Svindlarasvipan - 12.01.1933, Page 2
SVINDLARASVIPAN
Mánudaginn 15. mars 1915.
Réttvísin
voru blindir af hroka og sjálfsáliti og það er
A. Þ., þeir voru mathákar og vínsvelgjarar og
það er A. Þ., þeir þóttust vera siðameistarar,
en breyttu ekki eftir kenningu sinni og svo er
um A. Þ., þeir voru hræsnarar og það er A. Þ,,
þeir þóttust vera vitrir, en voru heimskingjar,
ef á reyndi, og það er A. Þ., þeir þóttust vera
rökfimir og lögspakir og svo er um A. Þ. Mér
virðist Fariseahátturinn einkenna ræðu og rit
Ara Þórðarsonar, hann er og hrærist í musteri
hræsninnar og hefir á undanförnum tímum
beðist þar fyrir á Farisea hátt, á þessa leið:
Faðir eg þakka þér að eg er ekki eins og aðrir
okrarar eða þessi Pétur Jakobsson, eg fasta
tvisvar í viku, þegar eg í ölæði og mínu þaulæfða
djöfulæði hefi sóað því, sem eg hafði handa á
milli og konan mín hefir ekki getað aflað neitt
í kjaftinn á mér, og eg geld tíund af öllu, sem
eg á, en það er alls ekki neitt, því mitt tak-
markalausa auðnuleysi, girndaræði í vín og öll
forboðin epli hafa tætt af mér hverja tusku,
æru og mannorð svo ekki ef eftir nema þessi
slorugi kjaftur og tungan, þessi naðra, sem
engum gefur grið, þetta forardýki og upp-
spretta lasta og rógburðar.
Já, Ari Þórðarson, slíkum hæfir nú gálginn
og ekkert annað. Sem betur fer eru fáir þínir
jafnokar í saurugu og svívirðilegu líferni, þú
ert hataður og fyrirlitinn af öllum, sem til þín
þekkja, því ekki er einn einasti ljós blettur á
lífsferli þínum, hvorki fyr né síðar og væri
margir slíkir menn og þú í þjóðfélaginu, gæti
það ekki verið bústaður menskra manna, held-
ur væri það hreint og beint helvíti.
Það er svo með hákarlinn, að þegar búið ér
að handsama hann og innbyrða og dauðinn
virðist hafa læst sig í gegnum skepnuna og
gert hana alla aflvana, þá leynist þá lengi líf
í kjaftinum og er þeim hætta að, sem nærri
standa. Þannig er það með Ara Þórðarson,
þegar nú refsinornir tilverunnar, til lausnar-
gjalds fyrir stórsyndir hans, hafa sleikt af
honum næstum hverja holdtóru og sogið úr
honum merg og blóð og hann skjögrar loppinn
og máttvana milli samborgara sinna, þessi við-
bjóðslega hrygðarmynd, sem menn oft ekki
gæta sín nægilega fyrir, þá er það kjafturinn,
þetta ginnungagap skaðsemdanna, sem enn er
afl í, og ekki lítur út fyrir að gröf og dauði
geti lokað í tæka tíð.
Eg sit, horfi út í heiðbláman og leita vé-
frétta. Eg heyri hvíslandi þytinn, og véfréttin
nálgast mig. Eg bið hana fletta upp í lífsbók-
inni og sjá hvort Ari Þórðarson sé þar skráð-
ur og hvað sé um hann skráð. Véfréttin veitir
mér þessa bón og sýnir mér hvað þar er skráð
efst svohljóðandi: „Hér er hórdómur, hér er
m...., hér eru djöfulsmörg rógburðarorð og
öfund og lýgi og ágirnd og prettur, og and-
skoti margar smá-syndaslettur“. En hvað
stendur neðar? segi eg. „Það verður ekki
sýnt“, segir véfréttin. „Þar eru réttarkröfur
fyrri konunnar hans, bama og annara sak-
leysingja, sem Ari Þórðarson hefir tælt og
svikið í viðskiftum. Þessar réttarkröfur hafa
stígið til himinsins og því eru þær hér skráð-
ar“. Og hvað er neðst? segi eg. Það er dómsorð
hinnar miklu réttvísi, sem enginn fær að sjá.
