Hænir


Hænir - 31.08.1929, Qupperneq 1

Hænir - 31.08.1929, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgðatm. Sig. Arngrímsson Talsími 32 :: Pósthólf 45 Kemur út einu sinni t viku | minst 52 blöð á ári. Verð jó kr. árg. Gjaldd. 1. iúlí, inn- anbæjar ársfjórðungslega. — 7. árg. Seyðisfirði, 31. ágúst 1929 35. tbl. Þei, þei!----------------------- -einhvervaraðtióa. Margt er undarlegt í náttúrunn- ar ríki, — margt merkilegt í mann- heimum. — Og mðrg eru þau fyrirbrigði í mannheimum, sem eru hliðstæð og sambærileg öðr- um í ríki náttúrunnar. — Hjer á landi eru þrír Jónasar, sem þektir eru orðnir með |)jóð vorri. Heitir einn Jónas Jónsson, annar Jónas þorbergsson og sá þriðji og minsti heitir Jónas Guð- mundsson, ritstjóri „Jafnaðar- mannsins“. — Er það nú ekki skrítið? — Á Vesturlandi eru þrír steinar, sem alþjóð þekkir, — ekki ósennilegt, að þeir einhverntíma kunni að hafa verið nátttröll, — heitir einn Fullsterkur, annar Hálfsterkur og sá þriðji og minsti heitir Amlóði. Þetta er aðeins „Tankeexperi- ment“, en auðvitað ekki samlík- ing. Aðeinsþrjú stig úr stjórnmála- iífinu í mannheimum, jirjú stig úr steinaríkinu. Fullsterkur, Hálf- sterkur — og Amlóði. „Trip, Trap, Træsko", segir danskurinn. Fullsterkur og Hálfsterkur eru all-„respektaber björg, en Amlóði — sá er ekki beisinn. Jónas Guðmundsson er heldur ekkert pólitískt Grettistak. það hef jeg marg sýnt og sannað, með því að velta honum við og vega á loft. Hefði hann átt að láta sér þær ófarir sínar að kenningu verða og .fordast ad nefna mig, eða nokkuð mér viðkomandi, oft- ar í blaði sínu, því slíkt má hann vita að boðar nýtt basl. En Jónas, hann J-ó-n-a-s! — Nei, —„samt skal hann greiða út seglin þunn, og sjá hvað skeiðin flýtur'1. — Dauðaþögn grúfir yfir Fullsterk, Hálfsterk og Amlóða Vesturlands. — En sama verður ekki sagt um nafnana þrjá. Allir „hafa þeir hann fyrir neðan nefið“, sem kallað er. Og íslenzka þjóðin hef- ir undanfarið ekki farið varhluta af ræðu- og ritsnild þeirra. Eink- um hafa þeir verið örir á orð síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaöur, síðastliðið vor. þegar fregnin um sameiningu Frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins í einn flokk, Sjálfstæð- isflokkinn, flaug um landið, í end- uðum maí-mánuði, í vorgróandan- utn, þá þótti þessi vorgróður í íslenzkri pólitík mikil og góö tíð- indi allstaðar, — allstaðar nema í herbúðum „Jafnaðar“manna. „Jafnaðar“menn um land alt umhverfðust gersamlega, og blöð þeirra reyndu með öllu móti að vekja tortrygni og andúð gegn þessum nýstofnaða stjórnmála- flokki. Þeim var það ljóst, forkólfum Jafnaðarmanna, að hér var að rísa upp öflugur flokkur, sem samkvæmt stefnuskrá sinni hlaut að vinna sér mikiö og traust fylgi, yngri sem eldri, fylgi allra þeirra manna, sem trúa því, að einstaklingsframtakið og athafna- frelsi íslenzkra borgara sé heilla- vænlegra fyrir land og lýð en sameignar- og þjóðnýtingarfargan Jafnaðarmanna. Þessi nýi stjórmálaflokkur hlaut því að verða til þess, að eyða fylgi Jafnaðarmanna um landið þvert og endilangt. Menn, sem í raun og veru höfðu haft sömu grundvallarskoðanir í þjóðfélags- málum, en sem til þessa — fyrir undirróður Jafnaðarmanna, sem allstaðar reyndu að ala á öfund og stéttaríg — höfðu staðið dreyfðir og ósamtaka, þeir höfðu nú, með stofnun Sjálfstæði^flokks- ins, slegið stryki yfir þau dægur- mál, sem áður höfðu valdið nokkr- um tvístringi þeirra á meðal, á sumum sviðum og sameinast um aðalstefnumálin, sjálfstæði lands- manna innávið og útávið, til sameigiulegra átaka gegn höfuð- erki-óvininum, „Jafnaðar“mönn- um.-------- — Forfeður vorir, landnáms- menn íslands, leituðu hér, svo sem kunnugt er, friðlands fyrir of- ríki Haraldar konungs hárfagra, og.stofnuðu hér sjálfstætt tíki. Og sá megingrundvöllur, sem þeir bygðu ríkisheildina á, var frelsi og sjálfstæði einstaklingsins, innan sameiginlegra þjóðernisbanda. — þaðan stafar öll vor fornaldarfrægð. þegar þessum grundvelli einstakl- ingsfrelsis og sjálfstæðis er rask- að, þá færist skapadægur hvers jtjóðfélags nær. Stofnun Sjálfstæðisflokksins var full þörf. Útlendar öfgakenningar eru teknar að útbreiðast hér á landi, útlendir menn eru teknir að seilast eftir forráðum hér, fyrst og fremst eftir landhelginni, þeirri uppsprettunni, sem öll velferð landsmanna byggist á, í nútíð og framtíö. þessir útlendingar bera fé á einn stjórnmálaflokk landsins, til jæss að tryggja hagsmuni sína hér, til þess, að leggja land undir fót. Engum, sönnum íslending getur dulist, hvílíkur voðierbúinn sjálfstæði landsins með þessu; landhelgin eign útlendinga. Lítum inn í hugskot forfeðra vorra. Þeg- ar Ólafur konungur Haraldsson, árið 1024, fór þess á leit við ís- endinga, að þeir gæfu honum — ekki landhelgina kringum alt ís- and — heldur smáeyna Grímsey við Eyjafjörð, þá reis upp Einar Þveræjngur og mælti: „Þá ætla ég mörgum kotbóndanum muni 3ykja verða þröng fyrir dyrurn". Það hefði verið reynandi fyrir Jónas Guðmundsson, að minnast á jafnréttisákvæði Sambandslag- anna við Einar. Svarið hefði orðið: „Þá ætla ég mörgum kot- bóndanum muni þykja verða þröng íyrir dyrum. Ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því, er þeir hafa haft síðan er land þetta bygðist, þá mun sá vera til, að Ijá útlend- ingum einkis fangstaðar á“. Stóru herrarnir í Reykjavík hafa skrifað óteljandi ádeilur á stofnun Sjálfstæðisflokksins. Sá minsti þeirra Jónasanna hefir verið inn- blásinn út herbúðunum syðra. Amlóði mun líka þykjast vera góður og gildur steinn eins og Fullsterkur og Hálfsterkur. Stóru herrunum hefir verið svarað syðra, orði til orðs. „Hæn- ir“ hefir svarað Jónasi litla orði til orðs. Og ég hefði látið það nægja, ef Jónas hefði ekki ráðist á féiagsstofnun Sjálfstæðismanna hér á Norðfirði og — nefnt nafn mitt. En ég hefi lofað honum því, að svara þegar hann hóar. Það sést á 12. tbl. „Jfm.“, þ. 31. júlí, að kl. 8 að kvöldi þess 6. júlí hefir maður setið við glugga á Selstöðuverzlunarhúsinu danska, beint á móti bæjarþings- salnum. Hann hefir haft sama út- sýni og sama þankagang og þeir, sem áður gættu hagsmuna út- lendinga í selstöðuhúsunum hér á landi. Hann sér flokk manna fara til fundarhalds, þar sem ræða á stofnun félags, sem hygst að hafa þessar tvær dauðasyndir að aöal-stefnumálum: 1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öl sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrirJands- menn eina. 2. Aö vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufreisis, með hags- muni allra stétta fyrir augum. „Þessi óhæfa má með engu móti ske“, hugsar gluggagægir, umboðsmaður Yde’s, danska mannsins, sem ásamt með Staun- ing berst fyrir því, að Danir leggi áherzlu á að hagnýta sér jáfnrétti Sambandslaganna, er þeir hafa fengið fyrir tilstilli eins innrættra umboðsmanna og þessa, sem HJARTANLEGAR þakkar- kveðjur og heillaóskir, sendir sjúklingum og starfs- :ólki sjúkrahússins hér, hann ' f^arl Jónasson. gægist bak við gluggatjöldin. — „Þetta má með engu móti ske, um íetta verð ég að skrifa“. Og því fremur gremst „gardínu“-mannin- um að þessi félagsskapur skuli ganga svona greiðlega, sem hann sjálfur, í eigin persónu — hann, sem samkv. eigin orðum rak Jón ^orláksson á gat í landsmálum á Norðfjarðarfundinum skömmu áð- ur — sjálfur hefir, að sögn, gert orjár,' ef ekki fleiri, tilraunir til 3ess, að stofna félag, er starfaði í gagnstæða átt, „Jafnaðar“manna- félag. Hann fann svo ofur vel, hvernig hin pólitíska ríkisstjarna hans var að kulna út. „Stofnfundinn sóttu um 50 manns“, segir Jónas, og það er nærri sanni, þó stofnendur væru nokkuð fleiri. En síðan eru marg- ir gengnir í félagið, sem ætluðu að sitja stofnfund, en gátu ekki sökum anna. — Lög þessa félags okkar, eða „Prógram", sem hann kallar, í lands- og bæjarmálum, eru þau sömu, 'það sama, og „Prógram“ annara Sjálfstæðisfé- laga í landinu. Sjálfstæðismenn skifta nefnilega ekki um „Program" eftir því hvar bezt blæs, eins og Jónas hefir gert annaðhvert ár, síðan 1925, að hann fyrst „upp- tróð“ sem pólitískur „tragi-komik- er“ á leiksviði norðfirzkra íhalds- manna. „ísland fyrir íslendinga", er kjörorð Sjálfstæðismanna, hvar sem er á landinu, og þeir vilja vinna ímeð víðsýni, en varfærni, að þjóðlegri umbótastefnu á þeim eina rétta grundvelli. Og sízt væri þessa vanþörf í þessu bæjarfélagi. Það teldi ég hag, ef félag okkar gæti verkað sem „bremsa“ á Jónas, eins og hann sjálfur kemst að orði. Þáð þykir nauðsyn, að á hverjum far- kosti sem heldur hraðförum und- an brekku, niður á við, séu „bremsur“ góðar og traustar. Ef ökumaður er glanni, þá er lífi og limum þeirra, sem falið hafa hon- um stjórn, bráður bani búinn, nema „bremsur“ bjargi. „Pólitískt skemtifélag" kallar Jónas félag okkar. Verra gat það verið. — Mér er sagt, að þá sé fjörugast í „Kirkjubólsteig“, þegar ræðumenn eru pólitískir. Tali þá oft margir í senn og sé leikið undir á hrossabresti, hljóðpípur

x

Hænir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.