 atkv. íslendingar látnir erlendis. Um síðustu mánaðamót lézt frú Jóna Fanöe, kona L. Fanöe afgreiðslu- manns Eimskipafélagsins í Kaup- mannahöfn, en dóttir Björns Krist- jánssonar alþingismanns. Var hún stödd í París er hún andaðist. 4. þ. m. lézt á Alland-heilsuhæli í Austurríki Hrafnkell Einarsson, Þorkelssonar, fyrv. skrifstofustjóra Alþingis, 22 ára að aldri. Var hann kominn að því að Ijúka embætt- isprófi í hagfræði. Leynivínsalar all-margir hafa verið „teknir til bæna“ undanfarið í Reykjavík. Sumir gamlir forhertir „syndarar" og aðrir nýlega brot- legir. Dómar hafa verið uppkveðn- ir í undirrétti yfir nokkrum: Gesti Guðmundssyni, 8 mánaða betrun- arhúsvinna og 2000 kr. sekt, en til vara ef sektin verður ekki greidd, 65 daga einfalt fangelsi, Sigurði Berendsen, 8 mánaða betrunahús- vinna og 2000 kr. sekt (með sömu vararefsingu), Birni Halldórssyni, 80 daga fangelsi við venjulegt fanga viðurværi og 2000 kr. sekt, eða 65 daga einfalt fangelsi, ef sektin er eigi greidd, Magnúsi Hannessyni, 400 kr. sekt, til vara 20 daga einfalt fangelsi, ef sektin eigi er greidd. Birni Magnússyni, einnig 400 kr. sekt og sama vara- refsing. — Dómur ófallinn, er síð- ast fréttist, yfir þremur, sem teknir voru til rannsóknar og einn játað brotið. Er þetta hin venjulega haust- hreinsun í Reykjavík. — Sumt af áfenginu hafa þeir keypt af vín- bruggurum í borginni á 20—24 kr. lítirinn, en þeir selt aftur í staupatali með sæmilegri þóknun! Bruggararnir sem uppvíst hefir orðið um hafa ekki enn fengið sinn dóm. Þórólfur Sigurösson frá Bald- ursheimi tók við ritstjórn „Dags“ á Akureyri, með blaðinu sem út kom 28. okt. s. I. Kristján Kristjánsson söngvari kom hingað á Esju, til þess að vera viðstaddur jarðarför föður síns. Dvelur hann hér nokkurn tíms. Stutt svar til „Jafnaðarm." bíð- ur næsta blaðs. það sýnist ekki þörf á því löngu. Svo áberandi er varnarleysið. • Árangur af fyrirlestri S. Fougn- er-Jóhansen, síðasta sunnudag verður getið í næsta blaði. [Framh. frá 1. bls.] meira. Hann á hæfileikann til að heilla það fram. Hann er einn af þessum fáu, sem allstaðar er á verði til að bera hönd fyrir höf- uð þeirra, sem fyrir aðkasti verða, og þá hef ég engan þekt, sem hefir gleggra auga fyrir öllu því, sem er Ijótt og ógöfugt, alt slíkt hatar hann af öllu hjarta. Engan hefi ég heyrt tala fegur um ætt- jarðarástina, drenglyndið, ástina, gleðina og hugsjónirnar en hann, og heldur ekki riokkurn með jafn innfjálgri óbeit á ódrengskapnum, dáðleysinu.slæpingshætti og nautna- sýki sem hann. Hann hefir jafnvel yfir að ráða grískri fegurðardýrk- un í anda og efni og þróttmikilli norrænni drenglund. Auðvitaö er hann gáfumaður, en það er ekki það, sem skapar honum mesta vinsemdirnar. Sjálfur ber hann ekki nema tilhlýðilega virðingu fyrir mannvitinu, og eitt sinn hefir hann sagt eitthvað á þessa leið: „Held- ur vildi ég vera Sveinn Dúfa, held- ur en Sturla í Hvammi, er sagt var um: „Enginn frýjar þér vits, en meira ert þú grunaður um græsku“. Og þarna finnum við einn höfuð- þáttinn í Iífsskoðun séra Magnús- ar, sem er trúin á sigrandi máttþess, sem gott er og göfugt, fórnarlund- ina, sem alt gefur en einkis krefst. Kennari og skólastjóri er hann með afbrigðum góður. Hann setur engar skólareglur, allar reglur og öll lög eru óskrifuð og meira að segja ótöluð í skóla séra Magnús- ar, og þó er skólabragur svogóð- ur, að vart yrði á betra kosið. Hann á þennan sjatdgæfa hæfileika, að koma að stjórn án þess að hafa nokkur orð, og kemur það meðfram af því, að maðurinn er svo vinsæll, að það vill enginn gera á móti vilja hans. En er þá ekki bönnuð öll gleði og glaum- ur í kennaraskólanum? Síður en svo. Enginn elskar meira gleðina en skólastjórinn sjálfur, þessa saklausu gleði, sem veitir óbland- inn unað, og sjálfur er hann einn af þeim, sem altaf flytur sólskinið með sér hvert sem hann fer. Hann á altaf til þetta hlýja viðmót sem bræðir klakann úr sérhvers manns sefa. Það slær vopnin úr höndum spjátrungsins, en glæðir kjark og traust hins lítilsiglda. Eins og áður er tekið fram, er

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.