Það hefir enn ekki verið uppkveðið, því Ari
bíður dómsins.
Eg spyr véfréttina, hvort sé betra að hljóta
last Ara Þórðarsonar eða lof. Hún segir, skrif-
að stendur: „Varmenni, illmenni er sá, sem
Nr. 12/1915.
Dómur.
---------Sunnudagskvöldið 18. október f. á.
um kl. 11 kom ákærði að húsinu 20 A við
Grettisgötu hér í bænum. Var ákærði nokkuð
drukkinn. í kjallara í húsi þessu bjó þá í einu
herbergi kona ein, Guðrún Þorvaldsdóttir að
nafni, með ungbömum sínum fjórum á aldrin-
um frá 1 til 7 ára. En maður konunnar, sem
er sjómaður, var ekki heima. Ákærði þekti
konu þessa eigi annað en það, að hann hafði
þrívegis- heimtað af henni reikningsskuld, að
upphæð kr. 25,00, er maður hennar skuldaði
lækni einum hér í bænum, en ákærði hafði til
innheimtu eða hafði fengið sér framseldan til
eignar. Umrætt kveld, eftir að konan var geng-
in til hvíldar, var barið á dymar hjá henni,
og tjáist hún fyrst eigi hafa ætlað að opna,
en þá hafi ákærði nefnt nafn sitt, og hafi hún
þá farið niður úr rúmi sínu, kveikt ljós, opnað
og hleypt honum inn, því hún hafi talið það
heppilegra, því annars mundi ákærði hafa
brotið upp dyrnar og mundi þá verða torveld-
ara að fást við hann, er hann yrði í æstu
skapi, þegar hann væri inn kominn, enda
skynjaði hún þegar, að ákærði mundi vera
drukkinn. Þegar inn kom tók ákærði af sér
hatt sinn og kápu, en Guðrún, sem tjáðist
hafa farið til dyra berfætt og í skyrtu einni,
og morgunkjól, fór þá upp í rúm sitt. Mælti
ákærði til holdlegra samfara við Guðrúnu, en
hún neitaði honum um það. Segir Guðrún, að
ákærði hafi þá reynt að brjóta hana á bak
aftur, þar sem hún sat í rúminu og verið í
þann veginn að leggjast ofan á hana. Hafi hún
þá sagt, að þetta dygði eigi, þau yrðu að
gengur um með fláttskap í munni, elur fláræði
í hjarta sínu, upphugsar ávalt ilt og kveikir
illdeilur“. Ennfremur stendur skrifað: „Hinn
óguðlegi aflar sér svikuls ávinnings". Allar
þessar ódygðir hefir Ari Þórðarson tamið sér
og því er hann vondur maður. Loks stendur
skrifað: „Vondra last ei veldur smán, en
vondra lof er. heiðursrán". Af öllu þessu sést,
að betra er að hljóta last Ara en lof.
Eg spyr vefréttina hví A. Þ. sé svo mikill
mannlastari. Hún svarar: Konungur tilverunn-
ar hefir gefið mönnunum frjálsræði til að
velja sér hið góða hlutskifti og hafna því. Ari
Þórðarson hefir hafnað hinu góða hlutskifti,
en valið sér hinn svikula ávinning. Konungur
tilverunnar gerir annað og meira. Hann læsir
og þegar hann hefir læst lýkur hann ekki upp
aftur. Konungur tilverunnar og herra lífs-
ins hefir læst fyrir dyrnar á fimtíu og átta
æfiárum Ara Þórðarsonar og lýkur þeim ekki
upp aftur. En Ara er leyft að líta inn um
dvrnar aftur og sjá, þar grúfir yfir myrkur
syndar og lasta, sér hann þar æskuár sín fá-
nýt og visin, manndómsárin glötuð í hyldýpi
lyga, svika ölæðis, girndar og óteljandi spill-
ingar, sem ekki verður aftur tekin og loks
elliárin þrautpínd og andstyggileg á barmi
dauðans og glötunarinnar. Fyllist þá þessi við-
bjóðslega hrygðarmynd, Ari Þórðarson, skelf-
ing og angist og í ringluðu fáti örvæntingar-
innar grípur hann til þess brjálæðis að mann-
skemma samborgara sína, sem betur hafa var-
ið lífi sínu en hann. Cæsar.
gegn
Ara Þórðarsyni.
slökkva ljósið og læsa dyrunum. Hafi ákærði
þá hlaupið upp og slökt ljósið, en í sömu svip-
an hljóp hún út á götu berfætt og svo búin
sem áður segir. En herbergisskipun virðist
vera sú í húsi því, sem Guðrún bjó í, að hún
hafði ástæðu til að ætla, að fólk það, sem ann-
arsstaðar býr þar mundi eigi heyra til hennar,
þó hún kallaði á hjálp. þar inn. Ivveðst hún
hafa sagt, að ljósið þyrfti að slökkva og loka
dyrunum í því skyni að sleppa undan ákærða.
Á götunni náði Guðrún í tvo unglingsmenn,
bað þá hjálpar með þeim ummælum, að ákærði,
sem einnig fór út og elti hana hafi ætlað að
nauðga lienni. Síðan fóru þau öll fjögur inn
í herbergi Guðrúnar og bar Guðrún það þá
uppá ákærða, að hann hefði ætlað að nauðga
henni. Svaraði hann því með þeirri spurningu,
hversvegna hún hefði slíipað honum að slökkva
ljósið, en hún kva*ðst hafa gert það til að
sleppa undan honum. Og vildu mennirnir fá
ákærða til þess að fara út, en hann var fyrst
tregur til þess, en fór þó loks með góðu.---
Því dæmist rétt vera:
Ákærði, Ari Þórðarson, á að sæta 5 daga
fangelsi við vatn og brauð. Svo greiði ákærði
allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar-
láun til skipaðs verjanda í héraði, Eggerts
yfirréttarmálaflutningsmanns Claessens, kr.
15 og málaflutningslaun til skipaðs sækjanda
og verjanda fyrir yfirdómi, yfirréttarmála-
flutningsmanna Odds Gíslasonar og Eggerts
Claessen, 15 krónur til hvors.
Dómnum ber að fullnægja að viðlagðri laga-
aðför.
A r a b í a .
Eitt sinn flutti Ari Þórðarson búferium
upp í Borgarnes. Gerðist hann búvíður þar
og barst á með lánum, sem, ef til vill, hafa
seint verið greidd, eins og oft hefir komið
fyrir hjá manni þessum. Það segir í leikriti
nokkru, að Borgnesingar lifi hy§r á öðrum,
en hvað sem um það er, lifði Æi óspart á
Borgnesingum. Bygði hann sér þar hús og
bjó í því, en samtímis því var hann á mála
hjá Bakkusi kóngi, dugandi liðsmaður hans og
drakk fast. En Ari hefir hvergi verið góður
liðsmaður og svo var þarna. Hann veiktist
því mjög af drykkjunni og eitt sinn hratt
hann frá sér myðinum og hafði tekið ógleði
mikla. Fékk hann þegar öskrandi lífsýkju,
sem frekar mátti kalla skellusótt eða skruðn-
ingaveiki. Gekk krankleikinn svo fast að hon-
um, að saur hans gekk samtímis út um báða
enda búksins og lá hann svo, lítils virtur af
öllum, þar til hans var vitjað. Þótti heimili
Ara þá illa verkað og nefndu menn hús þetta
Arabíu og heitir það svo enn.
Ari Þórðarson hefir verið innheimtumaður
hér í bænum, en hann telur það vera óþrifa-
verk og get eg verið honum sammála um, að
honum hafi orðið þar hált á brautinni. Ari
gerði nefnilega eitt sinn alvarlega tilraun til
að nauðga varnarlausri konu, sem hann var
að rukka um reikningsskuld fyrir læknishjálp.
Reikningur þessi hefir þó víst ekki verið frá
Þórði J. Thoroddsen?